Norðurlandamót barnaskólasveita 2014 var haldið á Hótel Selfossi helgina 12. – 14. september, viku eftir Norðulandamót grunnskólasveita.
Þetta árið vann Rimaskóli sér þátttökurétt á báðum mótunum sem er fátíttt en gerðist einnig árið 2011. Skáksveit Rimaskóla á Selossi var ung og óreynd. Má segja að þar hafi teflt fjórða kynslóð Rimaskólakrakka í skák. Rimaskólasveitin lenti í 4. sæti á mótinu og hlaut helming vinninga eða 10 talsins.
Fyrirliði sveitarinnnar og eina stúlkan á Norðurlandamótinu að þessu sinni,Nansý Davíðsdóttir 7-EH, stóð sig best allra keppenda og náði 4 vinningum af 5 og bestum árangri á 1. borði.
Aðrir í sveitnni voru þeir Kristófer Halldór Kjartansson, Róbert Orri Árnason, Mikael Maron íTorfason og Joshua Davíðsson, bróðir Nansýjar og yngsti keppandinn á mótinu. Þau eru öll gjaldgeng í sveitina næsta vetur. Liðstjóri Rimaskóla var Jón Trausti Harðarson, fjórfaldur Norðurlandameistari með skólanum.
(HÁ)