Íslandsmeistaramót barna og unglinga í KATA haldið var sunnudaginn 9. febrúar í íþróttahúsinu Dalhúsum.
Að venju stóðu krakkarnir í Fjölni sig vel og voru félaginu til mikils sóma.
Á unglingamótinu varð Viktor Steinn Sighvatsson í 2. sæti og Óttar Finnsson í 3. sæti í flokki 13 ára pilta. Sigríður Þórdís Pétursdóttir varð í 2. sæti í flokki 16-17 ára stúlkna. Lið Fjölnis náðu bæði 1. og 2. sæti í hópkata táninga 12-13 ára, í liðinu sem varð í fyrsta sæti voru þeir Viktor Steinn Sighvatsson, Óttar Finnsson, Guðjón Már Atlason og í liðinu sem varð í 2. sæti voru þeir Baldur Sverrisson, Steinar Ingi Þorfinnsson og Finnbogi Óskar Magnússon.
Í flokki 9 ára barna varð Joshua Davíðsson í 2.sæti.