Grafarvogsbúinn Hjörvar Steinn Grétarsson náði þeim stórkostlega árangri um helgina að verða stórmeistari í skák. Hjörvar náði þessu merka áfanga á Evrópumóti taflfélaga sem fram fór á eyjunni Rhodos í Grikklandi. Hjörvar er þar með þrettándi íslenski stórmeistari í skák. Hann hlaut fimm vinninga í sjö skákum á mótinu. Alþjóða skáksambandið, FIDE, mun útnefna Hjört Stein stórmeistara á næstunni.
Hann er tvítugur að aldri og þar með næst yngsti íslenski skákmaðurinn sem verður stórmeistari. Næg verkefni er hjá þessum frábæra skákmanni á næstunni en í næsta mánuði keppir hann með íslenska landsliðinu á Evrópumóti sem haldið verður í Póllandi.