- HEIM
- FRÉTTIR
- MYNDIR
- HVERFIÐ OKKAR
- AÐSENT EFNI
- ÍÞRÓTTIR
- UM OKKUR
Minni á skákæfingu Fjölnis á morgun, fimmtudaginn 1. okt . kl. 16:30 – 18:00
Dagskrá :
Kl. 16.15 Húsið opnar – upphitun og allir hjálpast að við að raða upp töflunum
Kl. 16.35 Skákmót í tveimur stofum – 3 umferðir
Kl. 17.15 Skákhlé og hagstæðar veitingar
Kl. 17.30 Skákmót í tveimur stofum – 2 umferðir
Kl. 18.00 Verðlaunahátíð og happadrætti
Nóg pláss , sprittbrúsar og stutt í vaska þar sem hægt er að þvo sér um hendur – Munum hreinlæti á milli skáka.
Hlakka til að hitta krakkana á morgun. Minni alla á Facebook síðu Skákdeildar Fjölnis og bið þá sem ekki þegar hafa gert það að „vingast“ við þessa áhugaverðu síðu sem við uppfærum með fréttum og myndum að lokinni hverri skákæfingu.
Næstu skákæfingar og skákmót – Takið tímann frá
1. okt. Skákæfing Fjölnis Rimaskóla fimmtudag kl. 16.30 – 18.00
8. okt. Skákæfing Fjölnis Rimaskóla fimmtudag kl. 16.30 – 18.00
15. okt. Skákæfing Fjölnis Rimaskóla fimmtudag kl. 16.30 – 18.00
17. okt. Íslandsmót ungmenna í Brekkuskóla á Akureyri fyrir börn á aldrinum f. 2004 – 2013 Sjá www.skak.is
22. okt. BORGIR Spönginni fimmtudag kl. 13:00 – 15:15 Heimsókn í vetrarleyfinu til Korpúlfa. Æskan og Ellin skákmót, veitingar og verðlaun
26. okt. Hlaðan Gufunesbæ mánudag kl. 13:15 – 15.30 Vetraleyfisskákmót Skákdeildar Fjölnis og Gufunesbæjar frístundamiðstöðvar. Veitingar og áhugaverð verðlaun
29. okt. Skákæfing Fjölnis Rimaskóla fimmtudag kl. 16.30 – 18.00
31. okt. Íslandsmót unglingasveita laugardag kl. 13:00 – 17:00 í Garðaskóla Garðabæ. Skákdeild Fjölnis ætlar að senda skáksveitir til leiks og flestum æfingakrökkum boðið að vera með
Með kveðju Helgi skak@fjolnir.is
Íbúaráð Grafarvogs óskaði eftir aukafundi í ráðinu sem fer fram fimmtudaginn 24. september klukkan 16:00. Óskað var eftir þessum fundi til þess að ræða þrjú mikilvæg málefni sem snerta íbúa Grafarvogs.
Þessi mál eru breytingar á skóla- og frístundastarfi í norðanverðum Grafarvogi, samgöngubætur vegna breytinga á skóla- og frístundastarfi í norðanverðum Grafarvogi og tillögur um breytingar á hámarkshraða víða í Grafarvogi.
Þrjú mjög mikilvæg málefni fyrir íbúa. Hægt er að senda spurningar inn á meðan á fundinum stendur í gegnum tölvupóstinn ibuarad.grafarvogur@reykjavik.is
Það er gríðarlega mikilvægt að íbúar láti sig málefni hverfisins varða og taki þátt í öllum ákvarðanatökum er snerta hverfið.
Því vill ég hvetja ykkur öll til þess að fylgjast með fundinum í gegnum fésbókarsíðu Reykjavíkurborgar og senda inn spurningar og athugasemdir.
Við þetta tilefni birtum við glænýja vefsíðu félagsins https://www.vogabuar.is og bjóðum 50% afslátt af félagsgjöldum fyrstu önnina 7.500kr í stað 15.000kr.
Nafnið ætti að vera eldri Grafarvogsbúum kunnugt þar sem annar helmingur félagsins hét Vogabúar við stofnun 1988 og allt fram að sameiningu við Dalbúa árið 2002 þegar nafnið Hamar var tekið upp á sameinuðu félagi. Lagt hefur verið til að bakvarðasveit félagsins taki upp nafnið Hamar, enda klettur í starfi félagsins.
