Það var flottur hópur íþróttamanna hjá Fjölni sem voru heiðruð í dag.
Athöfnin fór fram í hátíðarsal Fjölnis í Dalhúsum.
Þetta er í 27. skipti sem valið fór fram. Valið fer þannig fram að deildirnar tilnefna hjá sér íþróttamann ársins og senda það til valnefndar sem velur svo íþróttamann ársins.
Í valnefnd eru einstaklingar úr aðalstjórn Fjölnis, en þau eru Birgir Gunnlaugsson varaformaður Fjölnis, Laufey Jörgensdóttir og Málfríður Sigurhansdóttir starfsmaður skrifstofu Fjölnis.
Eftirtaldir einstaklingar voru tilnefndir:
Fimleikadeild
Sigurður Ari Stefánsson –
Frjálsíþróttadeild
Ingvar Hjartarson –
Handboltadeild
Kristján Örn Kristjánsson –
Karatedeild
Viktor Steinn Sighvatsson –
Knattspyrnudeild
Viðar Ari Jónsson –
Körfuboltadeild
Garðar Örn Sveinbjörnsson –
Skákdeild
Héðinn Steingrímsson –
Sunddeild
Jón Margeir Sverrisson –
Tennisdeild
Hera Björk Brynjarsdóttir –
Taekwondodeild
Sigursteinn og Þórunn Kristín Snorrabörn
Íþróttamaður Fjölnis árið 2015 er Kristján Örn Kristjánsson úr handknattleiksdeild.
Einnig var valinn Fjölnismaður ársins 2015 og er það Hermann Kristinn Hreinsson sem þann heiður fær að þessu sinni.
Áfram Fjölnir