Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar ásamt messuþjónum. Barn verður borið til skírnar. Hákon Leifsson er organisti og forsöngvari leiðir söng.
Kirkjukaffi eftir messu!
Hin árlega sumarguðsþjónusta verður á Nónholti 17. júli kl. 11:00. Í ár er það Grafarholtssöfnuður sem annast þjónustuna. Pílagrímaganga verður farin frá Grafarvogskirkju kl. 10:30 og gengið saman í Nónholt með nokkrum stoppum á leiðinni. Á sama tíma verður boðið upp á messuhlaup fyrir áhugasöm frá kirkjunni og að Nónholti. Hlaupið er um 3. km.
Séra Sigurður Grétar Helgason annast gönguna og séra Guðrún Karls Helgudóttir hleypur með þeim sem vilja.
Fyrir þau sem vilja koma akandi að Nónholti þá er best að fara niður hjá meðferðarstöðinni Vogi og ganga stuttan spöl þaðan. Fötluðum verður veitt aðstoð við að komast á staðinn.
Að guðsþjónustu lokinni verða veitingar í boði.
Velkomin öll!
EM torginu á Ingólfstorgi verður nú pakkað saman eftir síðasta leik Evrópumeistaramótsins í knattspyrnu, úrslitaleik Portúgals og Frakklands, í gær. Nái íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu að tryggja sér sæti á EM2017 í Hollandi eru líkur á að EM torgið verði aftur á Ingólfstorgi að ári.
Manhattan Marketing hefur haft veg og vanda að skipulagningu EM torgsins í samstarfi við Reykjavíkurborg og bakhjarla torgsins. Vinsældir EM torgsins voru miklar og þegar Ísland komst í 16 liða úrslitin var ákveðið að flytja skjáinn út á Arnarhól þegar Ísland spilaði gegn Englandi og Frakklandi.
Þangað komu mörg þúsund manns saman til að fylgjast með leikjunum, hvetja landsliðið áfram og fagna góðu gengi. Mikill mannfjöldi kom einnig saman í miðborginni þegar íslenska liðið var síðan hyllt á hólnum eftir glæstan árangur á Evrópumeistaramótinu.
Bakhjarlar EM torgsins á Ingólfstorgi hafa lýst yfir vilja sínum til að endurtaka leikinn að ári ef íslenska kvennalandsliðið kemst á EM 2017. Sætið í úrlsitakeppni EM, sem fram fer í Hollandi á næsta ári, er innan seilingar hjá Íslenska kvennalandsliðinu.
Framundan eru tveir leikir svo að stelpurnar okkar geti tryggt sætið í úrslitakeppninni, leikirnir eru gegn Slóveníu, 16. september og gegn Skotum, 20. september. Nú er bara að hvetja kvennalandsliðið áfram og fylgjast með síðustu leikjum stelpnanna okkar.
Með sigri liðsins geta borgarbúar hlakkað til næsta sumars og notið þess að sitja í blíðviðri á EM torginu að ári og fylgst með kvennalandsliðinu í knattspyrnu spila spennandi fótboltaleiki á EM í Hollandi.
Fjölnir tapaði fyrir Stjörnunni, 2-1, þegar að liðin áttust við í Pepsídeildinni í knattspyrnu í Garðabæ í kvöld. Fjölnir átti möguleika að komast í efsta sætið með sigri en það tókst ekki og er liðið áfram í öðru sætinu. FH trónir áfram í efsta sætinu með 21 stig og Fjölnir er í öðru sæti með 19 stig þegar að tíu umferðum er lokið í deildinni.
Halldór Orri Björnsson kom Garðbæingum yfir snemma í fyrri hálfleik.Martin Lund Pedersen jafnaði fyrir Fjölni á 61. Mínútu og eftir markið sótti Grafarvogsliðið nokkuð en hafði ekki erindi sem erfiði. Halldór Orri Björnsson kom Stjörnunni yfir á ný á 72. mínútu og reyndist það vera sigurmarkið í leiknum.
Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar ásamt messuþjónum. Barn verður borið til skírnar. Hákon Leifsson er organisti og forsöngvari leiðir söng.
Kirkjukaffi eftir messu!
Hugmyndir um stofnun þróunarfélags um uppbyggingu og breytingar á landnýtingu Ártúnshöfða voru kynntar á fundi með lóðarhöfum nýlega, en á næstu árum verða miklar breytingar á hverfinu.
Skipulagshugmyndir úr hugmyndasamkeppni gera ráð fyrir að Ártúnshöfði breytist í blandaða byggð íbúða og atvinnuhúsnæðis, auk þess sem hverfið mun stækka til norðurs á landfyllingum.
