• HEIM
  • HAFÐU SAMBAND
facebook
email
Helgihald kyrruviku og páska í Grafarvogskirkju
Fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur 12. mars 2025
Keldnaland – niðurstöður samkeppni
Mjólkurbikar KSÍ 2024
Frábær árangur hjá 4 flokki kvenna í knattspyrnu á Barcelona girls Cup:
  • HEIM
  • FRÉTTIR
  • MYNDIR
    • MYNDIR ÚR HVERFINU
  • HVERFIÐ OKKAR
    • VIÐBURÐIR
    • GALLERÍ KORPÚLFSSTAÐIR
    • ATVNNULÍFIÐ
      • VERSLUNARKJARNAR
        • BREKKUHÚSUM
        • HVERAFOLD
        • KORPUTORG
        • LAUFRIMA 21
        • SPÖNGIN
      • Sorpa
        • HVERFISSKIPULAG REYKJAVÍKUR
        • Hlutverk
        • Pappír er ekki rusl
    • FÉLAGASAMTÖK
      • KORPÚLFAR – FÉLAG ELDRI BORGARA Í GRAFARVOGI
      • SKÁTARNIR
    • GRAFARVOGSKIRKJA
      • Fermingar 2020
      • KIRKJUBYGGINGIN
      • LOGAFOLD SAFNAÐARBLAÐ
    • GÖNGU OG HJÓLALEIÐIR
    • HVERFISRÁÐ
      • HVERFIÐ Í TÖLUM
    • Heilsugæsla í Grafarvogi
    • ÍTR
      • GUFUNESBÆR
    • KORT AF GRAFARVOGI
    • MENNING OG LISTIR
      • KARLAKÓR GRAFARVOGS
      • MENNINGARHÚS SPÖNGINNI
    • SAGA GRAFARVOGS
      • KORPÚLFSSTAÐIR
    • SKÓLARNIR Í GRAFARVOGI
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐVAR
      • FRAMHALDSSKÓLAR
      • FRÍSTUNDAHEIMILI
      • HEIMILI OG SKÓLI – LANDSSAMTÖK FORELDRA
        • FORELDRASÁTTMÁLINN
      • LEIK- OG GRUNNSKÓLAR
      • TÓNLISTARSKÓLINN
      • TÓNSKÓLI HÖRPUNNAR
    • STOLT GRAFARVOGS
    • ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐVAR
      • DAGFORELDRAR
        • DAGFORELDRAR Í HVERFINU
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐ Í SPÖNG
      • ELDRI BORGARAR
      • FERÐAÞJÓNUSTA FATLAÐS FÓLKS
      • FÉLAGSLEG RÁÐGJÖF
      • FÉLAGSLEGAR ÍBÚÐIR
      • FJÁRHAGSAÐSTOÐ
      • SÉRFRÆÐIAÐSTOÐ VIÐ GRUNNSKÓLA
      • SKAMMTÍMAVISTUN ÁLFALAND
  • AÐSENT EFNI
    • DALE CARNEGIE
      • NÆSTA KYNSLÓÐ
    • TAPAÐ – FUNDIÐ
    • JÓLIN Í GRAFARVOGINUM
  • ÍÞRÓTTIR
    • FJÖLNIR
      • Sumarnámskeið 2019
      • Sumarnámskeið 2018
      • Sumarnámskeið 2016
    • GOLFKLÚBBUR REYKJAVÍKUR – KORPA
    • ÍÞRÓTTIR OG ÚTIVERA
    • GRAFARVOGSLAUG
      • ALMENNAR UPPLÝSINGAR
  • UM OKKUR

Aðsent efni

Nýir flokkabílar í þjónustu borgarinnar

07 maí 2015
Baldvin Berndsen
0
Bílar, Grafarvogur, Grafarvogur., Ný tæki, Reykjavíkurborg, Skemmtilegt

Umhverfis- og skipulagssvið fékk í gær afhenta fimm nýja stóra flokkabíla til reksturs og umhirðu borgarlandsins. Valinn hópur starfsmanna þjónustumiðstöðvar og hverfastöðva Reykjavíkurborgar mætti til Kraftvéla og veitti bílunum móttöku.

