Látum okkur málin varða

Íbúaráð Grafarvogs óskaði eftir aukafundi í ráðinu sem fer fram fimmtudaginn 24. september klukkan 16:00. Óskað var eftir þessum fundi til þess að ræða þrjú mikilvæg málefni sem snerta íbúa Grafarvogs.

Valgerður Sigurðardóttir

Þessi mál eru breytingar á skóla- og frístundastarfi í norðanverðum Grafarvogi, samgöngubætur vegna breytinga á skóla- og frístundastarfi í norðanverðum Grafarvogi og tillögur um breytingar á hámarkshraða víða í Grafarvogi.

Þrjú mjög mikilvæg málefni fyrir íbúa. Hægt er að senda spurningar inn á meðan á fundinum stendur í gegnum tölvupóstinn ibuarad.grafarvogur@reykjavik.is

Það er gríðarlega mikilvægt að íbúar láti sig málefni hverfisins varða og taki þátt í öllum ákvarðanatökum er snerta hverfið.

Því vill ég hvetja ykkur öll til þess að fylgjast með fundinum í gegnum fésbókarsíðu Reykjavíkurborgar og senda inn spurningar og athugasemdir.


Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.