Listasmiðja í Borgum
Í haust byrjaði listasmiðja fyrir börn á aldrinum 9-11 ára í Grafarvogi. Listasmiðjan er á vegum Grafarvogskirkju og hittist einu sinni í viku í Kirkjuselinu í Borgum í Spönginni. Vikulega mæta hress og kát börn sem stunda hinar ýmsu listir. Nú vorum við að ljúka við postulíns-málun sem við gerðum í samstarfi við eldri borgara í Grafarvogi. Einnig höfum við saumað listaverk, búið til brjóstsykur, haldið hæfileikasýningu og farið í alls kyns leiki og búið til listaverk. Við erum einstaklega ánægð með þennan hóp og hlökkum til áframhaldandi skemmtunar og samstarfs í framtíðinni. Vonumst til þess að fleiri sláist í hópinn með okkur á næsta ári. Nánari upplýsingar er hægt að fá á thora@grafarvogskirkja.is
Æskulýðsfulltrúi Grafarvogskirkju,
Þóra Björg
- HEIM
- FRÉTTIR
- MYNDIR
- HVERFIÐ OKKAR
- AÐSENT EFNI
- ÍÞRÓTTIR
- UM OKKUR