Afmæli Grafarvogssafnaðar 21. september
Sunnudagaskóli kl. 11:00 – Umsjón hafa Þóra Björg Sigurðardóttir og sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir. Undirleikari er Stefán Birkisson.
Messa kl. 14:00 – 25 ára afmæli safnaðarins verður fagnað. Biskup Íslands, frú Agnes Sigurðardóttir prédikar. Prestar safnaðarins þjóna ásamt fyrrverandi prestum Grafarvogssóknar. Allir kórar safnaðarins syngja þ.e. kirkjukórinn, Vox Populi og Stúlknakór Reykjavíkur í Grafarvogskirkju. Stjórnendur eru Hákon Leifsson, Hilmar Örn Agnarsson og Margrét Pálmadóttir.
Eftir messu verður biskupi afhent 25 ára afmælisbók Grafarvogssafnaðar. Höfundur er Sigmundur Ó Steinarsson blaðamaður. Bókin er vönduð að allri gerð og skemmtileg.
Þá verður boðið upp á afmæliskaffi þar sem kórarnir munu syngja nokkur lög. Það er von okkar að velunnarar safnaðarins sjái sér fært að taka þátt á þessum merku tímamótum í starfi safnaðarins.
Kirkjuselið í Spöng
Borgarmessa kl. 13:00 – Guðsþjónusta með einföldu sniði og léttri tónlist. Séra Petrína Mjöll Jóhannesdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Björg Þórhallsdóttir leiðir söng. Hilmar Örn Agnarsson er organisti.
Sunnudagaskóli kl. 13:00 – Börnin byrja í Borgarmessunni og fara síðan yfir í sunnudagaskólann. Umsjón hefur Ásthildur Guðmundsdóttir. Undirleikari er Stefán Birkisson.