Þorsteinn Jónsson setur inn færslu á Facebook hópinn – Íbúar í Grafarvogi
Vill vekja athygli fólks á aukinni útbreiðslu risahvanna við voginn, tröllakló og bjarnarkló eru að ná útbreiðslu báðu megin vogsins og hafa myndað breiður við Gullinbrú. Þetta eru hættulegar plöntur bæði mannfólki og vistkerfum. Safi úr þeim veldur slæmum bruna komist hann í tæri við húð. Reykjavíkurborg segist vera í átaki en felling plantnanna virðist stundum gerð með hangandi hendi mv. lýsingu náttúrufræðistofnunar sem talar um fellingu og uppgröft róta í 3 ár. Spurningin er þarf ekki aukinn kraft og fjármagn til þess að vogurinn verði ekki alsettur þessum plöntum og ófær til útivistar á fáeinum árum https://www.ni.is/grodur/agengar-plontur/risahvannir