Þann 1. janúar 2015 taka gildi nýjar reglur um ferðaþjónustu fatlaðs fólks í Reykjavík, sjá meðfylgjandi reglur.
Helstu breytingarnar á reglunum eru að nú getur hver einstaklingur fengið að hámarki 60 ferðir á mánuði, en þjónustumiðstöðvum velferðarsviðs er heimilt að veita fleiri ferðir til þeirra notenda sem eru, auk annars í mikilli virkni, s.s. íþróttum eða skipulögðu félagsstarfi. Umframferðir geta að hámarki verið 20 og heildarfjöldi ferða því 80 á mánuði. Notandi skal, samkvæmt gjaldskrá, greiða hærra gjald fyrir umframferðir.
Um áramótin breytist einnig gjaldskrá velferðarsviðs um ferðaþjónustu fatlaðs fólks sjá meðfylgjandi gjaldskrá, þannig að þegar fjöldi ferða fer yfir 60 á mánuði er greiddar kr. 1.100 fyrir hverja ferð.
Vakni spurningar um þjónustuna er hægt að snúa sér til þjónustumiðstöðvar í þínu hverfi eða þjónustuvers Reykjavíkurborgar.
Þjónustumiðstöðvar:
- Þjónustumiðstöð Vesturbæjar – Vesturgarður, Hjarðarhaga 45-47, s. 411 1700.
- Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða, Skúlagötu 21, s. 411 1600.
- Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, Síðumúla 39, s. 411 1500.
- Þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness, Miðgarður, Gylfaflöt 5, s. 411 1400.
- Þjónustumiðstöð Breiðholts, Álfabakka 12, s. 411 1300.
- Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts, Hraunbæ 115, s. 411 1200.
Þjónustuver borgarinnar: sími 4 11 11 11.
Bæklingur frá Strætó bs. um tilhögun ferðaþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu.