• HEIM
  • HAFÐU SAMBAND
facebook
email
Dagur gegn einelti – Hvatningarverðlaun
Grafarvogskirkja
Korpúlfar félag eldri borgara í Grafarvogi
Árgangamót Fjölnis í knattspyrnu
Ungmennafélagið Fjölnir 
  • HEIM
  • FRÉTTIR
  • MYNDIR
    • MYNDIR ÚR HVERFINU
  • HVERFIÐ OKKAR
    • VIÐBURÐIR
    • GALLERÍ KORPÚLFSSTAÐIR
    • ATVNNULÍFIÐ
      • VERSLUNARKJARNAR
        • BREKKUHÚSUM
        • HVERAFOLD
        • KORPUTORG
        • LAUFRIMA 21
        • SPÖNGIN
      • Sorpa
        • HVERFISSKIPULAG REYKJAVÍKUR
        • Hlutverk
        • Pappír er ekki rusl
    • FÉLAGASAMTÖK
      • KORPÚLFAR – FÉLAG ELDRI BORGARA Í GRAFARVOGI
      • SKÁTARNIR
    • GRAFARVOGSKIRKJA
      • Fermingar 2020
      • KIRKJUBYGGINGIN
      • LOGAFOLD SAFNAÐARBLAÐ
    • GÖNGU OG HJÓLALEIÐIR
    • HVERFISRÁÐ
      • HVERFIÐ Í TÖLUM
    • Heilsugæsla í Grafarvogi
    • ÍTR
      • GUFUNESBÆR
    • KORT AF GRAFARVOGI
    • MENNING OG LISTIR
      • KARLAKÓR GRAFARVOGS
      • MENNINGARHÚS SPÖNGINNI
    • SAGA GRAFARVOGS
      • KORPÚLFSSTAÐIR
    • SKÓLARNIR Í GRAFARVOGI
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐVAR
      • FRAMHALDSSKÓLAR
      • FRÍSTUNDAHEIMILI
      • HEIMILI OG SKÓLI – LANDSSAMTÖK FORELDRA
        • FORELDRASÁTTMÁLINN
      • LEIK- OG GRUNNSKÓLAR
      • TÓNLISTARSKÓLINN
      • TÓNSKÓLI HÖRPUNNAR
    • STOLT GRAFARVOGS
    • ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐVAR
      • DAGFORELDRAR
        • DAGFORELDRAR Í HVERFINU
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐ Í SPÖNG
      • ELDRI BORGARAR
      • FERÐAÞJÓNUSTA FATLAÐS FÓLKS
      • FÉLAGSLEG RÁÐGJÖF
      • FÉLAGSLEGAR ÍBÚÐIR
      • FJÁRHAGSAÐSTOÐ
      • SÉRFRÆÐIAÐSTOÐ VIÐ GRUNNSKÓLA
      • SKAMMTÍMAVISTUN ÁLFALAND
  • AÐSENT EFNI
    • DALE CARNEGIE
      • NÆSTA KYNSLÓÐ
    • TAPAÐ – FUNDIÐ
    • JÓLIN Í GRAFARVOGINUM
  • ÍÞRÓTTIR
    • FJÖLNIR
      • Sumarnámskeið 2019
      • Sumarnámskeið 2018
      • Sumarnámskeið 2016
    • GOLFKLÚBBUR REYKJAVÍKUR – KORPA
    • ÍÞRÓTTIR OG ÚTIVERA
    • GRAFARVOGSLAUG
      • ALMENNAR UPPLÝSINGAR
  • UM OKKUR

Aðsent efni

Simmi og Jói kaupa Keiluhöllina

28 feb 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni

Jóhannes Ásbjörnsson, Sigmar Vilhjálmsson og fjölskyldan í Múlakaffi hafa keypt rekstur Keiluhallarinnar í Egilshöll.

Haraldur Guðjónsson

Keiluhöllin í Egilshöll skiptir um eigendur. Hinn nýjaeigendahóp skipa þeir Jóhannes Ásbjörnsson og Sigmar Vilhjálmsson, kenndir við Hamborgarafabrikkuna, og Jóhannes Stefánsson og fjölskylda í Múlakaffi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Keiluhöllinni.

