Vetrarhátíð verður sett við Hallgrímskirkju 7.febrúar með sýningu á verkinu Passage eftir listamannahópinn Nocturnal frá Nýja Sjálandi og er unnið í samvinnu við List í ljósi. Verkinu verður varpað á Hallgrímskirkjuturn. Unnið er með íslenska arfleið og mun verkið vekja turninn til lífsins með mynd og hljóði. Gestir geta svo slegist í hóp kyndlaberandi víkinga frá víkingafélaginu Rimmugýgi og arkað með þeim niður Skólavörðustíg og þaðan niður á Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús. Verkið verður til sýnis öll kvöld á hátíðinni frá kl 19-23.
- HEIM
- FRÉTTIR
- MYNDIR
- HVERFIÐ OKKAR
- AÐSENT EFNI
- ÍÞRÓTTIR
- UM OKKUR