  • Fjórir bílanna fara út á hverfastöðvar og einn á þjónustumiðstöð

    Fjórir bílanna fara út á hverfastöðvar og einn á þjónustumiðstöð

  • Mikil ánægja ríkti þegar starfsmenn tóku við nýjum bílum í gær

    Mikil ánægja ríkti þegar starfsmenn tóku við nýjum bílum í gær

  • Farið yfir búnaðinn. Allir nýju bílarnir eru með krana.

    Farið yfir búnaðinn. Allir nýju bílarnir eru með krana.

  • Starfsmenn Kraftvéla svöruðu spurningum.

    Starfsmenn Kraftvéla svöruðu spurningum.

    „Með tilkomu þessara bíla verða miklar breytingar á vinnuaðstöðu starfsmanna hverfastöðvanna sem starfa á þessum bílum,“ segir Hjalti J. Guðmundsson stjórnandi skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlandsins. Nýju bílarnir eru öflugri og betur tæknilega búnir en fyrirrennarar þeirra. Allir eru þeir með krana og pall sem hægt er að sturta af á þrjá vegu.  Sæti eru fyrir sjö manna öflugan vinnuflokk í hverjum bíl.

Bílarnir, sem eru af gerðinni IVECO, voru keyptir hjá Kraftvélum ehf. að undangengnu útboði Reykjavíkurborgar. Heildarverð þeirra með búnaði eru tæpar 60 milljónir.

Bílarnir verða notaðir í verkefni út á hverfastöðvunum og hjá Þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar sem oft er kennd við aðsetur sitt á Stórhöfða. Tveir bílanna fara á hverfastöðina við Jafnasel, tveir á hverfastöðina við Njarðargötu og einn í umferðarskiltadeild á Stórhöfða.  Nýju bílarnir leysa af hólmi gömlu appelsínugulu Benz flokkabílana sem hefur verið ekið um götur borgarinnar í mörg ár.

Email, RSS Follow

Sópar á fullu í borginni

06 maí 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Götuhreinsun, Grafarvogur, Reykjavík, Skemmtilegt, Sópar

Vorhreinsun er enn í fullum gangi í borginni en það tekur tíma að sópa og þvo götur, gangstéttir og stíga. Íbúar eru beðnir um að fylgjast með og færa bíla til fyrir sópunum svo þeir nái sem mestu.

  • Verið er að þvo götur í Grafarvogi og er þvotti lokið á Kjalarnesi.

    Allir tiltækir vélsópar og þvottabílar eru á fullu í borginni þessa dagana

Gert er ráð fyrir að vorverkunum í borginni, sópun og þvotti ljúki um 13. júní samkvæmt upplýsingum frá þjónustumiðstöð borgarlandsins.

Allir tiltækir vélsópar og þvottabílar eru á fullu í borginni þessa dagana. Nú er verið að forsópa götur í Miðborginni, gamla Vesturbænum og efra Breiðholti.

Forsópun gatna er lokið í Háaleiti og Kringlu, Gröndum, Melum og Skjólum, Ártúnsholti, Árbæ, Bæjum, Bryggjuhverfi, Hálsum, Grafarvogi, Grafarholti  og Úlfarsárdal  og Kjalarnesi.
Forsópun er ekki hafin í Laugardalshverfi, Hlíðum, Holtum, Norðurmýri, Teigum og Túnum, Fossvogi, Gerðum, Háaleitisbraut, Múlum  og Skeifu.

Sópun gönguleiða er lokið í póstnúmerum á Gröndum, Melum og Skjólum, Grafarvogi og Grafarholti og Úlfarsárdal. Verið er að sópa gönguleiðir í Miðborginni, gamla Vesturbænum, Leitum og Kringlu, Ártúnsholti, Árbæ, Bæjum, Bryggjuhverfi, Hálsum, Höfðum, Selási  og Ásum.

Sópun gönguleiða er ekki hafin í póstnúmeri 104, Heimum, Laugarási, Sundum og Vogum. Ekki heldur í póstnúmeri 105, þ.e. Hlíðum, Holtum, Norðurmýri, Teigum og Túnum,  póstnúmeri 108, þ.e. Fossvogi, Gerðum, Háaleitisbraut, Múlum og Skeifunni, póstnúmeri 109, þ.e. Breiðholti, Bökkum, Sel og Stekkjum né póstnúmeri 111, þ.e. efra Breiðholti.

Hreinsunarteymi borgarinnar er því nokkurn veginn á áætlun í austurhluta borgarinnar, en nokkrum dögum á eftir í vesturhlutanum eins og er, þar sem forsóp í 101 átti að klárast í síðustu viku samkvæmt áætlun.

