Megas syngur Passíusálmana

Megas og Magga

Megas og Magga

Það var árið 1969 sem Megas spreytti sig fyrst á því að semja lag við Passíusálm Hallgríms Péturssonar. Síðan árið 1973 lauk hann við að semja lag við alla sálmana.

Nú, rúmum fjórum áratugum síðar þá heyrast þeir allir með tölu.

Það er engin tilviljun að ákveðið var að flytja alla sálmana nú í ár, þegar 400 ár eru , liðin frá fæðingu Hallgríms Péturssonar. Mesta verka Hallgríms, Passíusálmarnir hafa fylgt þjóðinni gegnum aldir og sjálfur er Megas alinn upp við sálmana.

Það dylst engum sem hlustar á Passíusálmalög Megasar að ýmislegt hefur vissulega síast inn af textum Hallgríms og að hann hefur kynnt sér efni þeirra í þaula við lagasmíðarnar.

Þessir fyrstu tónleikar í Grafarvogskirkju voru alveg frábærir. Mikið af fólki sem skemmti sér vel við þennan flutning hjá Megas sem ásamt Margrét Kristín Blöndal og Ungmeyjakór voru stórkostleg.

 

Caput skipa

Kolbeinn Bjarnason og Áshildur Haraldsdóttir , flauta

Grímur Helgason og Rúnar Óskarsson, klarinett

Sigrún Eðvaldsdóttir og Zbigniew Dubik, fiðla

Þórunn Ósk Marínósdóttir, víóla

Bryndís Halla Gylfadóttir og Gunnhildur Halla Guðmundsdóttir, selló

Hrynsveit skipa

Agnar Már Magnússon, píanó

Gunnar Hrafnsson, kontrabassi

Kjartan Guðnason, trommur.

Stjórnandi; Guðni Franzson

Listrænn stjórnandi: Hilmar Örn Agnarsson

Útsetningar: Þórður Magnússon

 

Myndir..

 

 

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.