Framundan eru spennandi tímar hjá Vogabúum og fyrirhuguð mikil uppbygging á skátastarfi í Grafarvogi og Grafarholti. Stefnt verður á að halda úti starfsemi í öllum aldurshópum ásamt því að innleiða fjölskylduskátastarf líkt og Skjöldungar hafa gert við góðar undirtektir.
Mánaðarþemu hafa verið skipulögð og byggja þau á færnimerkjum skátastarfsins í anda útivistar, sköpunar, björgunar, meðhöndlun tóla og framkomu með leik og söng. Skátahreyfingin er uppeldishreyfing sem leggur áherslu á útilíf, sjálfsbjargarviðleitni, jafnrétti og jafningjafræðslu.
Kynningardegi sem átti að halda á morgun hefur verið frestað vegna Covid frétta í dag en stefnt verður á að halda hann við fyrsta tækifæri þegar aðstæður í samfélagi okkar leyfa. Skátastarfið hefst formlega á miðvikudaginn 23.9 með fundum í öllum flokkum.
Vogabúar bjóða unga sem aldna íbúa í Grafarvogi og Grafarholti velkomna að kynna sér Vogabúa og taka þátt í að byggja upp skátastarfið í hverfunum með okkur.
Helgi Árnason fyrrverandi skólastjóri Rimaskóla skrifar mikilvægan pistil um hvernig má innleiða skák i skóla með frábærum árangriSkákin er minn styrkleiki – Markviss skákþjálfun í RimaskólaSkák er ekki bara skemmtileg heldur hafa margar rannsóknir sýnt að skákin hefur margvísleg bætandi áhrif á námsárangur og félagsfærni og sumir ganga svo langt að segja að skák geri okkur gáfaðri.1,2 Rimaskóli í Grafarvogi var stofnaður árið 1993 og hefur frá upphafi notið athygli og frægðar fyrir árangur nemenda í skákíþróttinni. Skólinn hefur unnið ótal sigra á Íslands-og Reykjavíkurmótum og auk þess unnið Norðurlandamót grunnskólasveita í sex skipti, oftar en nokkur annar skóli á Norðurlöndum fyrr og síðar.
Hefð hefur skapast í skólanum fyrir því að allir nemendur fái tækifæri á að kynnast grunnatríðum skáklistarinnar og sérstaklega verið ýtt undir áhuga þeirra sem ná góðum árangri með því að veita þeim spennandi tækifæri við taflborðið með þátttöku í skákmótum og viðburðum sem tengjast skákíþróttinni bæði innanlands og erlendis. Skólinn hefur fengið til liðs við sig færustu skákkennara landsins, auk þess sem eldri nemendur reynast áhugasamir um að leiðbeina þeim yngri í formi jafningjafræðslu. Kennslan fer fram með fjölbreyttum hætti, svo sem í hópatímum, einkakennslu, gegnum tölvur og með stuttum hraðskákmótum sem reynst hefur hvað vinsælast hjá nemendum. Skákstarfið í Rimaskóla hefur ekki einungis miðast við afreksstarfið heldur hefur ekki síður hefur verið lögð áhersla á jafna þátttöku stúlkna og drengja í skák. Öll börn geta náð undraverðum framförum í skákinni ef þau fá til þess tækifæri og stuðning. Skólinn hefur lagt áherslu á skákiðkun nemenda sem eiga við námsörðugleika að stríða, kljást við einhverfu, ofvirkni og athyglisbrest og/eða lágt sjálfsmat og félagslega einangrun. Skák er skemmtileg og gefur öllum tækifæri á að taka þátt. Árið 2016 hlaut Rimaskóli myndarlegan styrk úr Sprotasjóði fyrir verkefnið „Skákin er minn styrkleiki“. Markmið verkefnisins var að höfða til áðurnefnds hóps sem áttu við hina ýmsu námserfiðleika og einbeitingarleysi að stríða.
