Grunnskólum á landinu stendur til boða að senda nemendur sína í
skólabúðir á Úlfljótsvatni. Fyrirkomulag skólabúðanna er á þann veg að ein
til tvær bekkjardeildir eru á staðnum í einu með bekkjarkennurum.
Starfsmenn skólabúða sjá um ýmsa dagskrárliði í samvinnu við kennara. Þeir segja
líka til um þær reglur sem gilda á staðnum, er varða öryggi og umgengni.
Við gerð dagskrár skólabúðanna eru grunnstoðir nýrrar aðalnámskrár hafðar
til hliðsjónar. Dagskráin miðast nær öll við útiveru og að nýta það frábæra
umhverfi sem staðurinn býður upp á