Íslandsmót barnaskólasveita 2016 í skák var haldið í Rimaskóla um helgina. Alls mættu rúmlega 30 skáksveitir til leiks frá um 20 skólum alls um 150 krakkar á aldrinum 6 – 12 ára. Rimaskóli átti flestar skáksveitir á mótinu og frammistaða sveitanna ekkert til að skammast sín fyrir. Skólinn vann fyrstu verðlaun í flokkum B , C og D. Það var aðeins í A flokki sem verðlaun náðust ekki að þessu sinni en í þeirri sveit voru einungis drengir í 5. bekk sem eiga tvö ár eftir í barnaskólaflokki. Í frétt á vefnum www.skak.is mátti lesa eftirfarandi:
„Rimaskóli blandaði sér ekki í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn að þessu sinni en náði þó frábærum árangri. Þannig urður b-d sveitir skólans efstar b-d sveita og sýnir það þá miklu breidd skákmanna sem einkennir skákstarf skólans. Lítill getumunur virtist vera á sveitum skólans enda vann b-sveitin a-sveitin 4-0 í fyrstu umferð! Sannarlega öflugur og jafn hópur skákkrakka sem Helgi Árnason hefur komið upp.“
Helgi á hrós skilið fyrir frábæran árangur skákkrakka í Grafarvoginum.