Fyrir tilstuðlan Regínu Ásvaldsdóttur sem þá var forstöðumaður þjónustumiðstöðvarinnar Miðgarðs í Grafarvogi, var boðað til fundar með eldri borgurum í hverfinu. Þessi fundur var haldinn að kvöldi 16. apríl 1998 í Foldaskóla. Fundinum stýrði Oddný Lilja Birgisdóttir sem þá starfaði í Miðgarði, hún lagði mikla rækt við verkefnið.
Á þennan fund komu einnig tveir aðilar frá samtökum úr Kópavogi sem nefndust HANA-NÚ, til að kynna sína starfsemi sem var að efla skipulagt samstarf eldri borgara með gönguferðum og öðru sem tengist tómstunda starfi þeirra. Á fundinum voru mættir 23 aðilar sem boðið var á fundinn. En þegar á reyndi voru aðeins tíu sem tóku þátt í starfinu áfram. Í framhaldi þessa fundar var komið saman í Miðgarði og á Korpúlfsstöðum í aðstöðu Golfklúbbsins, starfsemin rædd yfir kaffibolla, einu sinni í viku kl. 10 á fimmtudögum, aðallega vor og haust og farið í gönguferðir um hverfið. Í fyrstu voru 8–10 manns sem mættu í gönguna en fjölgaði smám saman í 10–15 manns o.fl.
Féttabréf Korpúlfa
Febrúar...Félagastarfið aukið.
Byrjað var að pútta á Korpúlfsstöðum 19. mars 1999, fyrst úti þegar veður leyfði, síðar inni á hlöðuloftinu. Nafn samtakanna KORPÚLFAR varð til á kaffifundi haustið 1999 á Korpúlfsstöðum.
Félagið er skráð hjá hagstofu Íslands með kennitölu 601 101-2460. Í október 1999 varð Ingibjörg Sigurþórsdóttir tengiliður Miðgarðs við Korpúlfa og Ingvi Hjörleifsson kosinn tengiliður Korpúlfa við Miðgarð í sept. 1999.
Fimmta október 2000 voru skráðir 25 meðlimir í samtökin.
24. febrúar 2000 var fyrst farið í keilu í Mjódd, mættir voru 12 meðlimir. Á fundi í Miðgarði 15.mars 2000 var kosin þriggja manna bráðabirgðastjórn til að skipuleggja starfsemina og skipti hún með sér verkum þannig, Ingvi Hjörleifsson form., Eiríkur Jónsson og Ingibjörg Árnadóttir meðstjórnendur.
Í framhaldinu var farið að huga betur að hugmyndum að skipulagi á starfsemi Korpúlfa. Aðstöðu til fundarhalda fengu Korpúlfar í kjallaranum í Miðgarði. Í framhaldinu var ákveðið að halda reglulega fundi í Miðgarði síðasta miðvikudag í hverjum mánuði kl.10:00 f.h. og var fenginn gestur á hvern fund sem flutti efni til fróðleiks og gamans. Mæting á þessa fundi hefir alltaf verið mjög góð. Á þessa mánaðarlega fundi hafa um 40 aðilar komið og flutt fræðslu og skemmtiefni auk myndasýninga o.fl. Skemmtinefnd var síðar sett á laggirnar sem starfaði með stjórninni.
Í janúar 2001 tók Þráinn Hafsteinsson við sem tengiliður Miðgarðs við Korpúlfa og gengdi því mikilvæga starfi þar til á miðju ári 2005. Hann var kvaddur á fundi í Miðgarði í september og þakkað ómetanlegt starf í þágu Korpúlfa. Birna Róbertsdóttir tók þá við sem tengiliður Miðgarðs við Korpúlfa. Fyrsta formlega félagaskráin var gerð 5.okt. 2000 og voru þá skráðir 25 meðlimir, en um áramótin 2007 og 2008 voru skráðir 316 meðlimir.
Á Grafarvogsdaginn í Borgarholtsskóla 14. sept. 2002. Tóku Korpúlfar í fyrsta sinn þátt í Grafarvogsdeginum en þar fer fram kynning á ýmislegri félagsstarfsemi í hverfinu.
Á vegum Korpúlfa var myndasýning, handavinnu, útsaumur, prjón, glervinna, tréskurður o.fl. Síðan hafa Korpúlfar verið með á Grafarvogsdeginum.
Í samvinnu við Borgarbókasafnið var í einni kennslustofu sögulestur fyrir börn, þar lásu fimm Korpúlfar til skiptis allan tímann við fádæma vinsældir barnanna.
Á Grafarvogsdeginum 13. September 2003 hlutu samtökin Máttarstólann sem er viðurkenning hverfisráðs vegna góðs árangurs í félagsmálum Viðurkenningin sem var 300.000 kr. var afhent formanninum á samkomu á hlöðuloftinu á Korpúlfstöðum. Þessum verðlaunapeningum var síðar varið til að kaupa píanó til notkunar í húsnæði Korpúlfa.
1. okt. 2002 hófst sundleikfimi í Grafarvogslaug tvisvar í viku þriðjudaga og föstudaga
kl. 09.30, þátttaka hefir verið mjög góð allt að 34 þátttakendur þegar best lætur.
Vegna vaxandi starfsemi samtakanna var orðið þröngt og takmörkuð aðstaða í Miðgarði þá fengum við til afnota aðstöðu hjá íþróttafélaginu Fjölni í íþróttamiðstöðinni við sundlaugina.
