Þá er komið að seinustu umferðinni í Pepsideildinni í sumar og má með sanni segja að allt sé undir hjá okkur Fjölnismönnum. Andstæðingar á morgun (laugardag) eru ÍBV frá Vestmannaeyjum og hefst leikurinn kl. 13.30 á Fjölnisvelli.
Staðan er einföld, við þurfum stig til að tryggja veru okkar í deild þeirra bestu á næsta ári. Um miðbik móts var mikið talað af kumpánum út í bæ hve fáa stuðningsmenn Fjölnir ætti en það hefur svo sannarlega breyst í undanförnum leikjum, mikill fjöldi Fjölnismanna hefur mætt og látið vel í sér heyra. Þetta hafa strákarnir svo sannarlega kunnað að meta og eru þeir staðráðnir að gera allt til að tryggja okkur í Pepsi að ári.
Staðan á leikmannahópnum er góð og mikill vilji til að klára þetta um helgina. Gunnar Már kemur aftur inní hópinn eftir leikbann en Atli Þorbergs verður í leikbanni eftir rauða spjaldið gegn Fylki.
Upphitum fyrir leik.
Fjölnismenn eru hvattir til að mæta í Dalhúsin (hátíðarsal) kl. 12.30 en þar verður boðið uppá bakkelsi og grillaðir ljúffengir hamborgarar + Pepsi á vægu verði.
Hér má sjá stöðuna í deildinni