LANDSNET STYRKIR GEÐHJÁLP OG LEIÐARLJÓS
Leiðarljós, stuðningsmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sjaldgæfa og alvarlega langvinna sjúkdóma, og Geðhjálp fengu í dag afhenta fjárhagsstyrki frá Landsneti sem ætlaðir eru til að styrkja hið góða og öfluga starf sem fram fer hjá þessum samtökum.
Hefð er orðin fyrir því hjá Landsneti að í stað þess að senda út jólakort til viðskiptavina er andvirði þeirra látið renna til verðugra málefna. Að þessu sinni urðu fyrir valinu samtökin Geðhjálp, sem gætir hagsmuna þeirra sem þurfa eða hafa þurft aðstoð vegna geðrænna vandamála, og stuðningsmiðstöðin Leiðarljós, fyrir fjölskyldur barna með sjaldgæfa og alvarlega langvinna sjúkdóma.
Forstjóri Landsnets, Þórður Guðmundsson, afhenti styrkina við athöfn hjá Landsneti í dag. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir veitti styrknum viðtöku fyrir hönd Geðhjálpar og Bára Sigurjónsdóttir fyrir hönd Leiðarljóss.