Fjölnisstúlknan og Norðurlandameistarinn Nansý Davíðsdóttir var ein þeirra þriggja þátttakenda í Sumarskákmóti Fjölnis sem unnu glæsilegan verðlaunabikar frá Rótarýklúbb Grafravogs á Sumarskákmóti Fjölnis sem fram fór í Rimaskóla þriðjudaginn 13. maí. Nansý vann stúlknaflokkinn örugglega líkt og í fyrra. Mykhaylo Kravchuk Ölduselsskóla, Guðmundur Agnar Bragason Álfhólsskóla Kópavogi og Björn Hólm Birkisson Smáraskóla í Kópavogi urðu efstir á mótinu.íTefldar voru 6 umferðir og hlutu efstu menn 5 vinninga. Baráttan um vinningana 15, bíómiða og pítsur, var hörð fram í síðustu skák. Flestir vinningshafar komu frá Skákdeild Fjölnis og voru þeir auk Nansýjar þau Jóhann Arnar Finnsson, Jóshua Davíðsson, Róbert Orri Árnason, Kristófer Halldór Kjartansson, Heiðrún Anna Hauksdóttir, Valgerður Jóhannesdóttir og Kjartan Karl Gunnarsson, öll í Rimaskóla.
Rótarýklúbbur Grafarvogs gaf glæsilega verðlaunagripi til mótsins og var það heiðursgestur mótsins Gylfi Magnússon Rótarýfélagi og skákáhugamaður sem afhenti sigurvegurum verðlaunabikarana. Við verðlaunaafhendinguna veitti Helgi Árnason formaður skákdeildar Fjölnis tveimur stórefnilegum skákmönnum deildarinnar viðurkenningu í lok æfingatímabilsins. Joshua Davíðsson var útnenfdur afreksmaður ársins og Hákon Garðarsson hlaut titilinn æfingameistari ársins.