- HEIM
- FRÉTTIR
- MYNDIR
- HVERFIÐ OKKAR
- AÐSENT EFNI
- ÍÞRÓTTIR
- UM OKKUR
Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00
Jólaball – Jólasveinar koma í heimsókn
Prestur: séra Arna Ýrr Sigurðardóttir
Umsjón hefur Þóra Björg Sigurðardóttir
Undirleikari: Stefán Birkisson
Nemendur úr Tónlistarskóla Hörpunnar leika á hljóðfæri
Guðsþjónusta kl. 13.00 – Óskasálmar jólanna
Organisti tekur við óskalögum og leikur jólasálmama sem þig langar að syngja.
Prestur: séra Sigurður Grétar Helgason
Forsöngvarar úr Vox Populi
Organisti: Hilmar Örn Agnarsson
Nemendur úr Tónlistarskóla Grafarvogs leika á hljóðfæri
Á jólaskemmtunum Rimaskóla var gleði og gaman
Undantekningarlaust voru allir krakkar og kennarar Rimaskóla í hátíðarskapi og nutu atriða á jólaskemmtunum skólans, síðasta skóladaginn fyrir jólaleyfi. Nemendur 4. bekkjar fluttu helgileikinn, frásögnina frá Betlehem, og innlifun flytjenda og áhorfenda var sterk. Í beinu framhaldi var skipt um gír, fjárhúsið í Betlehem varð að Grýluhelli og jólaleikritið “Grýla og gömlu jólasveinarnir, ný ævintýri” var flutt af nemendum 7. bekkjar í leikstjórn Eggerts Kaaber . Þetta var vel lekið og bráðfyndið frá upphafi til enda. Jólasveinarnir 13 voru sendir á skólabekk með misjöfnu gengi og Grýla var send til læknis vegna krónískrar gigtar. Kraftaverkið gerðist, Grýla gamla fékk sprautu sem virkaði til hins betra. Hún tók dansinn við lækninn svona í þakklætisskini. Nemendur 1. – 4. bekkjar dönsuðu í kringum jólatréð og dönsuðu með Huldu danskennara í lokin. Allt undirspil var í höndum Rakelar Maríu tónmenntakennara. Við erum komin í jólaleyfi og Rimaskóli sendir öllum fjölskyldum símum bestu jólakveðjur. (HÁ)
Með kveðju
Helgi Árnason
Skólastjóri Rimaskóla
Eins og undanfarin ár eiga íbúar þess kost að sækja sér salt og sand á hverfastöðvar og verkbækistöðvar Reykjavíkurborgar til að bæta öryggi á gönguleiðum í sínu nágrenni og heimkeyrslum.
Salt og sandur er aðgengilegur fyrir íbúa á eftirfarandi stöðum:
Hverfastöðvarnar eru opnar mánudaga til fimmtudaga frá kl. 7:30 – 17:00 og föstudaga kl. 7:30 – 15:25, en verkbækistöðvarnar eru opnar frá kl. 7:30-17:25 mánudaga til miðvikudaga og kl. 7:30 – 15:25 á fimmtudögum og föstudögum.
Íbúar eru hvattir til að hafa með sér ílát en einnig er mögulegt að fá poka á staðnum til að moka í. Skóflur eru við sand- og salthrúgurnar á ofantöldum stöðum.
Nánari upplýsingar um snjóhreinsun og hálkuvarnir
Þegar snjór fellur í Reykjavík eða hálka myndast er unnið samkvæmt viðbragðsáætlun vetrarþjónustu. Aðstæður eru vaktaðar reglubundið og mannskapur kallaður út eftir þörfum.
Snjóvakt með skipulögðum bakvöktum er í Reykjavík frá því í nóvember til loka mars (frá 46. viku til loka 13. viku) og utan þess tíma eftir þörfum. Aðstæður eru metnar oft, meðal annars kl. 3:00 á nóttunni. Starfsmenn Reykjavíkurborgar og verktakar á vegum borgarinnar eru ræstir út eftir þörfum.
Í grófum dráttum má skipta verkefnum við snjóhreinsun og hálkueyðingu í tvennt eftir því hvort um er að ræða umferðargötur eða stíga og gangstéttar. Aðstæður bjóða upp á mismunandi tækjakost og aðferðir, en markmiðið er það sama: að tryggja greiðar leiðir.
Stofnbrautir, strætóleiðir og fjölfarnar safngötur njóta forgangs, en miðað er við að stofnbrautir og strætóleiðir séu færar fyrir kl. 7:00 að morgni og að hreinsun annarra megin umferðargatna sé lokið fyrir kl. 8:00.
