Íbúafundur með lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu

Hinn árlegi fundur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um málefni Grafarvogs og Kjalarness verður haldinn í Miðgarði, þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness, Gylfaflöt 5, þriðjudaginn 22. október kl. 16:00. Fundurinn eru opinn öllum íbúum hverfisins og öðrum áhugasömum, en fulltrúar hverfisráðs, íbúasamtaka, foreldrafélaga og skólastofnana eru sérstaklega velkomnir.

Miðgarður - Þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness, Gylfaflöt 5

Á fundinum verður farið yfir helstu verkefni lögreglunnar í hverfinu, afbrotatíðni skoðuð o.fl. Í kjölfarið fá fundargestir tækifæri til að beina spurningum sínum til forsvarsmanna lögreglunnar. Meðal gesta á fundinum verður Stefán Eiríksson lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins.

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.