• HEIM
  • HAFÐU SAMBAND
facebook
email
Dagur gegn einelti – Hvatningarverðlaun
Grafarvogskirkja
Korpúlfar félag eldri borgara í Grafarvogi
Árgangamót Fjölnis í knattspyrnu
Ungmennafélagið Fjölnir 
  • HEIM
  • FRÉTTIR
  • MYNDIR
    • MYNDIR ÚR HVERFINU
  • HVERFIÐ OKKAR
    • VIÐBURÐIR
    • GALLERÍ KORPÚLFSSTAÐIR
    • ATVNNULÍFIÐ
      • VERSLUNARKJARNAR
        • BREKKUHÚSUM
        • HVERAFOLD
        • KORPUTORG
        • LAUFRIMA 21
        • SPÖNGIN
      • Sorpa
        • HVERFISSKIPULAG REYKJAVÍKUR
        • Hlutverk
        • Pappír er ekki rusl
    • FÉLAGASAMTÖK
      • KORPÚLFAR – FÉLAG ELDRI BORGARA Í GRAFARVOGI
      • SKÁTARNIR
    • GRAFARVOGSKIRKJA
      • Fermingar 2020
      • KIRKJUBYGGINGIN
      • LOGAFOLD SAFNAÐARBLAÐ
    • GÖNGU OG HJÓLALEIÐIR
    • HVERFISRÁÐ
      • HVERFIÐ Í TÖLUM
    • Heilsugæsla í Grafarvogi
    • ÍTR
      • GUFUNESBÆR
    • KORT AF GRAFARVOGI
    • MENNING OG LISTIR
      • KARLAKÓR GRAFARVOGS
      • MENNINGARHÚS SPÖNGINNI
    • SAGA GRAFARVOGS
      • KORPÚLFSSTAÐIR
    • SKÓLARNIR Í GRAFARVOGI
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐVAR
      • FRAMHALDSSKÓLAR
      • FRÍSTUNDAHEIMILI
      • HEIMILI OG SKÓLI – LANDSSAMTÖK FORELDRA
        • FORELDRASÁTTMÁLINN
      • LEIK- OG GRUNNSKÓLAR
      • TÓNLISTARSKÓLINN
      • TÓNSKÓLI HÖRPUNNAR
    • STOLT GRAFARVOGS
    • ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐVAR
      • DAGFORELDRAR
        • DAGFORELDRAR Í HVERFINU
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐ Í SPÖNG
      • ELDRI BORGARAR
      • FERÐAÞJÓNUSTA FATLAÐS FÓLKS
      • FÉLAGSLEG RÁÐGJÖF
      • FÉLAGSLEGAR ÍBÚÐIR
      • FJÁRHAGSAÐSTOÐ
      • SÉRFRÆÐIAÐSTOÐ VIÐ GRUNNSKÓLA
      • SKAMMTÍMAVISTUN ÁLFALAND
  • AÐSENT EFNI
    • DALE CARNEGIE
      • NÆSTA KYNSLÓÐ
    • TAPAÐ – FUNDIÐ
    • JÓLIN Í GRAFARVOGINUM
  • ÍÞRÓTTIR
    • FJÖLNIR
      • Sumarnámskeið 2019
      • Sumarnámskeið 2018
      • Sumarnámskeið 2016
    • GOLFKLÚBBUR REYKJAVÍKUR – KORPA
    • ÍÞRÓTTIR OG ÚTIVERA
    • GRAFARVOGSLAUG
      • ALMENNAR UPPLÝSINGAR
  • UM OKKUR

Aðsent efni

Rimaskólaskáksveitirnar sópuðu til sín verðlaunum

26 apr 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Barnastarf, Börn, Grafarvogur, Íslandsmót Barnaskólasveita, Skák

Íslandsmót barnaskólasveita í skák 2015 var haldið í Rimaskóla helgina 25. -26. apríl. Metþátttaka var á mótinu, 48 skáksveitir og 5 þeirra frá Rimaskóla, A – E sveitir .

Miðað við frábæra frammistöðu helgina áður þegar Rimaskóli vann Íslandsmeistaratitil grunnskólasveita fimmta árið í röð var A sveit skólans talin ein af líklegustu skáksveitum til sigurs. Þriðja sætið varð að nægja að þessu sinni og bronsverðlaun mótisns. Skáksveit Hörðuvallaskóla í Kópavogi vann mótið og sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil.

