Leiksýning um Lúther í Grafarvogskirkju laugardaginn 14. október

Stoppleikhópurinn frumsýnir leikrit um Lúther í Grafarvogskirkju 14. október kl. 14:00. Handrit og leikgerð er í umsjá Valgeirs Skagfjörðs og Stoppleikhópsins.

Leikritið er ætlað fullorðnum og eldri börnum.

Valgeir Skagfjörð leikstýrir verkinu og munu ásamt honum þau Eggert A. Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir fara með hlutverk í sýningunni.Í verkinu skyggnist höfundur inn í æsku og uppvöxt Lúthers og reynir að varpa ljósi á það hvernig hann óx frá því að alast upp á fábrotnu alþýðuheimili upp í það að taka doktorspróf í guðfræði og setja fram gagnrýni á kaþólsku kirkjuna sem á þeim tíma þótti gjörsamlega óhugsandi. Þeir atburðir sem fylgdu í kjölfar þess að hann setti fram nýja sýn á kristna trú og inntak hennar urðu til þess að breyta viðhorfum alþýðufólks vítt og breytt um Evrópu og kristnum gildum til langframa.

Aðgangur ókeypis!

 

 

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.