Email, RSS Follow

Hreinsunarhelgi borgarbúa 8.-10. maí

05 maí 2015
Kristjan Sigurdsson
0
Aðsent efni, Grafarvogur., Hreinsun, Hreinsunardagar, Skemmtilegt

Lets-clean-up lítil fmFjölmargar borgir í Evrópu standa fyrir hreinsunarátaki helgina 8. – 10. maí bæði til að fegra umhverfið og vekja fólk til umhugsunar um neysluvenjur.

Reykjavíkurborg tekur þátt í evrópsku hreinsunardögunum 8. – 10. maí 2015. Markmiðið er að fegra ásýnd borgarinnar með því að taka til í hverfinu sínu og finna leiðir til að draga úr sóun með breyttum venjum.

Næsta helgi er kjörin fyrir íbúa, húsfélög, íbúasamtök og heilu göturnar til að fegra umhverfi sitt fyrir sumarið með því að safna rusli í svarta plastpoka. Starfsfólk Reykjavíkurborgar mun svo fara um hverfin mánudaginn 11. maí og tína pokana upp. Hér er ekki átt við garðaúrgang því fólk fer sjálft með hann á endurvinnslustöðvar SORPU bs. eða endurnýtir í garðinum til dæmis með moltugerð.

Mjög mikilvægt er að taka til eftir veturinn og fyrir sumarið því annars er hætta á mengun ef plast og annað rusl fýkur út á haf eða festist í trjám og runnum. Evrópsku hreinsunardagarnir eru einnig ætlaðir til að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi þess að ganga vel um umhverfi sitt og draga úr sóun.

Hér eru nokkur ráð til að draga úr rusli og sóun: Henda aldrei rusli út á götu, hætta að nota plastpoka til innkaupa og nota frekar margnota innkaupapoka, finna leiðir til að draga úr matarsóun, drekka kranavatn – ekki flöskuvatn, spara prentarann, endurnýta fatnað, samnýta stærri tæki eins og sláttuvélar, fara með skó í viðgerð í stað þess að henda þeim.

Reykjavíkurborg leggur nú metnað sinn í að hreinsa og fegra borgina og hvetur borgarbúa til að taka þátt í evrópsku hreinsunardögunum helgina 8. – 10. maí. Endurvinnslustöðvar SORPU bs. eru opnar og auk þess mun starfsfólk hverfabækistöðva borgarinnar sækja svarta ruslapoka sem komið hefur verið fyrir á völdum stöðum t.d. eftir hreinsunarátak í hverfisgötum. Borgarbúar fara sjálfir með stærri hluti, húsgögn og timbur en almennt rusl í svörtum ruslapokum er sótt.

Tenglar

The European Clean-Up Day.

Endurvinnslustöðvar SORPU.

Email, RSS Follow

Stórtónleikar Karlakór Grafarvogs

04 maí 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Grafarvogskirkja, Grafarvogur, Karlakór Grafarvogs, Undir Stórasteini

Undir Stórasteini 2015-Stórtónleikar í Grafarvogskirkju á fimmtudagskvöldið
Bergþór Pálsson óperusöngvari og Brynhildur Guðjónsdóttir söng- og leikkona munu flytja nokkrar af söngperlum bræðranna Jónasar og Jóns Múla Árnasona á stórtónleikum með Karlakór Grafarvogs í Grafarvogskirkju fimmtudagskvöldið 7. maí nk. k. 20:00.
Yfirskrift tónleikanna er Undir Stórasteini og dregur nafn sitt af samnefndu lagi úr hinum geysivinsæla söngleik Járnhausinn eftir þá bræður. Járnhausinn var frumfluttur í Þjóðleikhúsinu fyrir 50 árum, en í því verki er m.a. að finna lögin Án þín og Stúlkan mín, en þessi lög verða m.a. flutt á tónleikunum á fimmtudagskvöldið. Söngleikurinn Járnhausinn var sýndur alls 55 sinnum sem er til marks um vinsældir hans árið 1965.