Skólinn réð Björn Ívar Karlsson skákkennara til verksins sem stóð yfir skólaárið 2016 – 2017 og rúmlega 20 nemendur Rimaskóla nýttu sér. Árangur verkefnisins reyndist ótvíræður. Skákin bætti rökhugsun, einbeitingu, þolinmæði og ákvarðanatöku þessara nemenda auk hæfni þeirra til að hugsa fram í tímann. Skákiðkunin nýttist þeim til góðs í námi, einkum stærðfræði og öðrum raungreinum. Þegar leið á skólaárið gekk þessum nemendum betur að halda einbeitingu við skákborðið. Einbeitingin sást samhliða í hefðbundum greinum með skipulagðari og markvissari vinnubrögðum. Skákiðkunin hafði því margvísleg jákvæð áhrif á þá nemendur sem sóttu verkefnið. Mörg þeirra fóru að æfa skák utan skóla, tóku þátt í skákmótum fyrir hönd Rimaskóla eða ein og sér. Þetta gaf þeim aukið sjálfstraust í hópnum og nokkur uppgötvuðu sig sem „sterkustu“ skákmenn bekkjarins. Þessir nemendur tóku skákæfingar og skák á netinu fram yfir aðra tölvuleiki. Skákin reyndist því í mörgum tilfellum nýtt og jákvætt áhugamál heima fyrir, t.d. með því að krakkarnir tefldu við foreldra sína, ættingja og vini. Árangur og niðurstöður Rimaskóla með verkefnið „Skákin er minn styrkleiki“ og þær kennsluaðferðir sem valdar voru til að ná settum markmiðum hafa vakið athygli og verið kynntar skákkennurum og skólafólki, og Rimaskóli hefur veitt öðrum skólum kennslufræðilega ráðgjöf og leiðsögn á þessum vettvangi.Skák er skemmtileg hafa verið einkunnarorð í Rimaskóla allt frá byrjun. Það er vel haldið utan um allt skipulag sem viðkemur skákinni í skólanum, kennslan fer fram í velútbúinni og bjartri skólastofu þar sem skjávarpi og vönduð skáksett eru til staðar. Í skápum á göngum prýða svo á annað hundrað verðlaunagripa, myndir og viðurkenningarskjöl. Í nærfellt 20 ár hefur skákin þannig skipað stóran sess Rimaskóla og hefur – ásamt öðrum íþróttum – eflt sjálfmynd skólans og nemenda hans.1. https://www.stjornarradid.is/…/skyrsla-nefndar-um-skak.pdf2. https://www.brainscape.com/…/brain-benefits-of-playing…/
Sæl öll. Frábær fyrsta æfing sl. fimmtudag. 40 krakkar mættu og gerður sitt besta við að tefla og vera skemmtileg og jákvæð.
Minni á næstu skákæfingu á morgun fimmtudag kl. 16.30 – 18.00 í Rimaskóla.
Þeir sem eru að koma af annarri íþróttaæfingu og þurfa að mæta e-ð aðeins of seint geta alltaf dottið inn í dagskrána og verið með í skákkeppni og þegið skúffuköku.
Nóg pláss , sprittbrúsar og stutt í vaska þar sem hægt er að þvo sér um hendur.
Hlakka til að hitta krakkana á morgun. Minni alla á Facebook síðu Skákdeildar Fjölnis og bið þá sem ekki þegar hafa gert það að „vingast“ við þessa áhugaverðu síðu sem við uppfærum með fréttum og myndumeftir hverja skákæfingu.
Með kveðju Helgi skak@fjolnir.is
Viljum minna ykkur á heimasíðu KORPÚLFA, en þar er að finna nánast alla helstu viðburði til áramóta.www.korpulfar.is
77
Í Grafarvogi fer fram mjög öflugt íþróttastarf svo eftir er tekið víða um land. Knattspyrnudeildin fer þar einna fremst á meðal.
Mikil áhersla er lögð á að allt barna- og unglingastarf Fjölnis skili sér í frambærilegum ungmennum og því til staðfestingar má benda á þær metnaðarfullu ráðningar á yfirþjálfurum knattspyrnudeildar sem ráðist var í nýverið í þeim Gunnari Má og Arngrími Jóhanni (Addi).
Gunnar Már mun leiða karlastarfið á meðan Addi verður yfir kvennastarfinu. Báðir eru þeir hámenntaðir í knattspyrnufræðunum og margra ára þjálfarareynslu. Ég er sannfærður um að þessi samvinna mun leiða gott af sér og við munum sjá þess merki fljótlega. Þetta er þó í grunninn langtímaplan í því að styrkja enn frekar þjálfun okkar iðkenda á öllum sviðum, allt frá þeim yngstu og upp úr bæði hjá stelpum og strákum, sem við hlökkum til að kynna fyrir ykkur betur á næstu misserum.
Stór hluti í starfsemi íþróttafélaga er að eiga lið í fremstu röð. Við Fjölnisfólk höfum átt lið meðal þeirra bestu, í efstu deild karla, í samtals átta tímabil, fyrst árið 2008, og nú í sex af síðastliðnum sjö tímabilum. Það síðastnefnda er meira en mörg félög geta sagt þrátt fyrir að sum hver þeirra hafa verið til í meira en 100 ár!Þetta tímabil, þrátt fyrir að því sé hvergi nærri lokið, fer í sögubækurnar fyrir margar sakir; sem dæmi þá er ólíklegt að það verði einhvern tímann aftur svona miklar raskanir á mótahaldi. Það eitt og sér gæti þó, til lengri tíma litið, gefið knattspyrnuhreyfingunni ákveðin svör um hvort og með hvaða hætti er hægt að lengja Íslandsmót framtíðarinnar – eins og rætt hefur verið um í mörg ár. Þess fyrir utan höfum við líklega öll heyrt orð eins og frestun, áhorfendabann og sóttkví oftar en við kærum okkur um.
Hinn virti íþróttablaðamaður Víðir Sigurðsson gefur út bók á hverju ári um íslenska knattspyrnusumarið. Hver veit, kannski mun bókin í ár, Íslensk knattspyrna 2020, vera líkari skáldsögu en sagnariti þegar litið verður til baka eftir einn áratug eða svo. En hvað um það.Það hefur verið á brattann að sækja á þessu keppnistímabili hjá báðum okkar meistaraflokksliðum og óþarfi að fara í einhverjar grafgötur með það.
Það er hins vegar mikilvægt að það komi skýrt fram að það er engan bilbug á okkur sem stöndum að félaginu að finna. Ég segi það alveg óhikað og kokhraustur; Fjölnir er demantur í íslensku íþróttalífi. Önnur félög óttast það sem við getum orðið. Ég er vitanlega langt frá því að vera hlutlaus en það er engu að síður mín persónulega skoðun að það sé hagur íslenskrar knattspyrnu að Fjölnir sé með lið í efstu deild. Þar eigum við heima og þar ætlum við að vera um ókomin ár.
Við erum stolt af báðum okkar meistaraflokksliðum. Í þeim erum við með hæfileikaríka og öfluga leikmenn sem eru fullfærir um að leggja á sig þá vinnu sem til þarf og sækja hagstæð úrslit. Tveir sigrar í næstu leikjum t.a.m. setur mótin í háaloft og allt getur gerst!Til þess þurfum við þó allar hendur upp á dekk. Það er nauðsynlegt að leikmenn, forráðamenn liðsins, stuðningsmenn og Grafarvogsbúar taki höndum saman og hjálpist við að tryggja sú verði raunin. Það er hægt að gera með því að leggja sitt af mörkum, t.d. með því að styrkja félagið með beinum fjárframlögum, gerast meðlimur í Baklandinu (sjá nánar hér http://fjolnir.is/knattspyrna/baklandid/), tala félagið upp á samfélagsmiðlum og/eða mæta á viðburði félagsins (þegar Covid og Þórólfur leyfa að sjálfsögðu).
Að lokum vil ég ítreka að með samvinnu og samstilltu átaki ætlum við að halda áfram að sækja markvisst fram og bæta í alla umgjörð og aðstöðu deildarinnar. Á þeim nótum má t.d. benda á alla þá flottu og góðu vinnu sem þegar hefur verið unnin á umgjörð meistaraflokkana á undanförum 6-12 mánuðum með tilkomu splunkunýrra búningsklefa í Egilshöll, nýtt sjúkraherbergi í Dalhúsum, fjárfesting í myndavélum, GPS vestum og öðrum búnaði. Allt þetta og meira til; við ætlum hvergi að slaka á.
