Frístundamiðstöðin Gufunesbær : Dagskrá í vetrarfríi
Kæri foreldri
Meðfylgjandi er dagskrá Gufunesbæjar í vetrarleyfi grunnskólanna sem er dagana 19, 20 og 23 október nk. Frítt er á alla viðburði og ýmislegt í boði. Hlökkum til að sjá þig ?.
Fimmtudaginn 19. október
kl. 10:30 – 11:00 Gunnar Helgason rithöfundur verður með upplestur
kl. 11:00 – 12:00 Folf pútmót hjá Gufunesbæ
kl. 11:00 – 12:00 Ratleikur hjá Gufunesbæ
kl. 11:00 – 13:00 Kolun greina / kolamálun í lundinum
kl. 11:00 – 13:00 Petanque bak við Hlöðuna
kl. 11:00 – 13:30 Hveitiboltasmiðja í Hlöðunni
kl. 11:00 – 13:30 Spilasmiðja í Hlöðunni
kl. 11:00 – 13:30 Skilmósmiðja (larp) hjá Hlöðunni
kl. 11:00 – 14:00 Klifur í turninum
kl. 11:00 – 14:00 Útieldun í lundinum
kl. 12:00 – 13:00 Tálgun í lundinum
kl. 14:00 – 15:00 Bingó í Hlöðunni
kl. 15:00 – 17:00 Sundlaugarfjör í Grafarvogslaug
*Frítt í alla dagskrá
Einnig er hægt að sjá dagskrána hér á heimasíðu Gufunesbæjar:
https://www.gufunes.is
eða á facebook síðu Gufunesbæjar:
https://www.facebook.com/events/592996830824081/?acontext=%7B%22ref%22%3A%223%22%2C%22ref_newsfeed_story_type%22%3A%22regular%22%2C%22feed_story_type%22%3A%22117%22%2C%22action_history%22%3A%22null%22%7D






Stoppleikhópurinn frumsýnir leikrit um Lúther í Grafarvogskirkju 14. október kl. 14:00. Handrit og leikgerð er í umsjá Valgeirs Skagfjörðs og Stoppleikhópsins.
Guðsþjónusta kl. 11:00. Séra Grétar Halldór Gunnarsson þjónar. Barn verður borið til skírnar.
Listamenn á Korpúlfsstöðum opna vinnustofur sínar og taka á móti gestum laugardaginn 7. október kl.13-17. 



Herra- og konukvöld Fjölnis verða haldin 13. og 14. október nk. að Korpúlfsstöðum. Þetta eru orðnir árvissir viðburðir sem verða bara stærri og flottari með hverju árinu og yfirleitt komast færri að en vilja – enda um frábæra skemmtun að ræða!
Messa kl. 11:00 í Grafarvogskirkju.
Borgarstjóri fór í kynningu sinni yfir þau mál sem eru á döfinni í Grafarvogi í þjónustu og uppbyggingu innan hverfisins, en þar kennir margra grasa. Bryggjuhverfið er í hraðri uppbyggingu og mun stækka. Hann sýndi einnig nýjar myndir frá deiliskipulagsvinnu fyrir Ártúnshöfða sem taka mun miklum breytingum á næstu árum. 






