Enn heldur sigurganga meistaraflokks kvenna áfram á Íslandsmótinu í knattspyrnu en liðið hafði betur gegn heimakonum í Keflavík í gær 3-0 í sjöunda leik sínum í A-riðli 1. deildarinnar.
Það var sunnan rok og rigning á Nettóvellinum í Keflavík á meðan leik stóð. Fjölnir byrjaði vel og strax á 2. mínútu skoraði Esther Rós mark með skalla eftir hornspyrnu. Fjölnir var meira með boltann en lið Keflavíkur barðist vel.
Fjölnisliðið jók forystu sína eftir rúmlega hálftíma leik en Ír…is fylgdi þá vel eftir í hornspyrnu og skoraði af stuttu færi. Esther kom svo Fjölni í 3-0 með fallegu marki úr skyndisókn mínútu síðar og þar við sat.
Liðið gegn Keflavík: Helena, Kristjana (Lovísa 75.mín), Íris, Eyrún, Elvý, Stella, Aníta (Helga 62.mín), Tinna (Kolbrún 62.mín), Erla Dögg (Kamilla 46.mín), Hrefna (Jódís 75.mín), Esther.
—
Fjölniskonur hafa nú unnið alla sjö leiki sína í riðlinum og eru efstar með 21 stig, átta stigum á undan HK/Víkingi í öðru sætinu sem þó á leik til góða.
Stelpurnar eru með fullt hús stiga eftir sjö leiki