„Jói, nafni minn í Múlakaffi, vakti athygli okkar á þessu tækifæri fyrir nokkru síðan og í kjölfarið ákváðum við að taka höndum saman. Við hlökkum mikið til samstarfsins við Jóa, hann er reynslubolti og alveg sérdeilis skemmtilegur náungi.“, segir Jóhannes Ásbjörnsson, Sölu-­ og markaðsstjóri Hamborgarafabrikkunnar.

Í tilkynningunni segir: 

Keiluhöllin í Egilshöll skiptir um eigendur. Hinn nýja eigendahóp skipa þeir Jóhannes Ásbjörnsson og Sigmar Vilhjálmsson, kenndir við Hamborgarafabrikkuna, og Jóhannes Stefánsson og fjölskylda í Múlakaffi. „Jói, nafni minn í Múlakaffi, vakti athygli okkar á þessu tækifæri fyrir nokkru síðan og í kjölfarið ákváðum við að taka höndum saman. Við hlökkum mikið til samstarfsins við Jóa, hann er reynslubolti og alveg sérdeilis skemmtilegur náungi.“, segir Jóhannes Ásbjörnsson, Sölu-­og markaðsstjóri Hamborgarafabrikkunnar.

Fjölskyldan í Múlakaffi hefur í gegnum árin byggt upp umsvifamikið fyrirtæki og sinnir veitingarekstri í Múlakaffi og víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. “Simmi og Jói hafa mikla reynslu af því að skapa fjölskylduvæna stemningu og upplifun í sínum rekstri. Það er nákvæmlega það sem Keiluhöllin stendur fyrir. Þess vegna lá beinast við að fá þá til að taka með okkur í þetta verkefni.”, segir Jóhannes Stefánsson í Múlakaffi.

Rúnar Fjeldsted og eiginkona hans, Björk Sigurðardóttir, ætla að einbeita sér að fasteignaþróunarverkefnum í Öskjuhlíð og líta glöð yfir farinn veg. „ Keiluárin okkar hafa verið frábær en nú er komið að tímamótum. Það hefur legið fyrir í nokkurn tíma að Keiluhöllin í Öskjuhlíð myndi loka þar sem að við erum með ákveðið fasteignaþróunarverkefni í undirbúningi þar. Því er ánægjulegt að svo öflugur hópur sé að taka við kyndlinum í Egilshöllinni”, segir Rúnar Fjeldsted.

Í Keiluhöllinni í Egilshöll er öll aðstaða og búnaður í heimsklassa og fékk veitingaaðstaðan alþjóðleg verðlaun árið 2013. “Við erum að taka við virkilega fallegri Keiluhöll af Rúnari og Björk og Egilshöllin er fyrir löngu búin að sanna sig sem ein stærsta íþrótta-­‐ og afþreyingarmiðstöð Íslands. Okkar markmið er að auka veg og vanda Keiluíþróttarinnar ásamt því að auka þjónustu við einstaklinga, hópa og fjölskyldur í leit að afþreyingu og góðum mat. Keila er afþreying og íþrótt sem allir geta tekið þátt, Afi og Amma geta keppt við barnabörnin og allir þar á milli. Við munum síðan með haustinu opna nýjan og spennandi fjölskyldupizzastað í Keiluhöllinni”, segir Sigmar Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Keiluhallarinnar.

Guðsþjónustur á Æskulýðsdegi 1. mars

28 feb 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Bænahald, Féagsmiðstöðin Spönginni, Fjölnir knattspyrna, Grafarvogskirkja, Grunnskólar Grafarvogs, Prestar

Kirkjan kl. 11:oo
Æskulýðsmessa – Útvarpað verður frá messunni. Sr. Guðrún Karls Helgudóttir þjónar ásamt Evu Björk Valdimarsdóttur, framkvæmdarstjóra ÆSKÞ, Þóru Björgu Sigurðardóttur, æskulýðsfulltrúa lm_kross_a3_webGrafarvogssafnaðar og fjölda barna og unglinga. Vox populi og Stúlknakór Reykjavíkur í Grafarvogi syngja undir stjórn Hilmars Agnarssonar, organista og Margrétar Pálmadóttur.

