Hversu vel ertu að þér í norrænum krimmum?
Um þessar mundir stendur yfir glæpasagnagetraun í Borgarbókasafninu Spönginni. Það eina sem þú þarft að gera er að svara átta spurningum um efni nokkurra vinsælla norrænna glæpasagna. Svörin við spurningunum er að finna í sérstakri glæpasagnahillu sem sett hefur verið upp á efri hæð safnsins.
Nokkrir heppnir lesendur fá verðlaun í lok sumars þegar dregið verður úr réttum lausnum.
Kíktu á safnið og taktu þátt í getrauninni.







Þriðja sumarkaffihús sumarsins verður haldið á sunnudaginn. Þetta er hefðbundin guðsþjjónusta en boðið er upp á kaffi á meðan á guðsþjónustu stendgur og setið borð eins og á kaffihúsi. Litabækur og litir eru í boði fyrir börn og fullorðna.















