• HEIM
  • HAFÐU SAMBAND
facebook
email
Dagur gegn einelti – Hvatningarverðlaun
Grafarvogskirkja
Korpúlfar félag eldri borgara í Grafarvogi
Árgangamót Fjölnis í knattspyrnu
Ungmennafélagið Fjölnir 
  • HEIM
  • FRÉTTIR
  • MYNDIR
    • MYNDIR ÚR HVERFINU
  • HVERFIÐ OKKAR
    • VIÐBURÐIR
    • GALLERÍ KORPÚLFSSTAÐIR
    • ATVNNULÍFIÐ
      • VERSLUNARKJARNAR
        • BREKKUHÚSUM
        • HVERAFOLD
        • KORPUTORG
        • LAUFRIMA 21
        • SPÖNGIN
      • Sorpa
        • HVERFISSKIPULAG REYKJAVÍKUR
        • Hlutverk
        • Pappír er ekki rusl
    • FÉLAGASAMTÖK
      • KORPÚLFAR – FÉLAG ELDRI BORGARA Í GRAFARVOGI
      • SKÁTARNIR
    • GRAFARVOGSKIRKJA
      • Fermingar 2020
      • KIRKJUBYGGINGIN
      • LOGAFOLD SAFNAÐARBLAÐ
    • GÖNGU OG HJÓLALEIÐIR
    • HVERFISRÁÐ
      • HVERFIÐ Í TÖLUM
    • Heilsugæsla í Grafarvogi
    • ÍTR
      • GUFUNESBÆR
    • KORT AF GRAFARVOGI
    • MENNING OG LISTIR
      • KARLAKÓR GRAFARVOGS
      • MENNINGARHÚS SPÖNGINNI
    • SAGA GRAFARVOGS
      • KORPÚLFSSTAÐIR
    • SKÓLARNIR Í GRAFARVOGI
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐVAR
      • FRAMHALDSSKÓLAR
      • FRÍSTUNDAHEIMILI
      • HEIMILI OG SKÓLI – LANDSSAMTÖK FORELDRA
        • FORELDRASÁTTMÁLINN
      • LEIK- OG GRUNNSKÓLAR
      • TÓNLISTARSKÓLINN
      • TÓNSKÓLI HÖRPUNNAR
    • STOLT GRAFARVOGS
    • ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐVAR
      • DAGFORELDRAR
        • DAGFORELDRAR Í HVERFINU
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐ Í SPÖNG
      • ELDRI BORGARAR
      • FERÐAÞJÓNUSTA FATLAÐS FÓLKS
      • FÉLAGSLEG RÁÐGJÖF
      • FÉLAGSLEGAR ÍBÚÐIR
      • FJÁRHAGSAÐSTOÐ
      • SÉRFRÆÐIAÐSTOÐ VIÐ GRUNNSKÓLA
      • SKAMMTÍMAVISTUN ÁLFALAND
  • AÐSENT EFNI
    • DALE CARNEGIE
      • NÆSTA KYNSLÓÐ
    • TAPAÐ – FUNDIÐ
    • JÓLIN Í GRAFARVOGINUM
  • ÍÞRÓTTIR
    • FJÖLNIR
      • Sumarnámskeið 2019
      • Sumarnámskeið 2018
      • Sumarnámskeið 2016
    • GOLFKLÚBBUR REYKJAVÍKUR – KORPA
    • ÍÞRÓTTIR OG ÚTIVERA
    • GRAFARVOGSLAUG
      • ALMENNAR UPPLÝSINGAR
  • UM OKKUR

Aðsent efni

Réttindaganga í Gufunes

21 nóv 2014
Baldvin
0
Aðsent efni, Barnastarf, Börn, Réttindi

rettindiFrístundamiðstöðin Gufunesbær stóð fyrir réttindagöngu í tilefni af 25 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Börn af frístundaheimilum í Grafarvogi gengu fylktu liði frá Rimaskóla að Hlöðunni í Gufunesbæ en þau hafa á undanförnum dögum verið að kynnast efni Barnasáttmálans. Mörg þeirra báru spjöld sem þau höfðu búið til og skrifað á kröfur sínar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók þátt í göngunni og lýsti yfir ánægju sinni með þetta framtak barnanna.