Undanfarnar vikur hafa börn í barna- og æskulýðsstarfi kirkjunnar unnið með efnið „Ljós og myrkur“ sem samið var undir stjórn ÆSKÞ.  Tveir höfundar efnisins taka þátt í messunni, þar sem afraksturinn verður kynntur í formi myndbands, bæna og veggmynda.
Að lokinni messu verður veitingasala á vegum eldra-æskulýðsfélags kirkjunnar sem er á leið til Svíþjóðar.

Sunnudagaskóli – Umsjón hafa Ásthildur Guðmundsdóttir og sr. Sigurður Grétar Helgason. Undirleikari er Stefán Birkisson.

Kirkjusel kl. 13:00
Selmessa – Séra Sigurður Grétar Helgason þjónar ásamt messuþjónum. Kirkjuvinir syngja undir stjórn Hákos Leifssonar, organista.

Sunnudagaskóli -Umsjón hafa Ásthildur Guðmundsdóttir og sr. Sigurður Grétar Helgason. Undirleikari er Stefán Birkisson.

Æskulýðsdagurinn er mikill hátíðsdagur í kirkjunni og þú ert sérstaklega velkomin(n)!

Betri hverfi – Grafarvogur

26 feb 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Fjölnir knattspyrna, Menntamál

Kosin verkefni í Grafarvogi 2015.

Alls verðmerkt: kr. 117.000.000
Fjárheimild hverfis: kr. 40.842.366
Upphæð kosinna verkefna: kr. 37.000.000
Innsendir atkvæðaseðlar í hverfi: 1.079
Taldir atkvæðaseðlar í hverfi: 905

Eftirfarandi verkefni voru kosin:

  1. Gera áningarstað fyrir botni Grafarvogs með bekkjarborðum og upplýsingaskilti. 
    Bæta skógarsvæðið fyrir botni Grafarvogs með því að snyrta umhverfið, setja upp spjöld með upplýsingum auk þess að setja upp borð og bekki.
    Verð kr. 3.000.000
    Atkvæði: 554
  2. Gróðursetja tré meðfram fyrirhuguðum göngustíg norðan við gervigrasvöll við Egilshöll.
    Gróðursetja tré meðfram fyrirhuguðum göngustíg norðan við gervigrasvöll við Egilshöll.
    Verð kr. 1.000.000
    Atkvæði: 466
  3. Setja bekki og ruslastampa austan við göngubrúna yfir Korpu. 
    Setja bekki og ruslastampa austan við göngubrúna yfir Korpu.
    Verð kr. 1.000.000
    Atkvæði: 444
  4. Malbika fyrsta áfanga strandstígs, án lýsingar, undir Gufuneshöfða, frá Hamrahverfi
    Stígurinn er 1,3 km í heild sinni og er hér boðið upp á að malbika fyrsta hluta þeirrar leiðar, u.þ.b. frá Hamrahverfi.
    Verð kr. 10.000.000
    Atkvæði: 417
  5. Gróðursetja tré til skjóls í hæðina milli Korpúlfsstaða og Korpu. 
    Gróðursetja tré til skjóls í hæðina milli Korpúlfsstaða og Korpu.
    Verð kr. 3.000.000
    Atkvæði: 352
  6. Setja upp aðstöðu í Grafarvogslaug með köldu vatni til kælingar fyrir íþróttafólk og aðra. 
    Setja upp aðstöðu í Grafarvogslaug með köldu vatni til kælingar.
    Verð kr. 1.000.000
    Atkvæði: 347
  7. Gera betri beygju fyrir hjólandi vegfarendur bakvið biðstöð sunnan við Berjarima 7. 
    Gera betri beygju fyrir hjólandi vegfarendur bakvið biðstöð sunnan við Berjarima 7.
    Verð kr. 1.000.000
    Atkvæði: 322
  8. Gera upplýstan malbikaðan stíg í stað malarstígsins á milli Vættaskóla og Gullengis. 
    Gera upplýstan malbikaðan stíg í stað malarstígsins meðfram lóðamörkum í samræmi við skipulag.
    Verð kr. 4.000.000
    Atkvæði: 314
  9. Leggja malarstíg og setja útsýnisskilti á hæðina fyrir ofan Húsakóla. 
    Setja útsýnisskilti á hæðina fyrir ofan Húsaskóla sem telur upp helstu kennileiti Reykjavíkur og umhverfi hennar. Ef hugmyndin verður kosin verður lagður þjappaður malarstígur upp að skiltinu til þess að auðvelda aðgengi upp á hæðina.
    Verð kr. 1.500.000
    Atkvæði: 312
  10. Rathlaupabraut á Gufunesi. 
    Gera rathlaupabraut á Gufunesi.
    Verð kr. 1.500.000
    Atkvæði: 304
  11. Leggja malarstíg og setja útsýnisskilti á hæðina við enda Dísaborga.
    Leggja slóða og setja útsýnisskilti á hæðina við enda Dísaborga. Ekki er hægt að setja skiltið á klappirnar eins og talað er í hugmynd þar sem klappirnar eru friðuð fastmerki.
    Verð kr. 2.000.000
    Atkvæði: 260
  12. Gróðursetja milli lóða og hitaveitustokks við norðanverðan Borgarveg. 
    Gróðursetja milli lóða og hitaveitustokks við norðanverðan Borgarveg.
    Verð kr. 3.000.000
    Atkvæði: 257
  13. Setja þjappað malaryfirborð á stíginn á milli milli Laufengis og Engjaborgar/Engjaskóla. 
    Setja þjappað malaryfirborð á stíginn á milli Laufengis og Engjaborgar/Engjaskóla. Í upphaflegri hugmynd er talað um að malbika stíginn, en þar sem hann er friðaður er það ekki mögulegt. Hægt er að bjóða upp á að þjappa og bæta aðgengi hjóla og vagna um stíginn.
    Verð kr. 5.000.000
    Atkvæði: 191