 

IMG_6775VefurNansý Davíðsdóttir leddi A sveitina og fékk hæsta vinningsskor á 1. borði sem er frábær árangur. C sveitin, áhugasamir drengir í 4. bekk, stóð sig eiginlega best og vann flokk C liða og Íslandsmeistaratitill skáksveita í 4. bekk og yngri. Fimm áhugasamir strákar sem eiga framtíðna fyrir sér á skólamótum skipa þessa sveit. Önnur 4. bekkjar sveit, E sveit Rimaskóla, vann flokk E liða og var þetta í fyrsta sinn sem flestir þeirra taka þátt í Íslandsmóti.

 

 

IMG_6770VefurB sveit skólans var líka mjög sterk og náði bestum árangri B sveita ásamt B sveit Álfhólsskóla. Aðeins D sveitin lenti ekki upp á verðlaunapalli allra þessar 5 sveita Rimaskóla. D sveitin varð í 2. sæti. Öll þessi frábæra frammistaða Rimaskólakrakka þýddi það að bikurum og verðlaunapeningum rigndi yfir nemendur skólans, tveir bikarar og 25 verðlaunapeningar. Framtíðin er aldeilis björt í skáklistinni í Rimaskóla og ljóst að skólinn verður afreksskóli í skák annan áratug.

 

 

IMG_6789Vefur IMG_6781Vefur IMG_6786Vefur IMG_6790Vefur IMG_6792Vefur

 

Fuglaskoðun í Grafarvogi

25 apr 2015
Kristjan Sigurdsson
0

FuglarÞegar farfuglarnir okkar flykkjast heim til Íslands er vorið komið og sumarið á næsta leiti. Laugardaginn 25. apríl munu þeir Gunnar Þór Hallgrímsson, dósent við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, og Tómas Grétar Gunnarsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi, leiða gönguferð í Grafarvog þar sem farfuglarnir safnast saman. Ferðin er í röðinni Með fróðleik í fararnesti.

Þeir félagar munu bjóða upp á fræðslu um líf þeirra fugla sem ber fyrir augu en þátttakendur eru hvattir til að taka með sér sjónauka og gjarnan fuglabækur til að fletta í. Það verður samt án efa hægt að fletta duglega upp í þeim Gunnari Þór og Tómasi Grétari enda miklir fuglasérfræðingar og með margra ára reynslu í rannsóknum á fuglum himinsins.

Margir af þeim farfuglum sem halda nú til í Grafarvogi eru langt að komnir. Ótrúleg ratvísi farfugla hefur enda lengi verið rannsóknarefni vísindamanna.

Brottför verður kl. 11 á laugardag og mun hópurinn ganga saman frá bílastæðinu við Grafarvogskirkju. Við mennirnir þurfum að sætta okkur við að ferðast með fótunum á sama tíma og fuglarnir svífa um himinninn.

 

Flugmessa í annað sinn á Íslandi 26.apríl

24 apr 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Bænahald, Bænir, Féagsmiðstöðin Spönginni, Félag eldriborgara í Grafarvogi, Flugfólk, Flugfreyjukórinn, Flugmessa, Grafarvogskirkja, Prestar

Flugfólk í GrafarvogskirkjuFyrir tíu árum var fyrsta Flugmessan haldin í Grafarvogskirkju.

Nú hefur flugfólk á Íslandi ákveðið að halda aðra flugmessu kl. 11.00 sunnudaginn 26. apríl.

Hátíðarhöldin hefjast með því að þyrla Landhelgisgæslunnar lendir við Grafarvogskirkju kl. 10:30,

með presta og fleiri sem taka þátt í messunni.

Flugkappinn, flugstjórinn Arngrímur Jóhannsson flytur hugvekju.

Flugfreyjukórinn syngur undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar tónlistarmanns.

Organisti er Ólafur W. Finnsson flugstjóri.

Séra Vigfús Þór Árnason sóknarprestur mun þjóna fyrir altari.

Einsöngur og tónlistaratriði verða flutt af „flugfólki“.

Eftir messu er  boðið upp á kaffi og meðlæti.

 

Allir eru boðnir velkomnir, „flugfólk“ er beðið um að mæta í einkennisklæðnaði sínum,

sem er notaður í dag eða var það á sínum tíma.