Ellefu þúsund íbúa hverfi
Gert er ráð fyrir uppbyggingu íbúðahúsnæðis og innviða í hverfinu fyrir allt að 11.500 manns. Fjöldi íbúða gæti orðið um 5.100. Meirihluti þeirra eða 4.100 á reitum sem skilgreindir eru fyrir íbúðabyggð, en um þúsund íbúðir yrðu í blandaðri byggð. Uppbyggingin mun tengjast nýrri borgarlínu á samgönguás frá vestri til austurs. Áherslur í hönnun verða á vistvænt borgarhverfi með fólk í fyrirrúmi.
Sigurður Björn Blöndal formaður borgarráðs sagði í kynningu sinni á fundi með hagsmunaaðilum að Elliðavogur og Ártúnshöfði væri eitt mikilvægasta svæðið í Reykjavík á þessu aðalskipulagstímabili og nú væri komið að næsta áfanga í þróun þess. Fyrir lægi að vinna rammaskipulag og síðan deiliskipulag og á grundvelli þeirrar skipulagssamkeppni um svæðið sem Reykjavíkurborg stóð fyrir. „Hverfið er mjög áhugvert og eitt stærsta þróunarverkefni sem gert er ráð fyrir að fara í á næstunni,“ segir Sigurður Björn Blöndal.
Viðbótarbyggingarmagn samkvæmt skipulagshugmyndum er um 780 þúsund fermetrar og þar af eru um 500 þúsund fermetrar fyrir nýjar íbúðir eða rúmar 5000 nýjar íbúðir eins og áður segir.
Samningsmarkmið Reykjavíkurborgar á uppbyggingarsvæðum
Reykjavíkurborg hefur sett sér samningsmarkmið vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar og þróunar þéttingarsvæða við Elliðaárvog – Ártúnshöfða og voru þau samþykkt í borgarráði 27. nóvember 2014. Markmiðin eru í samhljóm við Aðalskipulag Reykjavíkur 2010 til 2030 þar sem áherslur eru lagðar á fjölbreytileika í stærð og gerð íbúða; á gæðasvæði og gott umhverfi; sem og á að varðveita staðaranda og yfirbragð byggðar.
Í samningsmarkmiðunum eru m.a. þessi atriði:
Stofnun þróunarfélags er til skoðunar
Á fundinum með hagsmunaaðilum var farið yfir þá tvo kosti sem Reykjavíkurborg sér til að mæta kostnaði borgarinnar við uppbyggingu innviða hverfisins. Annars vegar að á hvern byggðan fermetra á svæðinu verði lagt innviðagjald, auk gatnagerðargjalds og rennur það til fjármögnunar nauðsynlegra innviða sem uppbygging svæðisins kallar á, þ.m.t. samgöngumannvirkja, torga, opinna svæða, skólabygginga og samgönguás, skv. almennum reglum sem Reykjavíkurborg setur. Hins vegar kemur til greina að hluti byggingarréttar íbúðarhúsnæðis sem skilgreindur verði á svæði félagsins í deiliskipulagi verði til ráðstöfunar hjá Reykjavíkurborg. Byggingarréttur Reykjavíkurborgar skal dreifast sem jafnast um allt skipulagssvæðið til að tryggja félagslega blöndun.
Á upplýsingasíðu í Framkvæmdasjá má sjá kynningar frá fundinum með hagsmunaaðilum sem og kynnisblað um mögulegt hlutverk þróunarfélags. Skoða upplýsingasíðu í Framkvæmdasjá: Ártúnshöfði – uppbygging hverfis.
Nánari upplýsingar og tenglar eru einnig í frétt á vef Reykjavíkurborgar > http://reykjavik.is/frettir/throunarfelag-um-uppbyggingu-artunshofda
Biskup Íslands auglýsir laust til umsóknar embætti prests í Grafarvogsprestskalli, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Skipað er í embættið frá 1. september 2016 til fimm ára.
Biskup Íslands auglýsir laust til umsóknar embætti prests í Grafarvogsprestskalli, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Skipað er í embættið frá 1. september 2016 til fimm ára.
Um val á umsækjendum er vísað til starfsreglna kirkjuþings um val og veitingu prestsembætta nr. 144/2016 og um presta nr. 1011/2011, svo og leiðbeinandi reglna biskups Íslands frá 2016 fyrir umsækjendur um laus prestsembætti. Tengla á þessar heimildir er að finna ofar á síðu þessari. Með því að sækja um embættið staðfesta umsækjendur að þeir hafi átt þess kost að kynna sér þessar reglur.
