Þær skrifa sig inn í skáksöguna – Kátur liðsstjóri
Þessar skemmtilegu og áhugasömu skákstúlkur Rimaskóla gerðu sér lítið fyrir og unnu Reykjavíkurmót grunnskóla í 1. – 3. bekk. Sautján skáksveitir tóku þátt í jöfnu og spennandi móti. Þetta er í „langfyrsta“ sinn sem hrein stúlknasveit vinnur „opinn flokk“ á Reykjavíkurskákmóti grunnskóla. Næsta æfing á fimmtudag. Þá verður fagnað.