Snjóruðningsbílar voru kallaðir út seinnipartinn í gær og voru þeir að til a.m.k. eitt í nótt. Allir bílar voru svo kallaðir út aftur klukkan 4:00 þannig að stofnbrautir eru færar nú í morgunsárið.
Þá var sérstakur floti kallaður út til snjóhreinsunar í húsagötum klukkan 4:00 í nótt. 14 vélar fóru þá af stað og er verið að fjölga þeim nú í morgunsárið. Unnið verður í húsagötum í dag og mjög líklega fram á morgundaginn. Ekki er auðvelt að gefa nákvæmar tímaáætlanir.
Vélar sem hreinsa göngu- og hjólaleiðir voru ræstar út klukkan 4:00 eins og viðbragðsáætlun gerir ráð fyrir. Hreinsun á öllum megin hjólalaleiðum er lokið, en tæpt er að náist að klára gönguleiðir í fyrsta forgangi fyrir klukkan 8:00 eins og á að vera.
Nánari upplýsingar:
Þjónustusíða snjóhreinsunar og hálkuvarna
Aábendingavefur – Fyrir þá sem vilja koma ábendingum vegna snjóhreinsunar til skila.
Borgarvefsjá – þar undir „lifandi gögn“ má sjá hvar snjóruðningstæki eru og leiðir sem þau hafa farið undanfarna klukkutíma. Ath. ekki eru skráningatæki í öllum bílum og tækjum verktaka.