Helgihald 12. janúar í Grafarvogssöfnuð

Messa í Grafarvogskirkju kl. 11:00. Séra Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar. Organisti er Hákon Leifsson og Kór Grafarvogskirkju leiðir söng. Fermingarbörnum og foreldrum fermingarbarna úr Foldaskóla og Vættaskóla er sérstaklega boðið í messuna og einnig á fund eftir messuna þar sem farið verður yfir allt sem tengist fermingunni sjálfri. Sunnudagaskóli er á neðri hæð kirkjunnar kl. 11:00.

Umsjón hafa Þóra Björg Sigurðardóttir og Hólmfríður Frostadóttir. Undirleikari er Stefán Birkisson.Selmessa kl. 13:00 í Kirkjuselinu. Séra Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson og Vox Populi leiðir söng.

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.