Skákbúðir Fjölnis helgina 1. – 2. feb. 2014
Skákdeild Fjölnis, í samstarfi við Skákakademíu Reykjavíkur og Skákskóla Íslands býður áhugasömum skákkrökkum á grunnskólaaldri upp á tveggja daga æfingabúðir í útilífsmiðstöð skáta að Úlfljótsvatni.
Fjöldi skákkennara og leiðbeinenda sjá um skákkennslu og skákmót undir forustu Helga Ólafssonar landsliðsþjálfara og skólastjóra Skákskóla Íslands og Stefáns Bergssonar og Björns Ívars frá Skákakademíu Reykjavíkur. Verð á hvern þátttakenda er 10.000 kr fyrir tvo daga og eina nótt. Innifalið í gjaldinu er uppáhaldsmatur krakkanna í hvert mál, kennsla, skálaleiga, námsgögn, þátttaka í Nóa-Síríus skákmótinu og rútuferð fram og til baka. Skákdeild Fjölnis með stuðningi Gúmmívinnustofunnar Skipholti styrkir þátttöku þeirra krakka sem æfa með Skákdeild Fjölnis og þurfa þeir einungis að greiða 2.500 kr. Þátttakendurur eiga ekki að hafa með sér nesti né peninga til ferðarinnar. Þátttökugjaldið greiðist í upphafi ferðar eða inn á reikning Umf. Fjölnis, skákdeildar, kt. 631288-7589, bankareikning 0114 – 26 – 1160. Skákbúðirnar eru einstakt tækifæri fyrir alla áhugasama skákkrakka til að nýta sér skákkennslu eins og hún gerist best og efla samfélag við aðra skákkrakka. Dagskrá skákbúðanna er fjölbreytt þar sem skiptist á kennsla, frjáls tími og skemmtun. Skráning fer fram á skrifstofu Skáksambands Íslands s. 568 9141 netfang skaksamband@skaksamband.is.
Skrifstofa Skáksambandsins er einnig tilbúin að sendar í tölvupósti frekari upplýsingar um skákbúðirnar.Þetta er í þriðja sinn sem Skákdeild Fjölnis stendur fyrir skákbúðum yfir eina helgi og að þessu sinni bera þær nafn Sturlu Péturssonar sem var þekktur skákmaður á miðri 20. öld og leiðbeindi mörgum efnilegum skákkrökkum um áratuga skeið.