Auðvitað er það svo að við getum bætt okkur á ýmsum sviðum en jafnframt megum við vera mjög stolt af okkar starfi og því sem hefur verið áorkað hingað til og vera óhrædd að tala út á við um það sem vel er gert. Fólkið (sjálfboðaliðinn) er hjartað í félaginu og eru þeir eitt af því mikilvægasta sem við eigum og auðvitað styrktaraðilarnir okkar, án þeirra kæmust við ekki langt.Ég hvet okkur öll til að standa saman, nú sem fyrr.
Látum ekki blekkjast af tímabundinni blindhæð. Hún er ekki áfangastaðurinn.
Áfram Fjölnir!
Kolbeinn Kristinsson,Formaður knattspyrnudeildar Fjölnishttp://fjolnir.is/2020/09/08/afram-fjolnir/
Sælir Skákforeldrar og skákmeistarakrakkar í Fjölni:
Skákdeild Fjölnis hefur í nokkur skipti staðið fyrir skákbúðum yfir tvo daga og eina nótt úti á landsbyggðinni, Úlfljótsvatni, Vatnaskógi og í Vestmannaeyjum.
Í öll skiptin hefur vel tekist til. Síðast var efnt til Skákbúða Fjölnis árið 2017.
Á þessu ári 2020 hefur Covid veiran valdið því að margir áhugaverðir viðburðir á vegum Reykjavíkurborgar hafa fallið niður, svo sem Barnamenningarhátíð, Menningarnótt, Listahátið og Grafarvogsdagurinn. Til þess að bæta börnum og unglingum upp þennan missi setti Reykjavíkurborg á fót verkefnið SUMARBORGIN 2020 sem styrkir verkefni og viðburði á vegum einstakra félaga og samtaka. Skákdeild Fjölnis fékk úthlutað einum myndarlegasta styrknum SUMARBORGIN 2020 frá Reykjavíkurborg til að standa fyrir skákbúðum sem öllum börnum og ungmennum Skákdeildar Fjölnis yrði boðið að taka þátt í.
Í stuttu máli þá mun Skákdeild Fjölnis að sjálfsögðu nýta styrk og stuðning Reykjavíkurborgar og bjóða upp á ókeypis ævintýraferð til Vestmannaeyja þar sem ferðast yrði með Herjólfi til og frá landi, gist í grunnskólanum. Dagskráin yrði blönduð skákkennslu og frjálsum leik, kvöldvöku og út að borða á veitingastað á laugardegi og sunnudegi.
Nú er bara að bíða aðeins á meðan á takmörkunum sóttvarnarlaga stendur. Skákdeild Fjölnis hefur þegar fengið til liðs við sig í skákbúðirnar þá frábæru skákkennara Helga Ólafsson stórmeistara og skólastjóra Skákskóla Íslands og Björn Ívar Karlsson skákkennara sem báðir tengjast Vestmannaeyjum sterkum böndum æskustöðva auk þess sem liðsmenn Fjölnis verða með í för.
Það skal tekið fram að skákbúðirnar eru í boði fyrir alla krakka sem æfa með Skákdeild Fjölnis. Við hjá skákdeildinni munum kalla eftir að áhugasamir foreldrar sláist í för með okkur til Eyja og horfum við þá ekki síst til foreldra yngstu skákkrakkanna sem gætu þar með slegið tvær flugur í einu höggi.
Vonandi verður hægt að koma skákbúðunum á í október en COVID óvissan setur okkur óljós tímamörk. Skákbúðirnar eru einstakur viðburður til gagns og ánægju og ekki síst vegna þess að þær eru ókeypis eins og annað sem Skákdeild Fjölnis stendur fyrir með góðum stuðningi aðila sem eru sannfærðir um gott og árangursríkt skákstarf meðal barna og unglinga í Grafravogi.
p.s. Kæru foreldrar. Skákdeild Fjölnis er með Facebook síðu þar sem greint verður frá æfingum og öðrum viðburðum skákdeildarinnar í vetur. Vinsamlegast gerist vinir Skákdeildar Fjölnis á FB 😃😅😁