Í nýju fréttabréfi skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar má lesa um mörg af þeim fjölbreyttu viðfangsefnum sem unnið er að á sviðinu. Meðal annars er fjallað um jafnréttisskóla, börn sem meta leikskólastarfið, þróunarverkefnið Skína smástjörnur, þátttökubekki sem sérhæft námsúrræði og áhrif staðalmynda á líðan og sjálfsmynd barna. Þá kemur fram að það metnaðarfulla fagstarf sem fram fer í leikskólum, grunnskólum, frístundamiðstöðvum og skólahljómsveitum í borginni verður kynnt með sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur dagana 30. apríl – 3. maí.
- HEIM
- FRÉTTIR
- MYNDIR
- HVERFIÐ OKKAR
- AÐSENT EFNI
- ÍÞRÓTTIR
- UM OKKUR