[su_youtube url=“https://youtu.be/OVzxuP3p4sc“]

IMG_1163Vefur IMG_1165Vefur IMG_1167Vefur IMG_1172Vefur IMG_1176Vefur IMG_1187Vefur IMG_1188Vefur IMG_1191Vefur IMG_1193Vefur IMG_1194Vefur IMG_1196Vefur IMG_1197Vefur WP_20150426_11_03_03_ProVefur WP_20150426_11_28_29_ProVefur WP_20150426_11_28_36_ProVefur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

[su_button url=“http://grafarvogsbuar.is/grafarvogskirkja/flugmessa-haldin-i-annad-sinn-a-islandi/“]Skoða meira…[/su_button]

 

Bárður Örn, Mikael Maron og Nansý unnu Rótarý-bikarana á Sumarskákmóti Fjölnis

24 apr 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Barnastarf, Grafarvogur., Rimaskóli, Skemmtilegt, Sumarskákmót Fjölnis

Sumarskakmot FjolnirSkáksnillingar Grafarvogs og fjölmargir úr helstu skákskólum höfuðborgarsvæðisins voru sannarlega í sumarskapi á Sumarskákmóti Fjölnis 2015. Mótið hefur sjaldan verið glæsilegra og betur mannað enda liður í Barnamenningarhátíð Reykjavíkurborgar og haldið með stuðningi Rótarýklúbbs Grafarvogs. Biðröð myndaðist við skráningu og alls voru það 62 efnilegir skákkrakkar sem hófu mótið sem hófst nokkuð stundvíslega í lok hverfishátíðarinnar í Rimaskóla. Mótið var jafnt og spennandi frá upphafi til enda og verðlaunin 20 greinilega eftirsótt. Bárður Örn Birkisson í Smáraskóla í Kópavogi sigraði mótið og eldri flokkinn með fullt hús, 6 vinninga sem er frábær árangur á svona sterku skákmóti. Mikael Maron Torfason 11 ára Rimaskólastrákur varð efstur allra í yngri flokk með 5 vinninga og Nansý Davíðsdóttir í Rimaskóla efst stúlkna með 4,5 vinninga. Þessi þrjú hlutu til eignar glæsilega Rótarýbikara. Aðstæður voru hinar bestu enda Rimaskóli vinsælasti skákstaður landsins. Skákstjórar voru þeir Helgi Árnason og Omar Salama alþjóðlegur skákdómari. Skákstarfi Fjölnis í vetur fer að ljúka en síðasta skákæfingin verður næsta miðvikudag kl. 17.00 í Rimavar skóla.

 

Skákmót Fjölnis sumardaginn 1. 2015 (3)Sumaskákmót Fjölnis Skákmót Fjölnis sumardaginn 1. 2015 (4)Sumaskákmót Fjölnis Skákmót Fjölnis sumardaginn 1. 2015 (8)Sumaskákmót Fjölnis Skákmót Fjölnis sumardaginn 1. 2015 (10)Sumaskákmót Fjölnis Skákmót Fjölnis sumardaginn 1. 2015 (16)Sumaskákmót Fjölnis Skákmót Fjölnis sumardaginn 1. 2015 (17)Sumaskákmót Fjölnis Skákmót Fjölnis sumardaginn 1. 2015 (21)Sumaskákmót Fjölnis Skákmót Fjölnis sumardaginn 1. 2015 (23)Sumaskákmót Fjölnis Skákmót Fjölnis sumardaginn 1. 2015 (24)Sumaskákmót Fjölnis Skákmót Fjölnis sumardaginn 1. 2015 (51)Sumaskákmót Fjölnis Skákmót Fjölnis sumardaginn 1. 2015 (52)Sumaskákmót Fjölnis Skákmót Fjölnis sumardaginn 1. 2015 (53)Sumaskákmót Fjölnis Skákmót Fjölnis sumardaginn 1. 2015 (54)Sumaskákmót Fjölnis Skákmót Fjölnis sumardaginn 1. 2015 (59)Sumaskákmót Fjölnis

 

 

Gleðilegt sumar

23 apr 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Barnastarf, Börn, Grafarvogur., Sumar

sunÓskum öllum gleðilegs sumars, njótum dagsins.

Vetur og sumar frusu saman og segir þjóðtrúin að það veiti á gott sumar samkvæmt þessu.

Sumardaginn fyrsta ber alltaf upp á fyrsta fimmtudag eftir 18. apríl og er því alltaf á tímabilinu frá 19.-25. apríl.
Samkvæmt íslenskri þjóðtrú boðar það gott sumar ef sumar og vetur frjósa saman, það er, ef það frystir aðfaranótt sumardagsins fyrsta. Það má því segja að sumarið sé alveg að koma, ef það er bara ekki þegar komið.

