Skákdeild Fjölnis býður öllum grunnskólanemendum að taka þátt í hinu árlega TORG-skákmóti sem deildin heldur nú í 10. skiptið. Mótið verður haldið n.k. laugardag, 9. nóvember kl. 11:00 – 13:00, í Foldaskóla í Grafarvogi. Að venju gefa fyrirtækin í verslunarmiðstöðinni Hverafold alla vinninga, um 20 talsins. Auk þess býður NETTÓ Hverafold öllum þátttakendum upp á ókeypis veitingar í skákhléi. Tefldar verða 6 umferðir með 7 mínútna umhugsunarfresti. NETTÓ Hverafold gefur þrjá glæsilega eignarbikara til keppninnar en flokkarnir eru, 1998 og yngri, 2003 – 2007 og stúlknaflokkur. Þátttaka í mótinu er ókeypis og foreldrum velkomið að fylgjast með. Heiðursgestur mótsins verður Hrafn Jökulsson skákfrömuður sem nýkominn er til baka úr velheppnuðum Grænlandsleiðangri Hróksins. Hrafn var einn af stofnendum skákdeildar Fjölnis og hefur stutt starfsemina frá fyrsta degi. Meðal þátttakenda verða hinir nýbökuðu Íslandsmeistarar, Oliver Aron Jóhannesson (20)og Vignir Vatnar Stefánsson (13). Skákstjórar verða þeir Helgi Árnason formaður skákdeildar Fjölnis og Páll Sigurðsson formaður TG. Í fyrra varð metþátttaka á TORG skákmótinu og því eru væntanlegir þátttakendur hvattir til að mæta tímanlega til skráningar.
- HEIM
- FRÉTTIR
- MYNDIR
- HVERFIÐ OKKAR
- AÐSENT EFNI
- ÍÞRÓTTIR
- UM OKKUR