Barnasáttmálinn var lögfestur hér á landi 2. febrúar 2013 og er nú hluti af íslenskri löggjöf. Það var mikilvægur áfangi því nú er Barnasáttmálinn lagður til grundvallar þegar fjallað er um réttindi og skyldur barna og ungmenna. Þetta er í fyrsta sinn sem frístundaheimilin í Grafarvogi fara í réttindagöngu, en stefnt er að því að hún verði árlegur viðburður.

Höfðinglegar móttökur á Hellu

20 nóv 2014
Baldvin
0
Aðsent efni, Fjölnir skák, Rimaskóli, Skák

IMG_5366vefurHöfðinglegar móttökur á Hellu

Þrjátíu skákkrökkum úr Rimaskóla var miðvikudaginn 19. nóv. boðið í heimsókn í Grunnskólann á Hellu á Rangárvöllum en þar hefur Björgvin Smári Guðmundsson kennari verið að efla skákstarfið og horft til Rimaskóla sem fyrirmynd í þessu uppbyggingarstarfi. Rimaskólakrakkar fengu höfðinglegar móttökur í þessum 150 nemenda skóla. Þeim var boðið í girnilegan hádegisverð fyrir skákmót sem haldið var í tilefni heimsóknarinnar og kaffiveitingar biðu þeirra að skákmóti loknu. Báðir skólarnir mættu með fjórar sjö manna sveitir. Rimaskóli skipti sínu liði upp í fjórar jafnar sveitir en skáksveitum Hellukrakka var skipt eftir bekkjum. Talsverður getumunur var á skáksveitunum en það var greinilegt að nemendum Grunnskólans á Hellu þótti mikil upphefð í því að tefla við nemendur Rimaskóla sem í rúman áratug hafa verið miklir afrekskrakkar á grunnskólamótum í skák bæði hérlendis og á Norðurlöndunum. Grunnskólinn á Hellu mun eftir áramót endurgjalda Rimaskóla heimsóknina og fjölmenna í Grafarvoginn með sama hætti.

Með kveðju

Helgi Árnason

Skólastjóri Rimaskóla

 

IMG_5358vefur IMG_5361vefur IMG_5382vefur

 

IMG_5367

Foldasafn flytur í spöngina – myndir

19 nóv 2014
Baldvin
0
Foldasafn, Spöngin

Starfsmenn bókasafnsins á fullu að flytja bækurnar í nýja húsnæðið í Spönginni.

Bókasafn flutningur (7)fyrir vefinn Bókasafn flutningur (8)fyrir vefinn Bókasafn flutningur (9)fyrir vefinn Bókasafn flutningur (12)fyrir vefinn

Fiskurinn hefur fögur hljóð

19 nóv 2014
Baldvin
0
Aðsent efni, Barnastarf, Bænahald, Börn, Klettaborg, Leikskólar.

Í leikskólanum Klettaborg er eru yngstu börnin að vinna með þulur.

Á báðum yngri deildum leikskólans, Hrafnakletti (börn 2-3ja ára) og Kríukletti (börn eins til tveggja og hálfs árs), hefur undanfarnar vikru verið unnið með fiska í þulum, s.s. Fagur fiskur í sjó og Fiskurinn hefur fögur hljóð.

Á Hrafnakletti eru ýmiss orð tekin út í þulunum, þau útskýrð, rædd og tengd við sambæileg orð. Sérstaklega er tekið út eitt orð í hverri þulu  t.d. í þulunni um Fiskinn sem hefur fögur hljóð, var orðið heiði tekið út og útskýrt nánar. Hvað er heiði? Höfum við komið upp á heiði? Hvar finnast heiðar? Eru vötn/ár uppi á heiðum? o.s.frv.

 

 

Á Kríukletti unnu börnin ljóð út frá myndum í þulunum:
Stúlka 1 árs og 7 mánaða:
Þarna
Þetta, þetta
Mjamm
Mjamm

Drengur 1 árs og 8 mánaða:
Fiskinn er myndin
Bátur
Fiskinn
Bátur
Namm, fiskinn

Stúlka 2ja ára og 1 mánaða
Sjór
Fiskinn, sjór
Bátinn
Þetta er bátinn
Háfinn
Ýsa
Kartöflur

 

 

Fjölnismaðurinn Jón Margeir setti fjögur Íslandsmet í sundi

18 nóv 2014
Kristjan Sigurdsson
0
Fjölnir, Grafarvogur., Sund

Jón Margeir SverrissonSundfólk úr Ungmennafélaginu Fjölni var atkvæðamikið á Íslandsmótinu í 25 metra í Ásvallalaug í Hafnarfirði um liðna helgi. Í sundi fatlaðra setti Jón Margeir Sverrisson fjögur Íslandsmet. Hann synti 200 metra fjór­sund, fyrst á 2:17,18 mín­út­um, og síðan á 2.15,44 mín­út­um. Hann synti 50 metra baksund á 29,73 sek­únd­um og 100 metra skriðsund á 53,41 sek­únd­um.

