Tuttugu ára afmæli Gufunesbæjar 8.nóvember kl 17-19

Frístundamiðstöðin Gufunesbær fagnar tuttugu ára starfsafmæli þann 8. nóvember n.k. Af því tilefni verður boðið í veglega afmælisveislu í Hlöðunni og eru allir velunnarar frístundamiðstöðvarinnar velkomnir til að fagna þessum tímamótum.

Frístundamiðstöðin Gufunesbær var fyrsta frístundamiðstöðin sem stofnuð var í borginni og hefur allt frá stofnun hennar haft aðsetur í Gufunesi. Starfsemin hefur vaxið og dafnað og í gegnum tíðina hefur mikill fjöldi borgarbúa sótt þjónustu frístundamiðstöðvarinnar.

Í dag heyra undir frístundamiðstöðina átta frístundaheimili og fimm félagsmiðstöðvar. Þar að auki hefur frístundamiðstöðin umsjón með frístundagarði við Gufunesbæinn, starfrækir miðstöð útivistar og útináms og heldur utan um starfsemi skíðasvæðanna innan borgarmarkanna.

 

Um höfundinn

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.