 

Verkefni sem kosið var um en hlutu ekki kosningu:

  • Gera hjólabraut við útivistarsvæðið í Gufunesbæ. 
    Gera hjólabraut við útivistarsvæðið í Gufunesbæ.
    Verð kr. 15.000.000
    Atkvæði: 263
  • Koma upp hundagerði á Gufunessvæðinu. 
    Koma upp hundagerði á Gufunessvæðinu.
    Verð kr. 10.000.000
    Atkvæði: 218
  • Endurbæta leiksvæðið á milli Flétturima og Berjarima.
    Endurbæta leiksvæðið á milli Flétturima og Berjarima.
    Verð kr. 15.000.000
    Atkvæði: 171
  • Lagfæra og bæta valin opin leiksvæði í Hamrahverfi.
    Lagfæra opin leiksvæði í Hamrahverfi í samræmi við leiksvæðastefnu. Svæðin verða valin af umhverfis- og skipulagssviði með tilliti til ástands leiksvæða.
    Verð kr. 10.000.000
    Atkvæði: 160
  • Endurbæta opið leiksvæði við Frostafold 18-38. 
    Endurbæta opið leiksvæði við Frostafold 18-38.
    Verð kr. 15.000.000
    Atkvæði: 119
  • Endurbæta leiksvæði við Vesturhús. 
    Endurbæta leiksvæði við Vesturhús í anda leiksvæðastefnu svæðisins.
    Verð kr. 15.000.000
    Atkvæði: 76

Rótarýklúbburinn Reykjavík – Grafarvogur mun í samstarfi við Skákdeild Fjölnis efna til glæsilegrar skákhátíðar í Rimaskóla.

26 feb 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Barnastarf, Börn, Dansskóli Reykjavíkur, Félag eldriborgara í Grafarvogi, Fermingar í Grafarvogi, Fjölnir handbolti, Fjölnir knattspyrna, Grunnskólar Grafarvogs, Skák

Skákmót Rotary og Fjölnis 2015Ágætu foreldrar

Fjölmargir nemendur Rimaskóla hafa fengið kennslu í skák í skólanum í vetur. Margir hafa lýst áhuga sínum á að fá að taka þátt í skákmóti. Ég vil endilega vekja athygli á skákmóti Rótarý og Fjölnis sem verður í Rimaskóla á laugardaginn og hefst kl. 13:00. Nánar hér að neðan og auglýsing í viðhengi.

