Selfoss lagði Fjölnismenn í hörkuleik á Selfossi í kvöld og voru þar með fyrsta liðið til að taka stig af Fjölnismönnum. Munurinn var aðeins eitt mark í hálfleik 15-14, en það voru svo heimamenn sem voru sterkari í seinni hálfleiknum og sigruðu að lokum með 7 marka mun 29-22 þar sem Guðjón Ágústsson og Andri Már voru markahæstir heimammanna með 7 mörk. Á morgun fer svo fram leikur ÍH og Hamrarnir í Kaplakrika. önnur úrslit og markaksorun var eftirfarandi:
Mörk Selfoss: Guðjón Ágústsson 7, Andri Már Sveinsson 7, Jóhann Erlingsson 4, Hergeir Grímsson 4, Hörður Másson, Elvar Örn Jónsson, Sverrir Pálsson og Matthías Örn Halldórsson allir mepð 1 mark.
Mörk Fjölnis: Kristján Örn Kristjánsson 8, Bergur Snorrason 4, Breki Dagsson 3, Brynjar Loftsson 3, Sveinn Þorgeirsson 2, Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 1 og Björgvin Páll Rúnarsson 1.
Myndir : Þorgils G