Að venju er mikil dagskrá í Grafarvogssöfnuði yfir hátíðarnar og allir ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi. Smelltu á dagana hér fyrir neðan til þess að sjá dagskrá hvers dags.
Starfsfólk Grafarvogskirkju óskar þér og þínum gleðilegra jóla og Guðs blessunar á komandi ári.
Aðfangadagur
Jólastund barnanna í Grafarvogskirkju kl. 15.00
Stundin fer fram á neðri hæð kirkjunnar.
Syngjum saman jólalög, hlustum á sögu og höfum það huggulegt. Umsjón með stundinni hefur Þóra Björg Sigurðardóttir
Aftansöngur í Grafarvogskirkju kl. 18.00
Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir prédikar. Einsöngvari er Egill Ólafsson. Auður Hafsteinsdóttir leikur á fiðlu og Sophie Marie Schoonjans leikur á hörpu. Kór og Barnakór Grafarvogskirkju syngur. Organisti er Hákon Leifsson og stjórnandi barnakórsins er Sigríður Soffía Hafliðadóttir.
Aftansöngnum verður sjónvarpað beint á Stöð 2 og visir.is
Aftansöngur í Kirkjuselinu í Spöng kl. 18.00
Séra Guðrún Karls Helgudóttir prédikar. Einsöngvari er Margrét Eir. Björg Brjánsdóttir leikur á þverflautu. Vox Populi leiðir söng og organisti er Hilmar Örn Agnarsson.
Miðnæturguðsþjónusta í Grafarvogskirkju kl. 23.30
Séra Sigurður Grétar Helgason prédikar. Kammerkór Grafarvogskirkju syngur og organisti er Hákon Leifsson.
Hátíðarguðsþjónusta í Grafarvogskirkju kl. 14.00
Séra Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar. Einsöngvari er Dísella Lárusdóttir. Kór Grafarvogskirkju syngur og organisti er Hákon Leifsson.
Hátíðarguðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Eir kl. 15:30
Séra Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar. Einsöngvari er Dísella Lárusdóttir. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng og organisti er Hákon Leifsson.