Stofnstígar svo sem göngu- og hjólastígar milli borgarhluta fá forgang í hreinsun og síðan helstu gönguleiðir að strætóbiðstöðvum og skólum sem eiga að vera greiðfærar fyrir kl. 8:00 virka daga. Aðrir almennir stígar eiga að klárast fyrir hádegi. Síðan 36 tímum eða daginn eftir að snjór hættir að falla er hægt að ljúka hreinsun stíga.
„Á hinum fullkomna degi þegar góð samstilling næst við máttarvöldin og hvorki frýs né bætir í snjó eftir að búið er að skafa eða sanda gengur áætlunin eftir. Reynslan kennir okkur þó að oft þarf að fara aftur á byrjunarreit og þá reynir á að íbúar sýni skilning á aðstæðum og skilji að tímaáætlanir geta gengið úr skorðum. Við búum nú einu sinni á Íslandi. “
Íbúar vilja eðlilega vita hvenær þeirra gata verður rudd. Eins og segir hér að framan njóta stofnbrautir, strætóleiðir og fjölfarnar safngötur forgangs.
Íbúagötur eru aðeins hreinsaðar séu þær þungfærar einkabílum, mikil hálka, eða snjódýpt meiri en 15 cm. Út af þessari reglu hefur þó verið brugðið ef talin er hætta á að frysti þegar snjóhryggir hafa myndast. Snjóhreinsun takmarkast við að gera þessar götur akfærar og við hálkueyðingu er ýmist notaður sandur eða salt. Við snjóhreinsun íbúagatna er líklegt að við innkeyrslur myndist snjóruðningar sem Reykjavíkurborg sér ekki um að hreinsa. Það fellur því í hlut íbúanna sjálfra að hreinsa burt snjó úr innkeyrslum.
Hægt er að fylgjast með gangi snjóhreinsunar í Borgarvefsjá. – en þar undir kassanum „lifandi gögn“ er hægt að velja yfirlit yfir akstur hreinsunartækja annars vegar á umferðargötum og hins vegar á göngu- og hjólastígum. Hægt er að skoða upplýsingar um akstur þeirra allt upp í síðustu 8 klukkustundirnar. Öll tæki sem eru reglubundið í snjóhreinsun hafa senda, en tilfallandi verktakar eru undanskildir.
Á umferðargöturnar fara stórvirk snjóruðningstæki sem komast hratt yfir og þau nota salt til hálkueyðingar. Hér hefur í auknum mæli verið notast við saltpækil og taka á í notkun nýja saltpækilstöð sem auðveldar alla blöndun og stýringu á styrk pækils. Markmiðið er að tryggja öryggi með eins litlu saltmagni og mögulegt er.
Á stíga og gangstéttar fara sérútbúnar dráttarvélar og til hálkueyðingar er notaður þveginn sandur (0 – 8 mm).
Mögulegt er að fá saltkassa í húsagötur þar sem aðstæður eru erfiðar, til dæmis í bröttum brekkum. Þjónustuver Reykjavíkurborgar veitir nánari upplýsingar í síma 4 11 11 11.
Við viljum gjarnan fá ábendingar um það sem betur má fara. Þú getur sett inn ábendingu og upplýsingar í ábendingakerfið okkar >>> SETJA INN ÁBENDINGU <<< eða hringt í þjónustuver Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12 – 14, í síma 4 11 11 11. Starfsmenn þar færa þá ábendingu inn í kerfið. Opið kl. 8:20 – 16:15 alla virka daga. Netfang: upplysingar@reykjavik.is. Á snjóþungum dögum er annríki mikið í þjónustuveri og biðjum við íbúa um að sýna biðlund á slíkum stundum.
Hlutdeild vistvænna samgangna hefur aukist töluvert í Reykjavík undanfarin ár og æ fleiri bílstjórar og farþegar velja fremur að ganga eða hjóla á ferðum sínum um borgina. Þetta kemur fram í nýrri ferðavenjukönnun sem Reykjavíkurborg og Vegagerðin létu gera nú í haust.
Hlutdeild þeirra sem nota bifreiðar í Reykjavík hefur lækkað síðastliðin þrjú ár. Árið 2011 fóru 74,8% aðspurðra ferða sinna á bíl eða sem farþegar en 70,4% árið 2014. „ Þessar tölur sýna að nú eiga breytingar sér stað í Reykjavík eins og í mörgum öðrum borgum. Skoðanakannanir hafa sýnt aftur og aftur að fólk vill eiga þess kost nota hagkvæma og vistvæna ferðamáta á leiðinni í og úr vinnu. Þess vegna kemur það ekki á óvart að þeim fjölgi sem gera það,“ segir Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar og bætir því við að lykillinn að góðu og manneskjulegu borgarumhverfi séu góðar göngu- og hjólaleiðir ásamt almenningssamgöngum.
