Kjörstaðir í Reykjavík við forsetakosningar 2016

Kjör til forsetaKjörstaðir í Reykjavík við forsetakosningar 25. júní næstkomandi eru alls fimmtán talsins. Hér er að finna allar helstu upplýsingar til borgarbúa um framkvæmd kosinganna.

Kjörstaðir í Reykjavík við forsetakosningar 25. júní næstkomandi eru eftirfarandi:

Reykjavíkurkjördæmi norður
Ráðhús Reykjavíkur
Menntaskólinn við Sund
Laugalækjarskóli
Íþróttamiðstöðin Grafarvogi, Dalhúsum
Vættaskóli Borgir
Ingunnarskóli
Klébergsskóli
Reykjavíkurkjördæmi suður
Hagaskóli
Hlíðaskóli
Breiðagerðisskóli
Íþróttamiðstöðin við Austurberg
Árbæjarskóli
Ingunnarskóli
Kjörfundur hefst kl. 9.00 og honum lýkur kl. 22.00.
Sérstök athygli er vakin á því að íbúar í Seljahverfi kjósa nú allir í Íþróttamiðstöðinni við Austurberg í stað Ölduselsskóla. Einnig eru miklar breytingar hjá þeim kjósendum sem áður hafa kosið í Laugardalshöll. Þeir kjósa nú í Laugalækjarskóla annars vegar og Menntaskólanum við Sund hins vegar. Þessir kjósendur eru eindregið hvattir til að kanna hvar þeir eiga að kjósa á https://kjorskra.skra.is/. Kjörskrá liggur einnig frammi frá og með deginum í dag í afgreiðslu Ráðhúss Reykjavíkur.

Á kjördag er upplýsingavakt í Ráðhúsi Reykjavíkur í s. 411 4915, netfang kosningar@reykjavik.is. Þar eru fúslega veittar upplýsingar um hvar fólk á að kjósa og hvað annað sem kjósendur vilja spyrja um.

Aðgengi fyrir hjólastóla er tryggt á öllum kjörstöðum. Ekki gleyma að hafa skilríki meðferðis á kjörstað.

Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis norður hefur aðsetur í Ráðhúsinu á kjördag. Hún er í s. 411 4910. Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis suður hefur aðsetur í Hagaskóla á kjördag. Hún er í s. 411 4920.

Á www.reykjavik.is/kosningar má einnig fylgjast með þróun kjörsóknar yfir daginn og nálgast ýmsar hagnýtar og áhugaverðar upplýsingar sem tengjast kosningum.

Talning atkvæða fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður og í íþróttahúsi Hagaskóla fyrir Reykjavíkurkjördæmi suður. Talning hefst kl. 22.00 og er opin almenningi meðan húsrúm leyfir.

Allar nánari upplýsingar eru veittar með því að senda fyrirspurn á netfangið kosningar@reykjavik.is.

Skrifstofa borgarstjórnar
Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis norður
Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis suður

Skjaldamerki Íslands 

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.