Kristinn Þórarinsson úr Fjölni varð tvöfaldur Íslandsmeistari fyrst í 100 metra baksundi á nýju Fjölnismeti og undir A-lágmarki á HM og svo í 100 metra fjórsundi einnig á nýju Fjölnismeti.

Af öðrum úrslitum hjá Fjölnisliðinu má nefna að Daníel Hannes Pálsson var í fjórða sæti í 100 metra skriðsundi á nýju Fjölnismeti. Steingerður Hauksdóttir varð í 6.sæti í 100 metra baksundi. Kristján Gylfi Þórisson hafnaði í 5.sæti í 100 metra baksundi og loks varð Hilmar Smári Jónsson í 8.sæti í 100 metra skriðsundi.

Dagskrá menningarhóps Korpúlfa nóv. og des. 2014

17 nóv 2014
Baldvin
0
Aðsent efni, Barnastarf, Grafarvogur., Korpúlfar, Menningarnefnd Korpúlfa

Bókmenntakynningarnar hefjast kl. 13:30 næstu fimmtudaga :

  1. Fimmtudaginn nóv, mun Lúkas Kárason bridgemeistari, rithöfundur,    tréskurðameistari, Korpúlfaskáld með meiru kynna nýútkomna bók sína Fjársjóðsleit á Ströndum og vera með upplestur.
  1. Fimmtudaginn nóv. mun Sigurbjörg Þrastardóttir Grafarvogsskáld með meiru kynna ljóðabækur sínar og bjóða upp á ljóðalestur og umræður um ljóð.

 

  1. Fimmtudaginn nóv. mun Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur kynna nýja bók sína Jólin hans Hallgríms sem er byggð á ævisögu Hallgríms Péturssonar og vera með upplestur upp úr bókinni.

 

  1. Fimmtudaginn desember mun Hjörtur Marteinsson Grafarvogsskáld með meiru koma í heimsókn hann fékk Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar í október s.l. fyrir ljóðahandritið „Alzheimer tilbrigðin“.

 

 

ALLIR HJARTANLEGA VELKOMNIR.

Menningahópurinn hvetur einnig félagsmenn til að kynna sér óperuna Ragnheiði eftir Gunnar Þórðarson í Hörpu, aukasýningar verða kl. 20:00 27. desember og 28. desember 2014. Ekki er hægt að taka frá miða, en nú þegar hafa margir Korpúlfar keypt sér miða. Þeir eru seldir á midi.is og mismunandi verð eftir sætaskipan.

Menningarnefnd Korpúlfa.

TORG – Skákmót Fjölnis laugardaginn 22. nóv í Rimaskóla

17 nóv 2014
Baldvin
0
Aðsent efni, Barnastarf, Fermingar í Grafarvogi, Fjölnir handbolti, Rimaskóli, Rimaskóli skák, Skákdeild Fjölnis

Skák

TORG skákmót Fjölnis í Rimaskóla næsta laugardag 22 nóvember

Eitt elsta barna-og unglingaskákmót landsins, TORG – skákmót Fjölnis, verður haldið í 11. sinn laugardaginn 22. nóvember.

Teflt verður í hátíðarsal Rimaskóla og hefst mótið kl. 11:00. Þátttakendur mæti tímanlega til skráningar.

Öllum skákkrökkum á grunnskólaaldri er heimilt að vera með í mótinu og er þátttaka ókeypis. Það eru fyrirtækin á TORGINU, verslunarmiðstöðinni Hverafold, CoCo´s – Nettó – Pizzan – Bókabúð Grafarvogs – Runni Stúdíóblóm sem gefa vinningana.

Óvæntir aukavinningar á laugardegi eru fjölmargir nammipokar og bíómiðar.