Ekki eru samt allir sammála þessu en við vonum það besta.

 

Embætti prests í Grafarvogsprestakalli auglýst

21 apr 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Bænahald, Embætti prests í Grafarvogskirkju, Fermingar í Grafarvogi, Grafarvogskirkja, Prestar, Þjóðkirkjan
Grafarvogskirkja 10 ‡ra

Prestar Grafarvogskirkju

Biskup Íslands auglýsir laust til umsóknar embætti prests í Grafarvogsprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, frá 1. ágúst 2015. Biskup Íslands skipar í embætti presta til fimm ára.

  • Í Grafarvogsprestakalli er ein sókn, Grafarvogssókn, með um átján þúsund íbúa og eina kirkju, Grafarvogskirkju, og Kirkjuselið í Spöng. Áhersla er lögð á fjölbreytt  helgihald og framsækni í boðun og safnaðarstarfi.
  • Grafarvogsprestakall er á samstarfssvæði með Grafarholtsprestakalli og Árbæjarprestakalli.
  • Um þjónustuskyldur prestsins fer eftir samþykktum kirkjuþings um innri málefni kirkjunnar.
  • Umsækjendur geri skriflega grein fyrir persónulegum upplýsingum, menntun sinni, starfsferli og öðru því sem þeir óska eftir að taka fram. Staðfest afrit af prófskírteini skal fylgja umsókn svo og upplýsingar um starfsþjálfun.
  • Umsækjendum ber að fylla út eyðublað þar sem biskupi er heimilaður aðgangur að sakaskrá viðkomandi umsækjanda. Skal undirrituð heimild þar um fylgja umsókninni. Eyðublaðið er á vef kirkjunnar, https://innri.kirkjan.is/pdf/samthykki-fyrir-oflun-upplysinga-ur-sakaskra.pdf
  • Valnefnd velur prest samkvæmt starfsreglum um val og veitingu prestsembætta nr. 1109/2011 og er stuðst við ráðgjafa í öllu umsóknarferlinu.
  • Við val á presti verður lögð sérstök áhersla á reynslu af fjölbreyttu safnaðarstarfi og helgihaldi. Einnig verður hæfni í mannlegum samskiptum og leiðtogahæfni lögð til grundvallar.
  • Heimilt er að óska eftir því að almennar prestskosningar fari fram samkvæmt 15. gr. starfsreglna nr. 1109/2011.
  • Um embættið gilda lög um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996, starfsreglur er kirkjuþing setur og samþykktir um innri málefni kirkjunnar. Einkum er vísað til starfsreglna um presta nr. 1110/2011.
  • Um laun og önnur kjör fer samkvæmt ákvörðun kjararáðs.
  • Upplýsingar um embættið og helstu lög og reglur sem um starfið gilda, eru veittar á Biskupsstofu, hjá sóknarpresti Grafarvogsprestakalls og hjá prófasti Reykjavíkurprófastsdæmis eystra.
  • Umsóknarfrestur um embættið rennur út 22. maí 2015.
  • Umsóknir sendist Biskupi Íslands, Biskupsstofu, Laugavegi 31, 150 Reykjavík.

Vísað er til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008.

Hjálmurinn skiptir höfuð máli – 23. apríl n.k.

21 apr 2015
Baldvin Berndsen
0
1.bekkur, Aðsent efni, Barnastarf, Börn, Eimskip, Grafarvogur., Hjálmaverkefnið, Kiwanis, Reiðhjólahjálmar

Blár hjálmur

 

Kiwanismenn úr Höfða, Grafarvogi og Eimskip efna til sannkallaðrar “hjálmaveislu” sumardaginn fyrsta þann 23. apríl n.k. þar sem þeir færa   um 250   börnum í 1. bekk grunnskóla Grafarvogs reiðhjólahjálm að gjöf.

Afendingin fer fram á plani Olís við Gullinbrú og hefst kl. 10 og þar verður ýmislegt gert til skemmtunar   m.a. dregið úr happadrættismiðum, þar sem heppinn fær reiðhjól að gjöf og fleira.

Kiwanismenn hafa gefið 1. bekkingum í grunnskólum   Grafarvogs reiðhjólahjálma allt frá árinu 2000 í góðri samvinnu við grunnskóla Grafarvogs, en nú hafa borgaryfirvöld tekið fyrir slíka afhendingu í skólum borgarinnar og hafa Kiwanismenn því þurft að leita annarra leiða til að koma þessu mjög svo þarfa öryggistæki til barnanna.

