Samgönguviðurkenning Reykjavíkurborgar verður veitt nú í haust í tengslum við samgönguvikuna sem haldin er 16. – 22. september ár hvert.
Leitað er eftir umsóknum frá fyrirtækjum, félagasamtökum og stofnunum sem stigið hafa mikilvæg skref í starfsemi sinni í átt til vistvænni samgöngumáta. Dómnefndin byggir val sitt á árangri og aðgerðum sem fyrirtæki eða stofnanir hafa gripið til í þeim tilgangi að draga úr umferð á sínum vegum og einfalda starfsfólki að nýta sér virka samgöngumáta.
Árið 2013 hlutu Landsbankinn og Hugsmiðjan samgönguviðurkenningu Reykjavíkurborgar og Mannvit, Alta og Landsamtök hjólreiðamanna árið 2012.
Umsóknir skulu berast Reykjavíkurborg í síðasta lagi 15. september næstkomandi, merktar “Samgönguviðurkenning“. Þær sendist á netfangið graenskref@reykjavik.is eða á póstfangið Borgartún 12-14, 105 Reykjavík.