Dagana 11. – 18. mars verða haldnar rafrænar hverfakosningar í Reykjavík.
Kosið verður um ný verkefni í öllum hverfum borgarinnar.
Reykjavíkurborg hvetur íbúa í Grafarvogi til að kynna sér verkefnin sem kosið er á milli af kostgæfni og taka þátt í hverfakosningunum. Kosningarétt hafa allir sem voru orðnir 16 ára um síðustu áramót.
Kosningarnar fara fram á sama hátt og tvö síðastliðin ár en íbúar í Reykjavík hafa nú þegar kosið yfir 200 verkefni til framkvæmda í hverfum borgarinnar, sem Reykjavíkurborg hefur framkvæmt eða eru á undirbúningsstigi. Síðastliðin ár hafa íbúar í Grafarvogi kosið fjölmörg verkefni sem íbúar hafa komið með hugmyndir að sem bæta mannlíf, leiksvæði, aðstöðu til útivistar og umferðaröryggi.
Reykjavíkurborg hefur varið 600 milljónum króna til verkefna sem íbúar velja sjálfir í hverfunum, síðastliðin tvö ár. Í ár verður 300 milljónum króna varið til slíkra verkefna í hverfunum. Þar af fara 40,9 milljónir til verkefna í Grafarvogi 2014.
Betri hverfi_GrafarvogurVefslóð kosninganna er kjosa.betrireykjavik.is