Mikið rusl fannst á Plokk deginum

Eins og hægt er að lesa í frétt á MBL.is þá fannst ótrúlegt magn af gömlum dekkjum austan megin í Grafarvogi.

Ljós­mynd/Þ​ór­unn Elfa Sæ­munds­dótt­ir

Fundu ríf­lega 130 ára­tuga­göm­ul dekk,

Hóp sem plokkaði rusl í gær við Vest­ur­lands­veg­inn brá held­ur bet­ur í brún þegar ein úr hópn­um, Hall­dóra Karls Jennýj­ar­dótt­ir, kom auga á rusl rétt fyr­ir ofan sjúkra­húsið Vog sem reynd­ist ekki vera neitt smá­ræði.

Ruslið, sem fyrst virt­ist vera venju­legt rusl, var nefni­lega alls ríf­lega 130 dekk sem eru lík­lega minj­ar frá mótorkross­braut sem var á svæðinu fyr­ir tutt­ugu árum síðan.

„Okk­ur skilst að fyr­ir um tutt­ugu árum síðan hafi verið mótorkross­braut á þessu svæði. Hún var greini­lega bara skil­in eft­ir án þess að frá henni væri gengið,“ seg­ir Þór­unn Elfa Sæ­munds­dótt­ir, ein úr hópn­um. Hún var enn að plokka þegar blaðamaður náði tali af henni rétt fyr­ir há­degi í dag. 

Ljós­mynd/Þ​ór­unn Elfa Sæ­munds­dótt­ir

„Við rýnd­um aðeins í dekk­in því það stend­ur alltaf á dekkj­um hvenær þau eru fram­leidd en þarna er meira að segja að finna dekk sem eru fram­leidd hér­lend­is, af Sóln­ingu og Gúmmívinnu­stof­unni svo þetta eru ansi göm­ul dekk,“ seg­ir Þór­unn.

Hóp­ur­inn þurfti að moka 12-14 dekk upp úr gróðri sem kom­inn var yfir þau en Þór­unn seg­ist vona að öll kurl séu nú kom­in til graf­ar og að svona frá­gang­ur, eða öllu held­ur ófrá­gang­ur, líðist ekki leng­ur. 

Ljós­mynd/Þ​ór­unn Elfa Sæ­munds­dótt­ir

Ásamt Þór­unni plokkuðu áður­nefnd Hall­dóra, Ægir Þórðar­son, Selma Maríus­dótt­ir og fleiri góðir.


Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.