Prjónamessa, Selmessa og sunnudagaskóli
Prjónamessa í Grafarvogskirkju
Í Grafarvogskirkju er starfræktur öflugur prjónaklúbbur. Sunnudaginn 2. september klukkan 11:00 verður prjónamessa í kirkjunni, en það er kaffihúsaguðsþjónusta með prjónaívafi. Prjónarar eru sérstaklega hvattir til að mæta með prjónana eða aðra handavinnu og í boði verður kaffi og meðlæti á meðan á messu stendur. Prjónaklúbbskonur sjá um ritningarlestra og bænagjörð og sýna handverkið sitt. Lítið barn verður borið til skírnar.
Sunnudagaskólinn hefst á ný eftir sumarfrí og er klukkan 11:00 á neðri hæð kirkjunnar. Umsjón hafa Pétur Ragnhildarson og séra Guðrún Karls Helgudóttir. Undirleikari er Stefán Birkisson. Söngur, sögur og límmiðar.
Fyrsta Selmessa sumarsins hefst á sunnudaginn klukkan 13:00. Séra Guðrún Karls Helgudóttir þjónar, Hilmar Örn Agnarsson er organisti og Vox Populi leiðir song.