Þeir Rimaskóladrengir Ísak Atli Kristjánsson 9-JÓ og Torfi Timoteus Gunnarsson 9-IMF voru í hópi landsliðs U15 karla í knattspyrnu sem tryggði sér sæti á Ólympíuleikum ungmenna 2014 sem fram fer í Nanjing í Kína. Landslið íslands U15 lék tvo landsleiki í Sviss nú í október og unnust þeir báðir nokkuð örugglega gegn Finnum og Moldóvum. Þetta kemur fram á vefsíðu Rimaskóla.
Þeir Ísak Atli og Torfi voru báðir valdir í byrjunarlið Íslands í þessum leikjum. Þetta er frábær árangur hjá okkar yngsta landsliði í knattspyrnu og mikið ævintýri sem bíður Ísaks Atla og Torfa á næsta ári sem spennandi verður að fylgjast með. Rimaskóli óskar þessum efnilegu knattspyrnumönnum skólans til hamingju með árangurinn. (HÁ)