[su_button url=“http://grafarvogsbuar.is/wp-content/uploads/2015/02/2015_Rotary_Skakmot_A4-11.pdf“ target=“blank“ style=“3d“ background=“#1065bd“ radius=“0″]Skoða[/su_button]

Rótarýklúbburinn Reykjavík – Grafarvogur mun í samstarfi við Skákdeild Fjölnis efna til glæsilegrar skákhátíðar í Rimaskóla. Öllum grunnskólabörnum í Grafarvogi er boðin þátttaka hvort sem þau eru byrjendur eða lengra komin. Kjörorð hátíðarinnar er: Skák er skemmtileg. Auk þess að bjóða upp á glæsilega vinninga fyrir alls 50.000 kr þá bjóða Rótarýmenn öllum þátttakendum upp á ókeypis bíómiða og pítsur. Skákhátíðin hefst í Rimaskóla kl. 13.00 laugardaginn 28. febrúar.

Skákhátíð Rótarý og Skákdeildar Fjölnis er opið öllum grunnskólabörnum í Grafravogi og fer fram í hátíðarsal Rimaskóla. Ekkert þátttökugjald. Jón L. Árnason, stórmeistari og fyrrum heimsmeistari unglinga í skák, heiðrar skákhátíðina og leikur fyrsta leikinn. Verðlaunaafhending og happadrætti strax í lok skákhátíðar. Grunnskólanemendur og foreldrar þeirra eru hvattir til að taka tímann frá laugardaginn 28. febrúar og mæta á spennandi skákhátíð.

 

Skák

Talsvert meiri kjörsókn – hægt að kjósa til miðnættis

24 feb 2015
Kristjan Sigurdsson
0

KosningTalsvert meiri kjörsókn er í rafrænum íbúakosningum í Reykjavík í ár miðað við í fyrra. Á milli klukkan þrjú og fjögur í dag höfðu  5.700 manns kosið. Kosningunum lýkur á miðnætti í kvöld, þriðjudaginn 24. febrúar og því er enn hægt að greiða atkvæði.

„Kjörsóknin er talsvert meiri en í fyrra en þá voru ríflega 5.200 atkvæði talin upp úr hinum rafræna kjörkassa,“ segir Sonja Wiium verkefnisstjóri Betri hverfa 2015.

Þetta er í fjórða sinn sem rafrænar kosningar um Betri hverfi eru haldnar í Reykjavík. Kosningarnar snúast um smærri verkefni í hverfum borgarinnar en í þeim er kosið á milli innsendra hugmynda borgarbúa.

„Það er ánægjulegt að fleiri taki þátt í kosningunum nú en í fyrra,“ segir Sonja. „Talsvert fleiri sendu inn hugmyndir að verkefnum í haust þegar auglýst var eftir hugmyndum frá íbúum. Það má því merkja aukinn áhuga borgarbúa á þessu fyrirkomulagi.“

Kosningunum lýkur formlega á miðnætti í kvöld en kosningavefurinn verður opinn eitthvað fram eftir nóttu til að forðast álag sem getur myndast á vefinn við lokun. Reykjavíkurborg hvetur alla sem hafa náð 16 ára aldri og eiga lögheimili í Reykjavík til að kjósa á slóðinni https://kjosa.betrireykjavik.is

Kjörnefnd á vegum Reykjavíkurborgar hefur talningu strax í fyrramálið. Í henni sitja Helga B. Laxdal, skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjórnar, Sonja Wiium  verkefnisstjóri Betri Reykjavíkur og  Eggert Ólafsson gæðastjóri skrifstofu þjónustu og reksturs.

Úrslit kosninga ættu að verða ljós strax á fimmtudag.

