Það verða Framarar sem mæta í voginn fagra á sunnudaginn kl. 19.15 og berjast við okkur Fjölnismenn í 8. umferð Pepsideildar 2014.
Miklar mannabreytingar hafa orðið hjá Fram frá seinasta tímabili þegar nýr þjálfari Bjarni Guðjónsson tók við liðinu. Margir ungir og efnilegir strákar úr neðri deildunum gengu til liðs við þá en einnig fengu þeir fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmanninn Jóhannes Karl Guðjónsson til sín sem og Viktor Bjarka Arnarsson fyrrverandi leikmann KR. Svo er auðvitað landsliðsmarkvörðurinn Ögmundur Kristinsson í marki Fram.
Fjölnir tapaði sínum fyrsta leik í sumar gegn FH á miðvikudaginn s.l. í hörku leik þar sem það hefði ekki verið ósanngjarnt ef strákarnir hefðu fengið einhver stig úr þeim leik. Fjölnisstrákarnir ætla að selja sig dýrt á sunnudaginn til að byrja stigasöfnunina á nýjan leik.
Af núverandi leikmönnum Fram og Fjölnis þá hefur enginn spilað með báðum liðum, en það má nefna að allir þjálfarar Fjölnis (Ágúst, Kristófer og Gunnar) eru allir fyrrverandi leikmenn Fram.
Nú er ekkert annað en að skella sér í sparifötin um helgina og hvetja strákana til sigurs.
Allir á völlin og ÁFRAM FJÖLNIR