[su_button url=“http://grafarvogsbuar.is/wp-content/uploads/2015/05/Fréttatilkynning-Karlakór-Grafarvogs-3-maí-2015_end.pdf“]Dagskráin….[/su_button]

 

 

Email, RSS Follow

Fjölnir sigraði ÍBV í fyrsta leiknum í Dalhúsum

03 maí 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Dalhús, Fjölnir, Fjölnir knattspyrna, Grafarvogur, Pepsídeildin
IMG_1276

Ólafur Páll Snorrason

Fjöln­ir sigraði ÍBV 1:0 á Fjöln­is­velli í fyrsta leik um­ferðar­inn­ar í Pepsi-deild karla í knatt­spyrnu, en spilað var í sól og blíðu.

Fjöln­is­menn voru tölu­vert beitt­ari í fyrri hálfleik en þeir Aron Sig­urðar­son og Þórir Guðjóns­son voru í því að ógna marki Eyja­manna.

Gest­irn­ir voru ein­fald­lega ekki klár­ir í fyrstu um­ferð deild­ar­inn­ar, en liðinu tókst þó að halda út hálfleik­inn.

Þórir Guðjóns­son kom Fjöln­ismönn­um verðskuldað yfir á 49. mín­útu leiks­ins. Hann slapp í gegn­um vörn Eyja­manna og kláraði af yf­ir­veg­un fram­hjá Guðjóni Orra Sig­ur­jóns­syni í mark­inu.

Aron Sig­urðar­son fékk gullið tæki­færi til að bæta við öðru marki stuttu síðar er hann átti skot í þverslá, en bolt­inn hafði þá viðkomu af varn­ar­manni Fjöln­is.

Fjöln­ir bar því sig­ur úr být­um í kvöld 1:0, en liðið er því með þrjú stig eft­ir fyrstu um­ferð.Næsti leik­ur er gegn Fylki 11. maí næst­kom­andi.

 

IMG_1272 IMG_1275 IMG_1277 IMG_1279

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

[su_button url=“https://www.facebook.com/pages/Grafarvogsb%C3%BAar/111119802396520?ref=hl“]Fleiri myndir…….[/su_button]

 

Email, RSS Follow

Nansý Davíðsdóttir Norðurlandameistari annað árið í röð

03 maí 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Barnastarf, Börn, Fjölnir, Grafarvogur, Rimaskóli, Skák
Nansý_vefur

Nansý

Norðurlandamótinu í skólaskák stúlkna 2015 var að ljúka í bænum Kolding í Danmörku. Sex íslenskar unglingalandsliðsstúlkur tóku þátt í mótinu og þar af tvær frá Fjölni, Nansý Davíðsdóttir 7-bekk Rimaskóla í C og yngsta flokki og Hrund Hauksdóttir í A og elsta flokki.

Fjölnisstúlkurnar stóðu sig langbest því að Nansý Davíðsdóttir (1676) varð Norðurlandameistari í yngsta flokki, hlaut 4,5 vinning úr 5 skákum og varð vinningi á undan helsta keppinaut sínum, sænsku stúlkunni Önnu Cramling Bellon (1925) sem er dóttir Piu Cramling fv. heimsmeistara kvenna í skák. Nansý varði titil sinn frá í fyrra en þá sigraði hún líka örugglega á Norðurlandamótinu sem haldið var á Bifröst.

 

IMG_Hrund_vefur

Hrund

Hrund stóð sig ekki síður vel því hún endaði í 1. – 2. sæti með 4 vinninga ásamt sænsku stúlkunni Jessica Bengtson. Jessica kom í mark á hærri stigaútreikningi en árangur Hrundar er athyglisverður þar sem hún var næst lægst á skákstigum af þeim 8 keppendum sem tefldu í A flokki.

Þær Hrund og Nansý hafa báðar hampað Norðurlandameistaratitlum með Rimaskóla, Hrund árið 2012 og Nansý árin 2011, 2012 og 2013.

 

Til hamingju Fjölnisstúlkur, frábær afrek hjá ykkur á NM.

 

Email, RSS Follow

Allt að verða klárt á Fjölnisvelli – Pepsdídeildin hefst í dag

03 maí 2015
Kristjan Sigurdsson
0
Fjölnisvöllur

Fjölnisvöllur kemur bara vel undan vetri. Undirbúningur fyrir leikinn á móti ÍBV stendur yfir og allt að verða klárt.

Pepsídeildin í knattspyrnu karla hefst í dag og taka þá Fjölnismenn á móti Eyjamönnum á Fjölnisvelli klukkan 17. Mikil spenna ríkir ávallt við upphaf Íslandsmótsins enda langt undirbúningstímabil að baki og eftirvænting hjá leikmönnum mikil að hefja leik fyrir alvöru. Þó nokkur breyting hefur orðið á leikmannahópi Fjölnis fyrir tímabilið og skiptir miklu máli að byrja deildina vel.