Strákar úr Fjölni á landsliðsæfingum í knattspyrnu hjá U17 og U21

24 feb 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Fjölnir knattspyrna, Grafarvogur.

ksi-merkiEftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U17 liðs karla. Æfingarnar fara fram undir stjórn Halldórs Björnssonar þjálfara U17 landsliðs Íslands.

Djorde Panic  

Hallvarður Óskar Sigurðarson  

Torfi T. Gunnarsson

Ingibergur Sigurðsson  

Ísak Atli Kristjánsson

Ægir Jarl Jónasson

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingu vegna U21 liðs karla. Æfingarnar fara fram undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar þjálfara U21 landsliðs Íslands.

Birnir Snær Ingason

Hans Viktor Guðmundsson

Aðalfundur knattspyrnudeildar

23 feb 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Fjölnir knattspyrna, Grafarvogskirkja
Fjölnir knattspyrna

Fjölnir knattspyrna

Aðalfundur knattspyrnudeildar Fjölnis verður haldinn mánudaginn 23 febrúar í sportbitanum í  Egilshöll kl 19:00.

Dagskrá aðalfundar :
a)      Skýrsla stjórnar
b)      Ársreikningur lagður fram
d)      Kjör formanns
e)      Kjör stjórnarmanna
g)      Önnur mál

Hvetjum alla áhugasama til að koma.

Stjórnin

Konudagurinn í dag

22 feb 2015
Kristjan Sigurdsson
0

BlómavöndurÍ dag, 22. febrúar, er konudagurinn. Við hér á grafarvogsbuar.is óskum öllum konum til hamingju með daginn. Blómaverslanir og gjafavöruverslanir opnuðu árla morguns en það er til siðs að karlar gefi konum blóm eða aðra gjöf á þessum degi. Bakarar láta heldur ekki sitt eftir liggja og baka sérstaka konudagsköku í tilefni dagsins.

Til gamans og fróðleiks gert er ekki úr vegi að velta fyrir sér þessum merka degi, hver er uppruni hans og saga. Á vísindavefnum segir orðrétt.

Elstu bókfestu dæmi þess að orðið konudagur sé notað um fyrsta dag góumánaðar eru frá því um miðja 19. öld, en það gæti verið langtum eldra í talmáli. Góa er næstseinasti mánuður vetrarmisseris samkvæmt hinu forníslenska tímatali og nafnið sést í elstu handritum eða frá því um 1200. Óvíst er hvað orðið merkir upphaflega en orðsifjafræðingar hallast helst að því að það eigi eitthvað skylt við snjó.

Sú tilgáta fellur vel að stöðu hennar í ævintýralegri fornaldarsögu, þar sem faðir Góu er Þorri, afi hennar heitir Snær og langafinn Frosti en föðursystur Mjöll og Drífa. Þar er nafn hennar reyndar Gói. Eftir þeirri sögu strauk Gói brott með strák á Þorrablóti einu. Þorri lét halda blót til að leita um það frétta hvar hún væri niður komin. Það kölluðu þeir Góiblót. Seinna breyttist nafnmyndin úr Gói í Góa.

Sennilega hafa menn í heiðnum sið haldið einhverja smáveislu í upphafi hinna gömlu vetrarmánaða. Þetta hverfur úr opinberu lífi við kristnitökuna en virðist hafa haldist við sumstaðar í heimahúsum.

Frá lokum 17. aldar er til kvæði eftir séra Bjarna Gissurarson í Þingmúla um gömlu Góu sem gengur um bæi og skoðar í búrið hjá húsfreyju. Í bréfi frá séra Jóni Halldórssyni í Hítardal til Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn árið 1728, segir að bændur eigi að innbjóða Góu á sama hátt og húsfreyjur bjóði Þorra: ganga út fyrir dyr kvöldið fyrir góukomu og bjóða henni inn sem góðum virðingargesti með fögrum tilmælum um að hún væri sér og sínum létt og ekki skaðsöm. Þetta virðast vera leifar af beiðni til fornra vetrar- eða veðurvætta.

Í þjóðsögum Jóns Árnasonar frá 1864 er sá munur frá eldri heimildinni að þar eiga húsfreyjur að taka á móti Góu. Hér kann að vera munur milli héraða. Á Suðurlandi voru margir karlmenn á vertíð um þetta leyti svo það kom í hlut húsfreyju að bjóða Góu.

