Sundlaugar

Það er fátt betra en útivera og hreyfing þegar kemur að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu – og svo er ekki margt sem jafnast á við það að flatmaga í heitum pott! Frítt er í sundlaugar í Reykjavík fyrir 67 ára og eldri. Nánari upplýsingar um sundlaugar borgarinnar getur þú nálgast hér að neðan.

Frá og með 1. ágúst verður frítt í sundlaugar Reykjavíkurborgar fyrir börn þar til þau ljúka grunnskóla, það er 1. ágúst árið sem þau verða 16 ára.

Inneignir á 6 og 12 mánaða kortum og 10 skipta kortum verða endurgreiddar eða færðar inná önnur kort innan fjölskyldu. Ef kort er skráð ekki á kennitölu þarf fyrst að koma við í afgreiðslu sundlauga og láta skrá það á kennitölu. Athugið að hver skráning gildir fyrir eitt kort.

Óska eftir endurgreiðslu vegna inneignar á barnakorti.

Hvað kostar í sund?

Börn (0-16* ára) Frítt
Börn (16*-17 ára) – 175 kr.
Fullorðnir (18 ára og eldri) – 1.100 kr.
Eldri borgarar 67 ára og eldri – Frítt

*Miðað er við 1. ágúst afmælisárið

Sjá meira um gjaldskrá og afsláttarkort

Grafarvogslaug

Mán.–fös. kl. 6:30–22:00
Lau.–sun. kl. 9:00-22:00

Dalhús 2
112 Reykjavík

411 5300grafarvogslaug@reykjavik.is

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.