Fjölnismenn tóku á móti Skallagrím í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Leikurinn hafði gríðarlega þýðingu fyrir bæði lið, sem voru með 6 stig fyrir umferðina. Að henni lokinni eru það Fjölnismenn sem fagna því áttunda því gerðu sér lítið fyrir og unnu sannfærandi sigur á Skallgrím 88:78 eftir að hafa nánast rotað meðvitundarlitla Skallagrímsmenn í seinni hálfleik.
Fyrri hálfleikurinn var fjörugur; leikmenn beggja liða sýndu að þeir voru tilbúnir í þennan mikilvæga leik, sem og vildu sigra. Baráttan var mikil, á kostnað gæðanna en það skipti engum togum; leikurinn var skemmtilegur og ef merkja mátti mun voru það gestirnir sem voru betri í fyrri hálfleiknum ef eitthvað var.
Leikurinn hin mesta skemmtun því allir leikmenn sem koma inná sýna það að þeir gera sér fullvel grein fyrir mikilvægi leiksins. Þetta skapar rafmagnaða spennu og baráttan alveg skínandi hjá flestum. Munurinn á liðinum er nánast enginn; Skallarnir hafa að vísu sýnt meiri stöðugleika í sókninni en alveg ljóst að Fjölnismenn munu ekki missa þá of langt frá sér í þessum leik nema eitthvað stórkostlegt gerist! VArnarleikur beggja liða hefur verið viðunandi en ástæða lágs stigaskors reiknast alls ekki á varnarleikinn heldur hann í bland við klaufalegar sóknir liggja þar að baki. Þetta skiptir hinsvegar engu máli; stigin eftir hann er það eina sem skiptir máli og ljóst að fagurfræði er ekki undirliggjandi mótíf hjá leikmönnum og þjálfurum liðanna.
Liðin sem ná upp góðri stemningu og liðsanda; sjálfstrausti og áræðni, munu halda sér uppi en mér finnst eins og öll þrjú liðin séu á nákvæmlega á þessum stað? Góð liðsstemning, áræðni, þor og geta, prýða öll liðin þessa dagana, þó svo að sigrum rigni ekki inn þá sést það bara á holningunni. En burtséð frá þessum vangaveltum þá fer að hefjast hér mikilvægasti leikur leiktíðarinnar, á því er enginn vafi!
Liðin eru með 6 stig á botni deildarinnar, ásamt ÍR-ingum, og allt stefnir í harðan slag þessara þriggja liða um hvert þeirra heldur sæti sínu. Ljóst er að sigurliðið í kvöld sleppur úr fallsæti, allavega bili, en ÍR verður í öðru tveggja neðstu sætanna eftir að hafa tapað fyrir Tindastóli í gærkvöld.
Innbyrðis úrslit þessara þriggja liða geta skipt gífurlega miklu máli og ráða úrslitum ef þau verða jöfn að stigum í lokin. Fjölnir vann Skallagrím 113:110 í fyrri leik liðanna í Borgarnesi og því þarf Skallagrímur fjögurra stiga sigur í kvöld til að vera með betri innbyrðis stöðu.