Helgihald 20. janúar

Messa í Grafarvogskirkju kl. 11:00

Messa verður í Grafarvogskirkju þar sem sr. Grétar Halldór Gunnarsson og sr. Sigurður Grétar Helgason þjóna. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti er Hákon Leifsson. Fermingarbörn úr Vætta- Rima- og Kelduskóla ásamt fjölskyldum þeirra eru sérstaklega boðin velkomin. Eftir messu verður fundur þar sem farið verður yfir allt sem viðkemur fermingunni, sem óðfluga styttist í.
Kaffi og kleinur eftir messu!

Sunnudagaskólinn

Sunnudagaskólinn er á sínum stað á neðri hæð kirkjunnar kl. 11:00. Dans, söngvar og skemmtilegar sögur. Pétur Ragnhildarson hefur umsjón og Stefán Birkisson leikur á píanó.

Selmessa í Kirkjuselinu í Spöng kl. 13:00

Sr. Sigurður Grétar Helgason þjónar við Selmessu í Kirkjuselinu. Vox Populi syngur og organisti er Hilmar Örn Agnarsson.

Verið öll hjartanlega velkomin!

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.