Þetta er í þriðja sinn sem ferðir íbúa höfuðborgarsvæðisins eru mældar í svo viðamikilli könnun, fyrst árið 2002. Úrtakið núna var 12.747, þar af 7.934 í Reykjavík og tóku 42,6% þátt. Könnunin var gerð 8. október – 16. nóvember 2014. Hægt var að svara á vefslóð með veflykli og hringt var út til að bjóða fólki að svara í síma. Capacent Gallup gerði könnunina.
Töluvert fleiri fara nú ferðir sínar fótgangandi í Reykjavík eða 18% árið 2014 miðað við 15,9% árið 2011. Þá hefur hjólreiðafólki fjölgað um 17% á þremur árum. Árið 2011 hjóluðu 4,7% aðspurðra Reykvíkinga milli staða en nú eru það 5,5%. Þá fara nú 6% fleiri með strætó eða 4,8% en árið 2011 fóru 4,5%.
Könnunin staðfestir ákveðna breytingu sem á sér stað um þessar mundir á höfuðborgarsvæðinu í heild sem er að gangandi og hjólandi fjölgar í kjölfar þess að aðstæður til að komast til og frá staða batna fyrir þennan hóp. Þau sem kjósa að hjóla til og frá vinnu eða skóla á höfuðborgarsvæðinu í heild, þegar nágrannasveitarfélögin eru tekin með, hefur fjölgað um 20% frá síðustu könnun, frá því að vera 3.8% í 4.5%.
Ferðir í strætisvagni á höfuðborgarsvæðinu í heild eru vinsælastar hjá aldurshópnum 13-17 og 17-24 ára og fara um 23% þeirra daglega í strætó.
Þegar Reykjavík er skoðuð eftir hverfum koma fram jákvæðar breytingar í takt við áherslur í aðalskipulagi Reykjavíkur um að tryggja öruggar, skilvirkar, þægilegar og vistvænar samgöngur fyrir alla. Í því samhengi má nefna lengd sérstakra hjólastíga í Reykjavík hefur aukist úr 14 km árið 2011 í 30 km árið 2014.
Töluverðar breytingar á ferðavenjum hafa orðið í nokkrum hverfum borgarinnar, t.d. hvíla íbúar í Vesturbæ bílinn oftar en þeir gerðu árið 2011, því 73% þeirra fóru þá ferða sinna á bíl sem bílstjórar eða farþegar í bíl en nú um 62%. Fleiri hjóla og ganga en áður.
Segja má að Vesturbæingar nálgist óðfluga markmið aðalskipulags Reykjavíkur um að hlutdeild bílferða af öllum ferðum lækki úr 75% árið 2011 í 58% árið 2030.
Í Laugardal og nágrenni fara 21% íbúa ferðir sínar gangandi nú en 16% gerðu það árið 2011. Miðborgarbúar eru einnig duglegir að ganga eða 31%. Markmiðið í aðalskipulagi Reykjavíkur er að hlutdeild gangandi verði 30% árið 2030 í borginni allri.
Íbúar í Hlíðunum hafa tekið við sér hvað hjólreiðar varðar, því 9% þeirra hjóla til og frá vinnu eða skóla í samanburði við 5% árið 2011.
Árbæingar hafa fækkað bílferðum sínum sem bílstjórar eða farþegar úr 77% í 74%.
Tengill
Nú er komið að því að Vox Populi haldi sínu fyrstu jólatónleika. Tónleikarnir verða haldnir í Grafarvogskirkju föstudaginn 19. des, kl 20. Miðverð er 2000 kr og frítt fyrir 12 ára og yngri.
Miðar verða seldir við innganginn.
Lögin sem flutt verða eru afar fjölbreytt, allt frá sígildum jólalögum yfir í lög sem í gegnum tímann hafa skapað sér sess í jólagleðinni.
Með okkur verður Tríó Kjartans Valdemarssonar og beatboxarinn Arnar Ingi Richardsson.
Einsöngvarar koma úr röðum kórsins og stjórnandi er að sjálfsögðu Hilmar Örn Agnarsson.
Hlökkum til að eiga með ykkur notalega jólastund.
Birta – Landssamtök standa fyrir opnu húsi þriðjudaginn 16. desember kl 20:00 í Grafarvogskirkju.
Gestir kvöldsins verða tveir, en það eru þær:
Samveran er öllum opin og þeim að kostnaðarlausu.
Stjórn Birtu