Skákakademían á leik!
Menningarhús Spönginni, laugardaginn 28. maí kl. 13-15
Viltu læra að tefla eða rifja upp gamlar hrókeringar? Skákakademía Reykjavíkur heimsækir Borgarbókasafnið Spönginni og kynnir starfsemi sína, kennir ungum sem öldnum mannganginn og leiðir gesti inn í leyndardóma skáklistarinnar.
Skákakademía Reykjavíkur hefur starfað frá árinu 2008 og vinnur ötullega að eflingu skáklistarinnar í Reykjavíkurborg. Stefán Bergsson framkvæmdastjóri akademíunnar fræðir gesti safnsins og taflborð verða á staðnum.
Engin brögð í tafli, allir velkomnir!
Umsjón: Sigríður Stephensen, sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is
Dagsetning viðburðar:
Laugardagur, 28. maí 2016
Staðsetning viðburðar:
Viðburður hefst:
13:00
Viðburður endar:
15:00