NETTÓ Hverafold býður öllum þátttakendum upp á veitingar í skákhléi og NETTÓ gefur einnig glæsilega verðlaunagripi fyrir sigurvegara í eldri, yngri-og stúlknaflokki.

Tefldar verða sex umferðir og umhugsunartími er sex mínútur á skák.

Mótstjórar verða þeir Helgi Árnason og Páll Sigurðsson. Skráning á staðnum í hátíðarsal Rimaskóla.

Heiðursgestur: Helgi Ólafsson stórmeistari

 

Foreldrum velkomið að fylgjast með og þiggja kaffisopa.

 

Opinn fundur stjórnkerfis- og lýðræðisráðs

17 nóv 2014
Baldvin
0
Aðsent efni, Barnastarf

FræðslufundurKjarvalsstaðir 17. nóvember kl. 17.15

Nýtt stjórnkerfis- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar mun halda opinn fund á Kjarvalsstöðum, mánudaginn 17. nóvember kl. 17.15. Yfirskrift fundarins er Málefni hverfanna

Formaður ráðsins Halldór Auðar Svansson mun bjóða fólk velkomið.
Hilmar Sigurðsson fjallar um hverfisráð og hverfalýðræði
Óskar Dýrmundur Ólafsson segir frá Breiðholtsverkefninu.
Eva Einarsdóttir varaformaður ráðsins flytur hugvekju í lok fundar.

Þetta er spennandi fundur sem er öllum opinn þátttakendum að kostnaðarlausu.

 

Innn­es kaup­ir Búr

16 nóv 2014
Baldvin
0
Aðsent efni, Fyrirtæki í Grafarvogi, Innnes

Heild­versl­un­in Innn­es ehf. gekk frá kaup­um á öllu hluta­fé Búrs ehf. þann
12. nóv­em­ber sl. eft­ir að Sam­keppnis­eft­ir­litið staðfesti kaup­in enda var það mat Sam­keppn­is­stofn­unn­ar að um óveru­lega samþjöpp­un sé um að ræða á þeim mörkuðum sem fyr­ir­tæk­in hafa starfað á.

Búr ehf. hef­ur sér­hæf­ir sig á ávaxta- og græn­met­is­markaði, inn­lend­um sem og inn­flutt­um vör­um og hef­ur boðið uppá yfir 400 vöru­liði í fersk­um ávöxt­um og græn­meti. Íslensk fram­leiðsla nem­ur um þriðjungi af sölu fyr­ir­tæk­is­ins.

Við sam­ein­ingu fyr­ir­tækj­anna und­ir nafni Innn­es verður til ein stærsta og öfl­ug­asta mat­vöru­heild­sala lands­ins með eitt fjöl­breytt­asta vöru­úr­val sem boðið er upp á mat­vörumarkaði á Íslandi. Að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu er til­gang­ur Innn­es með kaup­un­um á Búr að styðja við áfram­hald­andi vöxt á ferskvörumarkaði, stuðla að auk­inni neyslu og um leið hvetja til holl­ara mataræðis lands­manna en með kaup­un­um. Þá seg­ir að mark­mið Innn­es sé að vera ávallt í fara­broddi á sínu sviði hvað varðar vöru­fram­boð, þjón­ustu til viðskipta­vina sinna sinna og markaðssetn­ingu vörumerkj­anna.

Með samruna fyr­ir­tækj­anna verður velta Innn­es rúm­lega 9 milj­arða í veltu og 160 starfs­menn munu starfa hjá fyr­ir­tæk­inu eft­ir sam­ein­ing­una.

« First‹ Previous139140141142143144145Next ›Last »
banner
banner
banner
banner
banner
banner

Gagnlegir tenglar

  • HEILSUGÆSLAN
  • AUSTURMIÐSTÖÐ
  • HVERFIÐ MITT
  • MOJE_S_SIEDZTWO
  • MANO_KAIMYNIST_JE
  • MY NEIGHBOURHOOD

Börnin okkar

  • FRAMHALDSSKÓLAR
  • GUFUNESBÆR
  • LEIK OG GRUNNSKÓLAR
  • SKÁTAFÉLAGIÐ HAMAR
  • TÓNLISTARSKÓLINN

GRAFARVOGSBÚAR Á FLICKR

Allur réttur áskilinn © 2025
www.grafarvogsbuar.is