Í Grafarvogsprestakalli er ein sókn, Grafarvogssókn, með rúmlega 18.000 íbúa og eina kirkju, Grafarvogskirkju, þar sem jafnframt er að finna safnaðarheimili kirkjunnar og skrifstofu prestanna sem eru þrír auk sóknarprestsins. Til viðbótar við starfsstöð safnaðarins í Grafarvogskirkju er kirkjuselið í Spöng þar sem fram fer fjölbreytt starf yfir vetrartímann og prestarnir hafa reglubundna viðveru.
Grafarvogsprestakall er á samstarfssvæði með Grafarholtsprestakalli og Árbæjarprestakalli.
Í Grafarvogsprestakalli fer fram fjölbreytt helgihald sem er í stöðugri þróun, ásamt blómlegu barna- og æskulýðsstarfi og starfi á meðal eldri borgara. Margskonar hópa- og fræðslustarf fer fram og mikil eftirspurn er eftir sálgæsluþjónustu presta safnaðarins.
Vísað er til þarfagreiningar Grafarvogssóknar varðandi frekari upplýsingar um starfið og starfsumhverfið. Þarfagreiningin er birt hér að neðan í framhaldi af auglýsingunni. Þá er bent á vef Grafarvogssóknar www.grafarvogskirkja.is
Matsnefnd um hæfni til prestsembættis, sbr. 5. og 6. gr. framangreindra starfsreglna um val og veitingu prestsembætta mun starfa við mat á umsækjendum um embætti prests í Grafarvogsprestakalli.
Umsækjendur geri skriflega grein fyrir persónulegum upplýsingum, menntun sinni, starfsferli, samskiptahæfileikum og öðru því sem þeir óska eftir að taka fram. Umsókn skal fylgja staðfest afrit af prófskírteini ásamt einkunnum svo og upplýsingar um starfsþjálfun. Einnig skal fylgja staðfesting á annarri menntun og þjálfun eftir atvikum.
Umsækjendum ber að skila greinargerð að hámarki 500 orð, um framtíðarsýn og væntingar er varða embættið.
Umsækjendum ber að fylla út eyðublað þar sem biskupi er heimilaður aðgangur að tilteknum upplýsingum úr sakaskrá um viðkomandi umsækjanda, sbr. 3. gr. starfsreglnanna. Skal undirrituð heimild þar um fylgja umsókninni. Tengil á eyðublaðið er að finna ofar á síðu þessari.
Heimilt er að óska eftir því að almennar prestskosningar fari fram samkvæmt 15. gr. framangreindra starfsreglna um val og veitingu prestsembætta. Skrifleg ósk um kosningu skal hafa borist biskupi eigi síðar en hálfum mánuði eftir að prestakallið var auglýst laust til umsóknar.
Um embættið gilda lög um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996, starfsreglur er kirkjuþing setur og samþykktir um innri málefni kirkjunnar. Er einkum vísað til starfsreglna um presta.
Um laun og önnur kjör fer samkvæmt ákvörðun kjararáðs.
Nánari upplýsingar um embættið, starfskjör og helstu lög og reglur sem um starfið gilda eru veittar á Biskupsstofu, hjá sóknarpresti og prófasti Reykjavíkurprófastsdæmis eystra.
Umsóknarfrestur um embættið er til miðnættis 8. ágúst 2016.
Sækja ber um embættið rafrænt á vef kirkjunnar og leggja fram tilskilin fylgigögn á rafrænu formi ásamt öðrum þeim gögnum er umsækjandi kann að vilja leggja fram.
Vísað er til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008
Vakin er athygli á því að nöfn umsækjenda um embættið verða birt á vef kirkjunnar www.kirkjan.is
Þarfagreining Grafarvogssóknar júní 2016
Grafarvogssókn er eina sóknin í Grafarvogsprestakalli og jafnframt fjölmennasta sókn á Íslandi. Íbúar voru 17.865 þann 1. des. sl. og þar af eru um 74,4% með aðild að Þjóðkirkjunni. Sóknin tilheyrir Reykjarvíkurprófastsdæmi eystra og er á samstarfssvæði Gamla Gufuness, ásamt Árbæjarprestakalli og Grafarholtsprestakalli.