Þar var spiluð félagsvist, bingó og dansnámskeið. Þar var haldinn aðventufundur 17.des. 2003, með 61 þátttakanda. Í tilefni af fimm ára starfsafmæli Korpúlfa var efnt til veglegrar Korpúlfa gleði í sal í Hverafold með veislumat,tónlistar atriðum, dans og ýmsum uppákomum, mæting var 53 félagar og var almenn ánægja með hófið. Farið er í nokkrar leikhúsferðir á hverju ári sem eru mjög vinsælar.
Ferðir Korpúlfa
Innanlandsferðir dagsferðir voru farnar á hverju ári. Ein tveggja daga ferð um Snæfellsnes gist í Stykkishólmi og siglt um Breiðafjörð. Mjög góð þátttaka var í þessari ferð sem var mjög vel heppnuð. Nokkrum sinnum var farið í hópferðir á Sparidaga á Örkina Hveragerði, mjög góð þátttaka var í þeim ferðum og almenn ánægja með dvölina þar.
Korpúlfar hafa farið í þrjár utanlandsferðir. 17–24. júní 2005 var farið til Ítalíu flogið til Mílanó ferðast um Gardavatns svæðið og til Feneyja og Verona. Þetta var vel skipulögð ferð og vel heppnuð í alla staði, 37 voru í ferðinni.
Færeyjaferð 7.–15.júní 2006, siglt með Norrænu til Þórshafnar. Gist í Þórshöfn og ekið þaðan um eyjarnar. 30 þátttakendur voru í þessari ferð. Ferðin var mjög vel skipulögð og vel heppnuð í alla staði.
Ferð til Þýskalands 19.– 26.ágúst 2007, 47 þátttakendur. Flogið til München ekið um Bæjaraland, Týrol, Austurríki, Alpana og Sviss. Ekið að Bodenvatni, Blómaeyjan Mainu skoðuð og siglt yfir Bodenvatn og ekið til Kampten og gist þar fjórar nætur. Flogið heim frá München að lokinni mjög vel heppnaðri ferð.
Húsnæði
Í upphafi var starfið ekki mjög umfangsmikið fámennir fundir í Migarði gönguferðir og pútt á Korpúlfsstöðum.
En vegna áhuga á þessu verkefni vildu menn auka fjölbreytnina og fá fleiri til þátttöku í því starfi sem var í Húsnæði sem samtökin hefðu frjálsan aðgang að var mjög mikilvægt. Vegna þessa var stjórnin í mikilli vinnu við að athuga ýmsa möguleika til að leysa málið. Athugaðir voru möguleikar á húsnæði í Egilshöll sem þá var í byggingu en það gekk ekki upp vegna kostnaðar, einnig var skoðað húsnæði í Spönginni þar var sama sagan of mikill kostnaður. Einnig stóð til að Kirkjan byggði á lóð sem hún hafði fengið úthlutað við Spöngina en því var frestað. Leitin endaði í bili á þeirri boði aðstöðu sem Korpúlfar fengu í Fjölnissalnum, eins og fyrr er getið.
Síðan kom upp sú staða að borgin fór að huga að byggingu þjónustumiðstöðvar í Spönginni þar sem Korpúlfar fá væntanlega viðunandi aðstöðu innan einhverra ára.
Núverandi húsnæði
Á Korpúlfsstöðum losnaði rými þegar Korpuskóli flutti í nýtt húsnæði 2005, þá stóð Korpúlfum til boða ein níutíu fermetra skólastofa og tóku menn því feginshendi þótt rýmið væri í minna lagi. Korpúlfar fengu þetta húsnæði afhent í nóvember 2005. En þá var eftir að gera húsnæðið nothæft fyrir starfsemina. Hafist var handa við kaup á húsgögnum og innréttingum. Með röggsamri framgöngu félagsmanna var síðan gengið frá innréttingum, sem allt var unnið í sjálfboðavinnu. En útlagður kostnaður vegna innréttinga og húsgagna greiddi Miðgarður. Húsnæðið á Korpúlfsstöðum var tekið formlega í notkun 14. desember 2005. Var það jafnframt aðventufundur. Framkvæmdastjóri Miðgarðs Ingibjörg Sigurþórsdóttir afhenti formanni Korpúlfa húsnæðið til afnota. Formaður Korpúlfa þá Ingvi Hjörleifsson þakkaði fyrir hönd samtakanna fyrir þennan Mikilvæga áfanga.
Á þessum vígslufundi voru mættir borgarfulltrúarnir: Stefán Jón Hafstein, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Alfreð Þorsteinsson, þeir fluttu allir ávörp og óskuðu Korpúlfum velfarnaðar í framtíðinni.
Sr.Tómas Guðmundsson flutti snjalla vígsluræðu. Skemmtiefni var flutt á fundinum, tónlist og söngur og veglegar veitingar voru í boði Miðgarðs. Þátttaka var mikil á fundinum um 110 manns en 100 sæti eru í salnum.
27. apríl 2006 fengu Korpúlfar viðbótar húsnæði gegnt fundar aðstöðunni aðallega fyrir tilstuðlan borgarstjóra Steinunnar Valdísar Óskarsdóttir. Rýmið er að svipaðri stærð og fundaraðstaðan. Nítjánda október 2006 var þetta húsnæði tekið í notkun fyrir Listasmiðju Korpúlfa, þar fer fram glervinna og brennsla einnig tréskurður o.fl.
Nýtt húsnæði
Korpúlfar binda miklar vonir við nýja aðstöðu í Spönginni sem vonandi styrkir félagsstarfið