Kvennalið Fjölnis í íshokkí heiðrað fyrir framúrskarandi árangur Nú á dögunum veitti Íþróttabandalag Reykjavíkur viðurkenningar til íþróttafélaga og einstaklinga í borginni fyrir framúrskarandi árangur á árinu. Fjölnir átti þar flotta fulltrúa, en meistaraflokkur kvenna í íshokkí hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur eftir að liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor. Kvennalið Fjölnis varð Íslandsmeistari í íshokkí […]
Oscar kveður Fjölni Oscar og Fjölnir hafa komist að samkomulagi um að rifta samningi hans, en Oscar stefnir að því að flytja aftur heim til Danmerkur. Félagið vill koma á framfæri þökkum fyrir framlag hans og jákvætt viðmót á meðan á dvöl hans stóð og óskar honum velfarnaðar í næstu skrefum á ferlinum, bæði innan […]
Hin árlega Uppskeruhátíð Fjölnis fór fram við hátíðlega athöfn í Keiluhöllinni í gær, þann 11. desember, og heppnaðist kvöldið einstaklega vel. Vel var mætt á viðburðinn en hátt í 100 manns voru viðstaddir athöfnina. Veitt voru verðlaun fyrir íþróttaafrek ársins, ásamt því að valið á Fjölnismanni, íþróttakarli og -konu var tilkynnt. Íþróttafólk deilda er kjörið […]