Kiwanismenn munu njóta aðstoðar Olís og Foreldrafélaga grunnskóla Grafarvogs við afhendinguna.

Sjáumst vonandi sem allra flest ásamt foreldrum barnanna þann 23. apríl n.k.

Þar sem rýmið á plani Olís er ekki mikið er óskað eftir því að foreldrar skilji bíla sína eftir heima ef það er mögulegt

 

Kiwanisfélagar úr Höfða, Grafarvogi

 

IMG_0994Hjálma afhending 2015 - Copy IMG_0995Hjálma afhending 2015 - Copy IMG_0996Hjálma afhending 2015 - Copy IMG_0999Hjálma afhending 2015 - Copy IMG_1002Hjálma afhending 2015 - Copy IMG_1003Hjálma afhending 2015 - Copy IMG_1004Hjálma afhending 2015 - Copy IMG_1006Hjálma afhending 2015 - Copy IMG_1009Hjálma afhending 2015 - Copy IMG_1010Hjálma afhending 2015 - Copy IMG_1011Hjálma afhending 2015 - Copy IMG_1012Hjálma afhending 2015 - Copy IMG_1013Hjálma afhending 2015 - Copy IMG_1015Hjálma afhending 2015 - Copy IMG_1017Hjálma afhending 2015 - Copy

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_1033Hjálma afhending 2015 IMG_1038Hjálma afhending 2015 IMG_1042Hjálma afhending 2015 WP_20150423_09_55_06_ProHjálma afhending 2015 WP_20150423_10_01_41_ProHjálma afhending 2015 WP_20150423_10_01_48_ProHjálma afhending 2015 WP_20150423_10_09_11_ProHjálma afhending 2015 WP_20150423_10_09_15_ProHjálma afhending 2015 WP_20150423_10_13_19_ProHjálma afhending 2015 WP_20150423_10_13_48_ProHjálma afhending 2015 WP_20150423_10_18_39_ProHjálma afhending 2015

 

 

 

 

 

 

 

Líf og fjör á Grafarvogsdeginum 2015

21 apr 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Börn, Grafarvogsdagurinn, Grafarvogur., Gufunesbær, Skemmtilegt, Sumdardagurinn 1., Verslunarmiðstöðin Spöngin
grafarvogsdagurinn_2014_baldvin_117

Frá Grafarvogsdeginum 2014

Grafarvogsdagurinn verður haldinn hátíðlegur í 18. sinn og fer hann að þessu sinni fram laugardaginn 30. maí. Vefurinn Grafarvogsbúar.is hitti Guðmund Pálsson, verkefnastjóra dagsins, og ræddi við hann um verkefnið.

Menning og mannauður í forgrunni

„Markmið dagsins er fyrst og fremst að sameina íbúa hverfisins og skapa þeim tækifæri og vettvang til að hittast og skemmta sér og öðrum“ segir Guðmundur. „Hér í hverfinu er öflugt félags- og menningarstarf og Grafarvogsdagurinn er frábært tækifæri til að draga fram þann mikla mannauð sem í því starfi býr. Það verður því stór þáttur í mínu starfi að ná sambandi og tengslum við fólk og félög og fá þau til samstarfs og skapa vettvang fyrir þá aðila til að láta ljós sitt skína“ bætir Guðmundur við.

Öflug aðkoma fyrirtækja og stofnanana

gp1

Guðmundur glaðbeittur með skátagítarinn

Að sögn Guðmundar hafa fyrirtæki og stofnanir lagt deginum lið í gegnum tíðina með margvíslegum hætti. „Starfsemi fyrirtækja og stofnana hér í hverfinu er að sjálfsögðu hluti af samfélaginu sem hér blómstrar og því mikilvægt að þessir aðilar taki einnig virkan þátt í hátíðarhöldunum. Stuðningur við einstök dagskráratriði, kynning á starfsemi, vörum og þjónustu eru allt mögulegar leiðir fyrir fyrirtæki og stofnanir til að hafa virka og beina aðkomu. Ég vona að okkur takist að eiga öflugt samstarf við alla þessa aðila og að þeir nálgist verkefnið þannig að þetta sé sameiginlegur vettvangur sem búa og starfa í hverfinu“ segir Guðmundur.

Fréttir af undirbúningi

„Ég tók þetta verkefni að mér fyrir nokkrum dögum síðan og hef notað tímann vel til að kynna mér hvernig þetta hefur farið fram á undanförnum árum. Næstu skref eru svo að hafa samband við félög, fyrirtæki og stofnanir og leita samstarfs“ segir Guðmundur og bætir við að hann sé bjartsýnn og að mikill áhugi sé hjá þeim sem hann hefur þegar verið í sambandi við.