Stefnt er að því að hafa umgjörðina sem besta í kringum leikina á Fjölnisvelli í sumar og er vonast eftir að stuðningsmenn og Grafarvogsbúar láti ekki sitt eftir liggja í þeim efnum.

Við litum við á vallarsvæðið í Dalhúsum í morgun og stóð þá undirbúningur yfir á fullum krafti fyrir leikinn. Er ekki annað sjá en að völlurinn líti bara vel út miðað við árstíma.

Fólk er hvatt til að mæta tímanlega á leikinn, mynda góða stemningu og styðja vel við bakið á Fjölnismönnum.

[su_button url=“http://grafarvogsbuar.is/wp-content/uploads/2015/05/Leikskra_Fjolnir-IBV_1Umf1-_2015.pdf“]Leikskrá……[/su_button]

 

Email, RSS Follow

Ný fræðsluskilti um lífríki fjörunnar

02 maí 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Fuglalíf, Grafarvogur., Náttúruskilti, Reykjavík

Tvö ný fræðsluskilti hafa verið sett upp í Reykjavík og er viðfangsefni þeirra lífríki fjörunnar með áherslu á þörunga og smádýralíf. Skiltin eru á tveimur stöðum, annars vegar í Skerjafirði, nánar tiltekið við Faxaskjól í Vesturbæ Reykjavíkur, og hins vegar við Gorvík milli Víkur- og Staðahverfis í Grafarvogi, við göngustíginn sem liggur milli Geldinganess og Blikastaðakrór.

  • Skiltið í Skerjafirði.
    Skiltið í Skerjafirði.
  • Skiltið í Gorvík.
    Skiltið í Gorvík.

Skiltin eru hluti af fræðslustarfi Reykjavík-iðandi af lífi sem er fræðsluátak umhverfis- og skipulagssviðs um náttúru og lífríki Reykjavíkur. Á skiltunum má sjá fallegar myndir af algengustu tegundum af þörungum og smádýrum sem einkenna lífríki fjörunnar á hvorum stað fyrir sig. Myndirnar eru eftir Jón Baldur Hlíðberg, sem er landsþekktur fyrir teikningar sínar af dýrum og plöntum.

Í Skerjafirði eru viðamestu þangfjörur í Reykjavík. Þær eru fremur stórgrýttar en brim er með minna móti og því aðstæður mjög góðar fyrir ýmsar tegundir þörunga. Fjölbreytni þang- og þarategunda er því mikil og má vel sjá þá beltaskiptingu sem einkennir tegundaauðugar þangfjörur. Efst í fjörunni þar sem er þurrast eru dvergaþang og klapparþang einkennandi, um miðbik fjörunnar er klóþang ríkjandi ásamt bóluþangi og þangskeggi, neðarlega við flæðarmálið er sagþang algengast en einnig er mikið af smáum rauðþörungum eins og söl og fjörugrösum. Allra neðst er síðan þarabeltið sem fer einungis að hluta til upp fyrir sjávarborðið þegar stórstreymt er. Stórþari, hrossaþari og beltisþari eru algengustu þarategundirnar.  Dýralífið í þangfjörum Skerjafjarðar er sömuleiðis fjölskrúðugt. Sniglar eru einna mest áberandi, sérstaklega klettadoppur, þangdoppur og nákuðungar. Burstaormar eins og snúðormar, skerar og hreisturbakir eru algengir sem og liðdýr, einkum þanglýs, marflær og krabbar. Einnig má finna fiska eins og marhnút og sprettfisk í pollum neðarlega í fjörunni.

Gorvík er lítil vík rétt fyrir austan Geldinganes fyrir norðan Grafarvogshverfið. Þar er blönduð fjara, þónokkur þangfjara þótt ekki sé mjög stórgrýtt, en einnig sandfjara og leirur sem tengjast víðáttumiklu leirunum við Blikastaðakró eilítið austar. Tegundafjölbreytni þörunga er töluverð þó beltaskipting sé takmörkuð. Klóþang, söl og purpurahimna eru áberandi á sandfjörunni og einnig er mikið um sjórekinn þara. Í sandinum eru samlokur áberandi t.d. kúfskel og hjartaskel. Í leirnum eru burstaormar eins og sandmaðkur og í Gorvík hafa fundist risaskerar, stundum í miklum mæli, en þeir geta orðið allt að 25 sm langir.
Skiltin má sjá hér: Gorvík og Skerjafjörður.