Þorrafagnaður í heimahúsum virðist hafa verið hálfgert feimnismál á öldum hins kristilega strangtrúnaðar. Enn síður er þó getið um Góufagnað. Bar þar tvennt til. Í fyrsta lagi byrjar góa alltaf á sunnudegi svo þá var hvort eð var um skárri mat að ræða en aðra daga vikunnar. Í öðru lagi lenti Góukoma oftast inni í langaföstu svo þá þótti enn síður við hæfi að hafa nokkurn gleðskap í frammi.

Sem áður sagði fer heitið konudagur á fyrsta degi góu að breiðast út eftir miðja 19. öld, ef til vill frá Þingeyingum. Elsta dæmið er frá Ingibjörgu Schulesen sýslumannsfrú á Húsavík og nokkrum áratugum síðar kemur það fyrir í sögum eftir Guðmund Friðjónsson á Sandi í Aðaldal. Um 1900 er það orðið þekkt um allt land og árið 1927 hlýtur það þá opinberu viðurkenningu að vera tekið upp í Almanak Þjóðvinafélagsins.

Á fjórða áratug síðustu aldar taka kaupmenn að auglýsa sérstakan mat fyrir konudaginn og sumar stúkur Góðtemplarareglunnar auglýsa kvöldskemmtanir á þessum degi um 1940. Um miðjan sjötta áratug síðustu aldar taka blómasalar að auglýsa konudagsblóm. Upphafsmaður þess mun hafa verið Þórður á Sæbóli í Kópavogi, en fyrsta blaðaauglýsing sem fundist hefur frá Félagi garðyrkjubænda og blómaverslana er frá 1957.

10 ungmenni frá Fjölni í landsliðsúrvali KKÍ – frábær árangur

21 feb 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Bænahald, Dansskóli Reykjavíkur, Fjölnir knattspyrna, Fjölnir körfubolti, Grafarvogur., KKÍ
Fjölnir karfa

Fjölnir karfa

Landsliðsþjálfarar yngri landsliða KKÍ hafa nú fækkað leikmönnum í æfingahópum sínum með þeim leikmönnum sem munu skipa landslið sumarsins 2015.

Ein æfingatörn er eftir í vor áður en fyrstu verkefni sumarsins hefjast, sem verður norðurlandamót yngri landsliða í maí hjá U16 og U18 liðunum.

[su_button url=“http://kki.is/frettir.asp?adgerd=ein&id=12800″ target=“blank“ style=“3d“ background=“#1065bd“ radius=“0″]Skoða listann[/su_button]

 

 

U15 stúlkna

Kristín María Matthíasdóttir · Fjölnir

Adríanna Sæþórsdóttir · Fjölnir

U18 karla

Adríanna Sæþórsdóttir · Fjölnir

Bergþór Ægir Ríkharðsson · Fjölnir

U16 drengja

Davíð Alexander Magnússon · Fjölnir

Sigmar Jóhann Bjarnason · Fjölnir

Þórður Ingibjargarson · Fjölnir

U15 drengja

Arnar Geir Líndal · Fjölnir

Daníel Bjarki Stefánsson · Fjölnir

Smári Sigurz · Fjölnir

 

 

« First‹ Previous128129130131132133134Next ›Last »
banner
banner
banner
banner
banner
banner

Gagnlegir tenglar

  • HEILSUGÆSLAN
  • AUSTURMIÐSTÖÐ
  • HVERFIÐ MITT
  • MOJE_S_SIEDZTWO
  • MANO_KAIMYNIST_JE
  • MY NEIGHBOURHOOD

Börnin okkar

  • FRAMHALDSSKÓLAR
  • GUFUNESBÆR
  • LEIK OG GRUNNSKÓLAR
  • SKÁTAFÉLAGIÐ HAMAR
  • TÓNLISTARSKÓLINN

GRAFARVOGSBÚAR Á FLICKR

Allur réttur áskilinn © 2025
www.grafarvogsbuar.is