Grafarvogi má skipta í átta hverfi með fjórtán leikskóla, sex grunnskóla og einn fjölbrautaskóla. Í Grafarvogi er bæði hjúkrunarheimili og þjónustuíbúðir fyrir eldri borgara og ýmiskonar sambýli. Sóknarbörnin eru 13.297 og er aldursskipting þeirra sem hér segir:
Undir grunnskólaaldri | 794 |
Á grunnskólaaldri | 1.812 |
Á framhaldsskólaaldri | 861 |
20 til 34 ára | 2.512 |
35 til 64 ára | 5.428 |
65 ára og eldri | 1.890 |
Í söfnuðinum þjóna fjórir prestar, tveir organistar, æskulýðsfulltrúi, tveir kirkjuverðir, ritari og ræstitæknir ásamt fjölda sjálfboðaliða í sóknarnefnd, safnaðarfélagi, messuþjónastarfi og fleiru.
Söfnuðurinn hefur tvær starfsstöðvar, Grafarvogskirkju og kirkjuselið í Spöng. Yfir vetrar-tímann eru guðsþjónustur og sunnudagaskólar á báðum stöðum, fermingarfræðsla og barnastarf.
Prestar eru allir með skrifstofuaðstöðu í Grafarvogskirkju, en einnig er gert ráð fyrir reglulegri viðveru presta í kirkjuseli.
Í Grafarvogssöfnuði er fjölbreytt helgihald og mikið um athafnir. Þar er blómlegt barna-, æskulýðs- og eldriborgarastarf ásamt ýmiskonar hópa- og fræðslustarfi. Kórar safnaðarins eru nú þrír talsins. Um það bil 200 börn fermast í Grafarvogssöfnuði á hverju ári og því setur fermingarstarfið mikinn svip á starfið í kirkjunni og guðsþjónustuhaldið.
Á árinu 2015 var fjöldi kirkjulegra athafna í prestakallinu sem hér segir:
Messur og guðsþjónustur | 98 |
Barnaguðsþjónustur | 57 |
Aðrar helgistundir | 170 |
Skírðir | 158 |
Fermdir | 227 |
Giftingar | 33 |
Útfarir | 78 |
Í ljósi þessa alls og með hliðsjón af stefnumótun safnaðarins, þar sem m.a. er stefnt að eflingu starfs með ungu fólki, er lögð áhersla á áhuga umsækjenda á safnaðaruppbyggingu meðal ungs fólks. Þar verður sérstaklega tekið tillit til áhuga og þekkingar á notkun samfélagsmiðla ásamt reynslu og þekkingu á fermingarfræðslu og öðru fjölbreyttu starfi með yngra fólki. Gerð verður krafa um að umsækjendur hafi reynslu af samstarfi og samvinnu og geti sýnt lipurð í samskiptum þar sem viðkomandi prestur verður hluti af teymi fjögurra presta auk annars starfsfólks. Gott er að umsækjendur hafi reynslu og áhuga á sálgæslu þar sem mikil eftirspurn er eftir sálgæslu presta í söfnuðinum. Að lokum er áhersla lögð á að umsækjendur hafi áhuga á fjölbreytni í helgihaldi, litúrgíu og safnaðarstarfi, þar sem bæði helgihald og safnaðarstarf þarfnast stöðugrar þróunar og endurskoðunar í svo stórum söfnuði og því mikilvægt að bjóða uppá fjölbreytni í öllu starfi.
Styrkleiki safnaðarins er m.a. fólginn í gríðarlegum mannauði bæði hvað varðar starfslið og sjálfboðaliða. Barnastarf, æskulýðsstarf og kóralíf hefur frá upphafi verið blómlegt og gott ásamt starfi með eldriborgurum, helgihaldi, sálgæslu og ýmsu hópa- og fræðslustarfi, m.a. með syrgjendum og fráskildu fólki. Einnig er mikill styrkur fólginn í þeim fjölda fermingarbarna sem hér fermast á ári hverju og í góðri kirkjusókn. Staða kirkjunnar hefur einnig verið nokkuð sterk í hverfinu.
Veikleikar safnaðarins í dag felast fyrst og fremst í því, að undanfarið hefur fækkað í Þjóð-kirkjunni og viðhorfið til hennar breyst hratt. Erfiðlegar gengur að ná til grunnskólabarna með upplýsingar um starf kirkjunnar en áður var og kirkjan er ekki jafn sjálfsagður þátttakandi í því sem er að gerast í hverfinu. Fermingarbörnum hefur fækkað nokkuð þó enn séu þau þó í mjög góðu hlutfalli við hlutfall þjóðkirkjumeðlima í hverfinu. Einnig hefur nokkuð fækkað í eldriborgarastarfi safnaðarins á sama tíma og félagsstarf á vegum Félags eldriborgara í hverfinu hefur aukist. Þetta hefur m.a. orðið með tilkomu nýrrar félagsmiðstöðvar eldri-borgara, þar sem kirkjan er reyndar einnig með starfsstöð. Þá hefur fjárhagsstaðan versnað nokkuð frá 2008.