Útfærslan í mótun

„Nákvæm útfærsla á dagskrá liggur ekki fyrir en hún skýrist betur þegar fyrir liggja nánari upplýsingar um aðkomu aðila að verkefninu. Ég sé þó fyrir mér að með því að virkja sem flesta til þátttöku náum við að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá á fjölmörgum stöðum í Grafarvoginum og að fólk verði á faraldsfæti og líti við sem víðast“. Guðmundir nefnir að dagurinn muni svo að líkindum ná hápunkti með sameiginlegri dagskrá við Spöngina.

Hver er maðurinn?

„Ég hef fjölbreyttan bakgrunn í margvíslegri verkefna- og viðburðarstjórnun og hef verið virkur í skátastarfinu alla tíð og sæki þangað mest af minni reynslu af undirbúningi og skipulagningu viðburða af þessu tagi“. Guðmundur leggur stund á meistaranám í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. „Það má segja að þetta verkefni falli eins og flís við rass við þau viðfangsefni sem ég er að takast á við í náminu sem snýst að stórum hluta um miðlun menningar með margvíslegum hætti og í sínu víðasta samhengi“ segir Guðmundur að lokum.

Áhugasamir hafi samband sem fyrst!

„Ég hvet alla þá sem hafa áhuga á að taka þátt í deginum með einhverskonar dagskrá, kynningu, opnu húsi eða samstarfi og stuðningi af hvaða tagi sem er, að hafa samband sem allra fyrst. Best er að senda mér línu á netfangið gudmundur.palsson@reykjavik.is eða slá á þráðinn í síma 692 6733“ segir Guðmundur og stekkur af stað enda í mörg horn að líta í þessu viðamikla verkefni.

/Baldvin Örn Berndsen

 

Litirnir fyrir Grafarvogsdaginn

 

 

Sumarskákmót Fjölnis 2015 verður haldið í Rimaskóla á sumardaginn fyrsta

20 apr 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Barnastarf, Börn, Fjölnir, Grafarvogur., Skák, Skemmtun
Skákmót í Rimaskóla

Skákmót í Rimaskóla

Hið árlega sumarskákmót Fjölnis verður haldið í Rimaskóla á sumardaginn fyrsta, n.k. frá kl. 14:00 – 16:00. Sumarskákmótið er að þessu sinni hluti af dagskrá Barnamenningarhátíðar Reykjavíkur og einnig á dagskrá hverfishátíðar Grafravogs sem að vanda er haldin í Rimaskóla.

Mótið hefst eins og áður segir í Rimaskóla kl. 14.00 og því lýkur rúmlega 16:00 með verðlaunahátíð þar sem afhentir verða þrír verðlaunagripir sem Rótarýklúbbur Grafarvogs gefur til mótsins. Bikarana hljóta sigurvegari eldri flokks 1999-2003, sigurvegari yngri flokks og sigurvegari stúlkna.

Að vanda eru ótrúlega margir vinningar á skákmótum Fjölnis og nú eru það 20 bíómiðar á SAMbíó – Egilshöll sem dreifast á 20 þátttakendur. Í skákhléi verða seldar veitingar á 300 kr.

Mótið er ætlað nemendum grunnskóla og er þátttaka ókeypis. Tefldar verða sex umferðir með sex mínútna umhugsunartíma. Skákstjórar verða þeir Omar Salama alþjóðlegur skákdómari og Helgi Árnason formaður Skákdeildar Fjölnis. Fjölmennum á skákmót Fjölnis

« First‹ Previous121122123124125126127Next ›Last »
banner
banner
banner
banner
banner
banner

Gagnlegir tenglar

  • HEILSUGÆSLAN
  • AUSTURMIÐSTÖÐ
  • HVERFIÐ MITT
  • MOJE_S_SIEDZTWO
  • MANO_KAIMYNIST_JE
  • MY NEIGHBOURHOOD

Börnin okkar

  • FRAMHALDSSKÓLAR
  • GUFUNESBÆR
  • LEIK OG GRUNNSKÓLAR
  • SKÁTAFÉLAGIÐ HAMAR
  • TÓNLISTARSKÓLINN

GRAFARVOGSBÚAR Á FLICKR

Allur réttur áskilinn © 2025
www.grafarvogsbuar.is