Allt tiltækt lið á vegum Reykjavíkurborgar hefur verið úti í nótt að ryðja götur og salta – og verður að sjálfsögðu áfram þar til allar leiðir eru greiðar. Ræst var út klukkan hálf fjögur til að salta en svo snjóaði
Unnið er að ruðningi gatna og hálkueyðingu samkvæmt verklagi sem í grófum dráttum má skipta í tvennt eftir því hvort um er að ræða umferðargötur eða stíga og gangstéttar. Aðstæður bjóða upp á mismunandi tækjakost og aðferðir, en markmiðið er það sama: að tryggja greiðar leiðir.
- Stofnbrautir, strætóleiðir og fjölfarnar safngötur njóta forgangs, en miðað er við að stofnbrautir og strætóleiðir séu færar fyrir kl. 7:00 að morgni og að hreinsun annarra megin umferðargatna sé lokið fyrir kl. 8:00.
- Stofnstígar svo sem göngu- og hjólastígar milli borgarhluta fá forgang í hreinsun og síðan helstu gönguleiðir að strætóbiðstöðvum og skólum sem eiga að vera greiðfærar fyrir kl. 8:00 virka daga. Aðrir almennir stígar eiga að klárast fyrir hádegi.
Nánari upplýsingar: Snjóhreinsun og hálkuvarnir