Helstu áherslur sóknarnefndar næstu fimm árin verða að efla starf með bæði yngra- og eldra fólki í sókninni. Þetta verður gert m.a. með ríkari áherslu á stefnumótun safnaðarins og fjölbreytni í safnaðarstarfi og helgihaldi. Á sama tíma verður lögð enn ríkari áhersla á samvinnu og samstarf innan samstarfs svæðis og prófastsdæmis en verið hefur.
Biskupsstofa notar kerfið Rada.is frá Advania fyrir rafrænar umsóknir.
Umsækjandi þarf að samþykkja notkunarskilmála kerfisins, sem eru almennir skilmálar vegna notkunar á hugbúnaði.
Umsækjandi þarf ekki að stofna aðgang að kerfinu.
Brúðubíllinn kom öðru sinni í Grafarvoginn.
Helstu persónurnar voru mættar, Lilli, Dúskur, Gústi. Amma ásamt úlfinum Úlla.
Júlí leikritið var í Fróðenginu og var góð mæting eins og alltaf.
Lesa meira um Brúðubíllin á vefnum…..
Hægt að skoða myndir hérna….
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu kemur heim til Íslands í dag, mánudaginn 4. júlí, eftir frækilegan árangur í Evrópukeppninni í knattspyrnu. Af því tilefni er boðið til fagnaðarfundar íslensku þjóðarinnar með landsliðshópnum í miðbæ Reykjavíkur.
Landsliðið mun aka í opinni rútu frá Skólavörðuholti um kl. 19:00 í virðingarfylgd lögreglu, niður Skólavörðustíg og Bankastræti að Arnarhóli. Þar fer fram hátíðardagskrá og verður landsliðshópurinn hylltur fyrir frammistöðu sína.
Landsmenn eru hvattir til að taka þátt og fagna landsliðinu á leiðinni niður Skólavörðustíg og Bankastræti og fjölmenna á Arnarhól. Að ósk lögreglu er fólki bent á að nota almenningssamgöngur, leggja bílum sínum í bílastæðahús eða í hæfilegri fjarlægð frá hátíðarsvæðinu til að greiða fyrir umferð. Bein útsending verður í Sjónvarpi Símans og á RÚV frá kl. 18:30 og verður útsendingunni einnig varpað á skjá við Arnarhól.
Forsætisráðherra Íslands, Sigurður Ingi Jóhannsson, mun fyrir hönd íslensku þjóðarinnar ávarpa landsliðið á sviðinu við Arnarhól. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, verður viðstaddur athöfnina. Fjölbreytt skemmtiatriði verða á Arnarhóli en meðal þeirra sem fram koma eru Friðrik Dór og Erna Hrönn sem leiðir fjöldasöng.
Skemmtidagskráin verður á sviðinu við Arnarhól frá kl. 18:30.
Eftirfarandi aðilar standa að fögnuðinum:
Forsætisráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið, Reykjavíkurborg og bakhjarlar EM-torgsins og landsliðsins: KSÍ, Síminn, Borgun, Coca-Cola, Icelandair, Íslenskar getraunir, Landsbankinn og N1.
Nánari upplýsingar veita verkefnisstjórar:
Guðjón Guðmundsson í síma: 666 0330
Gunnar Lár Gunnarsson í síma: 690 6999
Hér er kort sem sýnir götulokanir á hátíðarsvæðinu í miðbænum milli klukkan 16:00 og 23:00 í dag, 4. júlí.
Blásið er til leiks klukkan 19:00 að íslenskum tíma
Ísland og Frakkland leik í dag á Stade de France í 8-liða úrslitum á EM í Frakklandi. Það þarf ekki að taka fram að karlalandsliðið hefur aldrei náð víðlíka árangri en enn sem komið er hefur Ísland ekki tapað leik í lokakeppni stórmóts.
Í dag leikur Ísland við heimamenn í Frakklandi og verður leikið á troðfullum Stade de France vellinum í Saint-Etienne sem er nokkrum kílómetrum fyrir utan París. Það má búast við gríðarlegri stemningu á vellinum þar sem heimaliðið tekur á móti liðinu sem hefur komið hvað mest á óvart í keppninni.
Það verða um 10.000 Íslendingar á leiknum, milli 50-60 þúsund Frakkar og svo restin af þeim 77 þúsund áhorfendum mæta eru hlutlaus.
Leikurinn hefst klukkan 19:00 að íslenskum tíma og er sýndur í Sjónvarpi Símans og á RÚV.