Email, RSS Follow

Fjölnir tapaði fyrir Víking í hörkuleik.

30 apr 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Dalhús, Fjölnir handbolti, Grafarvogur

Víkingar eru komnir í Olís-deildina að ári eftir góðan sigur á Fjölni sem var þó ekkert auðveldur og Víkingar geta þakkað markverði sínum Magnúsi Gunnar sætið.

Fyrsta markið kom ekki fyrr en á 5 mínút og það var heimamark. Ef það var einhver spurning hvort Magnús markmaður heimamanna væri klár svaraði hann því játandi með flottum vöörslum í upphafi leiks og ekki var Ingvar verri hinumeginn. Stórsýning markvarðanna í upphafi.

Staðan 1-3 eftir 10 mínútna leik fyrir Fjölni sem var að spila fantagóða vörn og Víkingar ekki búnir að gera nema 1 mark í 10 mínútur. Magnús markmaður þeirra að bjarga þeim frá því að vera ekki komnir í mun meiri vandræði.

Fáránlega lítið skorað miða við leik þessara liða og staðan þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður, 3-4, Fjölnir með frumkvæðið og fyrri til að skora. Víkingar að gera sig seka um allt of marga tækniferila sóknarlega sem eiga ekki að sjást hjá svo reyndum leikmönnum og gátu einungis þakkað markverði sínum fyrir að vera ekki 6-7 mörkum undir.

IMG_1231_vefurStaðan 5-7 eftir 20 mínútna leik og það seig bara enn meira á ógæfuhlið Víkinga sem voru farnir að’ kasta boltanum upp í stúku. Ágúst tók leikhlé þó fyrr ehfði verið í stöðunni 6-9. Víkingar aðeins rönkuðu við sér og minnkuðu muninn í 1 mark 8-9 undir lok hálfleiksins.
Kristján Örn stórskytta Fjölnismanna meiddist og varð að fara af leikvelli og virtist sárþjáður á hægri hendi. Víkingar komust yfir í fyrsta skiptið í leiknum 10-9 og skoruðu svo síðasta mark fyrri hálfleiksins, staðan 11-9 í hálfleik.

Kristján virtist ná sér í hálfleik og kom inná vafinn. Magnús hélt uppteknum hætti og varði vítakast ásamt tveim skotum í upphafi seinni hálfleiks. Allt annað að sjá til sóknarleiks heimamanna í upphafi seinni háfleiks og þeir héldu áfram að leiða með 1-2 mörkum.
varnarleikur heimammanan góður á þessum kafla og með að taka Kristján Örn úr umferð varð sóknarleikur Fjölnis stirður. Víkingar virtust komnir á bragðið og komust 3 mörkum yfir 15-12 eftir 40 mínútur. En munurinn hélst áfram í 2 mörkum, staðan 19-16 þegar 10 mínútur voru eftir.

Munurinn jókst og Víkingar voru einfaldlega of stekir undir lokin, munurinn fór í 4 mörk 20-16. Víkingar einfaldlega létu þetta ekki fara í neina vitleysu undir lokin og sigruðu 26-19.

Meira á www.fimmeinn.is

 

 

IMG_1240_vefurIMG_1244_vefur IMG_1246_vefur IMG_1248_vefur IMG_1249_vefur IMG_1250_vefur IMG_1256_vefur IMG_1259_vefur IMG_1263_vefur

 

Email, RSS Follow
« First‹ Previous119120121122123124125Next ›Last »
banner
banner
banner
banner
banner
banner

Gagnlegir tenglar

  • HEILSUGÆSLAN
  • MIÐGARÐUR
  • HVERFIÐ MITT
  • MOJE_S_SIEDZTWO
  • MANO_KAIMYNIST_JE
  • MY NEIGHBOURHOOD

Börnin okkar

  • FRAMHALDSSKÓLAR
  • GUFUNESBÆR
  • LEIK OG GRUNNSKÓLAR
  • SKÁTAFÉLAGIÐ HAMAR
  • TÓNLISTARSKÓLINN

GRAFARVOGSBÚAR Á FLICKR

Allur réttur áskilinn © 2024
www.grafarvogsbuar.is